föstudagur, desember 16, 2005

Jiiiiiibbbýýý!

Ég er kominn í jólafrí. Innan við 24 tímar þangað til ég fer í flug, og akkúrat sólahringur í að ég lendi. Var að í skólanum til klukkan hálfátta í morgun þegar ég fór heim og lagði mig í 3 tíma. Krítík var svo klukkan hálf þrjú og gekk bara furðu vel. Þannig nú er bara að taka sig saman í andlitinu og fara vinna í að pakka niður.

Gugga mín, ég er svoooo til í öl i aften, þó það væru ekki nema tíu. Heiðrún, bíð spenntur eftir cuba librenum, manstu bara smá lime út í. Soffía, ljósið lifir ótrúlegt en satt og Maja ég þrjóskaðist bara í gegnum nóttina og vann vel.

Svo á heiðursmaðurinn Rúnni Gunn, Rúnar varaform, Ranúr eða mitt uppáhald Runkitz ammæli í dag. Ungfrú Snæfells-og Hnappadalssýsla er 23 ára í dag og er hér með óskað innilega til hamingju með daginn og hlakka til að sjá kappann í essinu sínu á morgun.

Þetta mun verða seinasta færslan úr Danaveldi í bili, næsta stopp ICELAND!

Lifið heil.

fimmtudagur, desember 15, 2005

aaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrg!!!!!!!!!

Ég er ógeðslega pirrraður, illa þreyttur og vil bara fara heim að sofa. En þar sem ég er að fara skila verkefni klukkan hálf þrjú á morgun lítur allt út fyrir að ég verði hér í alla nótt. Klukkan er núna hálf tíu og ég ég búinn að vera hér í 12 tíma. Þetta gengur virkilega hægt og enn hægar sem maður verður þreyttari og þarafleiðandi pirraðari.

En nú eftir klukkan þrjú á morgun er ég kominn í jólafrí og á bara eftir að þvo þvott, ganga frá öllu dótinu í skólanum, taka til heima, pakka niður, kaupa jólagjafir og sofa svona helst fyrir flugið sem er um 12 leytið á laugardag. En djöfull skal ég vera í stuði þá mar. Ég lognast út af í vélinni ef fer sem horfir.

En allir þeir sem eru á fullu í prófum og verkefnaskilum, búnir að missa sjónir á frelsinu, drukkandi í eigin volæði, sendi ég samúðarkveðjur og von um betri tíð með blóm í haga.

Lifi frelsið. lifi byltingin!

þriðjudagur, desember 13, 2005

Björgólfur who!!

Ég var að skoða stöðuna á krítarkortinu mínu og þar er gefin upp heildar eyðsla á árinu. Það mætti halda að ég væri peningamaður mikill því ég er búinn að eyða milljón. Og þetta er bara kreditkortið. Launin koma inn á debetkortið í Sparisjóðnum og yfirdrátturinn er á KB kortinu og svo koma námslánin einhversstaðar í bakið á mér. Svo til að toppa allt þá er ég að sækja um nýtt kort hér í Danaveldi til að vera gjaldgengur í verslunum hér. Hvar endar þetta eila ég spyr? Á þetta að vera leyfilegt að fjármálaheftur einstaklingur geti haft úr svona fé að moða? Ekki veit ég hvar þetta endar en þegar ég verð settur í skuldafangelsi skrifið mér endilega. Ég gæti reyndar skipt um flokk sem bankastofnanirnar eru hliðhollari og þetta gleymist kannski. Veit ekki.

Annars er honum Bó Guggu óskað innilega til hamingju með 25 ára afmælið sem er í dag. Er einmitt að fara núna í jólaglögg og eplaskífur til þeirra myndarhjóna núna og vona ég sleppi vel úr glögginu.

p.s. Á Rúnar ekki afmæli 15 des? Eða var það 11? Ég er geðveikt að reyna taka mig á í þessum afmælisdögum sem ég gleymi alltaf og er mesta furða að ég sé ekki búinn að hrekja frá mér alla vini og vandamenn.

mánudagur, desember 12, 2005

Lýst er eftir þessum manni!


Þessi mynd er, ef vel hefur tekist til, af mér. Við arkitektanemar fengum það viðamikla verkefni að teikna mynd af okkur sjálfum fyrir teiknitíma.

Og þar sem ég er mjög sjálfhverfur maður fannst mér ekki leiðinlegt að horfa á mig sjálfan í marga klukkutíma og stúdera hverja hrukku, skekkju og skugga og koma á blað. Þar að auki er ég með króníska þörf á að vera EKKI eins og allir hinir og gerði því ekki þessa venjulegu (glötuðu) portrett mynd sem lætur mann líta vel út.
Nei, fann eina þar sem ég var aeins í glasi að leika Steve Wonder, sem by the way ég næ mjög vel.

Svo eyddi ég lunganu úr björtum og hlýjum sunnudegi inni að krota mig niður á blaðsörk og ég þarf ekki að taka fram að hvergi annarstaðar vildi ég vera en akkúrat þar!
Þar sem maður er nú ókvæntur og barnlaus (tek ekki gríslingana í Guate með því þar borgar mar ekki meðlag:-) ) þá getur öll athygli mín, ástúð og umhyggja beinst að einum manni, mér sjálfum. Og nýt ég þess náttla í botn, allavega þangað til ég pipra og bý einn í blokk í reykmettaðri íbúð með dauðan páfagauk á bak við sófa. En þangað til er ég the one í mínu lífi.

En þar sem ég lofaði hér á þessari síðu fyrir einhverju síðan að birta ekki fleiri sjálfsmyndir var ég í vafa með þessa, en nauðsyn brýtur lög því hvað haldiði að hafi gerst.

Ég mæti í teiknitíma í dag búinn að læra heima (góð tilfinning, mæli með að allir prófi svona einu sinni) og hengi upp afraksturinn líkt og venja er. Svo hangir myndin uppi ásamt hinum, sko ekki bara mín, þangað til við tökum þær niður að tíma loknum og förum heim.

Nú það er skemmst frá því að segja, já eða ekki þar sem ég er mjööög langorður maður, að við erum að teikna módel. Í heimi listamannsins þá er módel ekki módel nema nakið sé. Það hafa verið konur á blómaskeiði sínu seinustu skipti og í dag var komið að karlmódeli. Var búinn að heyra tröllasögur að það væri skinny svartur gaur. Nú fyrir ykkur sem ekki teiknið nakið fólk á reglulegum basis þá er mun erfiðara að teikna grannt fólk því það vantar allar mjúkar línur og svart fólk, já þá eila sér maður bara ekki skuggana þannig þetta verður svona eins og eitt stórt skitufar. Engir fordómar hér, meina það er bara erfitt að skyggja teikningu sem fyrir er kolsvört.

En þetta vandamál þurfti ekki að hrjá mig því að 65 ára teiknikennarinn minn vippaði sér bara úr og pósaði með signu rasskinnarnar sínar í 3 tíma. Þeir eru svo liberal hérna úti. Og á undan sinni samtíð. Gaurinn var með allt rakað, og þegar ég segi rakað þá meina ég allt fyrir neðan nafla og ofan hné. Persónulega hefði ég hreinsað aðeins af bakinu fyrst en each to it´s own. Þannig núna á ég 20 myndir af manni sem er ekki alveg lengur á blómaskeiðinu sínu og er ég betri maður eftir.

En nú kemur að pointinu með þessu bloggi. Þegar ég fór að taka myndina mína niður af veggnum í lok tíma var hún ekki þar. Allar hinar en ekki mín. Að sjálfsögðu hugsaði ég með mér að hún hefði verið svo góð að hún hafi verið send í eftirprentun fyrir fleiri til að njóta og spurði kennarann. Hann by the way bara á vappinu á adamsklæðunum, en ekki kannaðist hann við það. Spurði bekkjarfélagana hvort þeir hefðu verið að stríða mér eða bara kippt henni niður af góðmennsku einni saman en svo var ekki.

Þannig það er einhver leyndur aðdáandi eða sækópatti sem þessa stundina er með myndina mína uppi á vegg að dást að eða að henda pílum í hana. Og ég er engu nær. Það er úr 40 manns að velja og ég veit ekki hverjum skal beina spjótum að. Og mér líður bara alls ekkert nógu vel með þessa tilhugsun.

Svona er líf arkitektsins snúið. Á ég að vera ánægður með að minni mynd var stolið eða hringja í lögguna og lýsa yfir áhyggjum mínum að ég eigi stalker. Hvað skal gera?

En 5 dagar í heimkomu og gleðst yfir því á sama tíma sem ég stressast yfir að klára öll verkefni.

Læt þessum langa pistli lokið, góðar vinnustundir kæru vinir.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Allt er nú jól


Ég ætlaði að googla fallega jólamynd hérna fyrir bloggið og skrifaði jól í leitargluggann. Þetta fékk ég. Ekki beint svona my idea of christmas en ef þau eru ánægð skiluru, þá bara fínt. Hún heitir reynar Jolanda þannig það gæti hafa ruglað blessað googlið.

Það er helst að frétta úr mínu viðburðarríka lífi að ég nennti ekki að gera neitt á mánudaginn í skólanum eftir að hafa verið sveittur vikurnar á undan. Því eyddi ég heilum degi í að hanga á netinu og skoðaði sumar síðurnar 3 svar.

Svo þegar ég fann ekki fleiri síður ákvað ég að gera svoldið sem ég meðvitað hafði áður ákveðið að sleppa. Ég niðurhlóð MSN.

Og ég er að segja ykkur, ný veröld gersamlega opnaðist fyrir mér! Ég trúi ekki að ég hafi ekki haft þetta allann tímann hér úti. Þetta er snilld og ógeðslega gaman. Ég er að breytast í gelgjuna sem hékk á irkinu á Flateyri og talaði við krakkana í næsta húsi. Maður er líka hitta alla þarna inni. Ég var með einhvern mótþróa út af þessu vegna tímaeyðslu en fokk it, skiluru, friends are worth it.

Ég reyndar eyði núna svona góðum 4-5 tímum á netinu núna af 7 tíma vinnudegi en hver er að telja!
Svo til að toppa gleðina þá hef ég hlustað ég á íslenskt útvarp í gegnum netið til að fá jólafílinginn.
Ég er orðinn svo DIGITAL. ÞAð mætti kalla mig Adda digital eða Digitadda. Eða... bara ekki.

En nú er bara rúm vika í heimkomu. Ég veit ekki hvort ég sé eitthvað búinn að mikla fyrir mér landið fagra en er ekki alveg örugglega jólasnjór, en ekki á kafi, hiti rétt yfir frostmarki, stilla, mikið af jólaljósum, fólk út á götum í jólafíling sem heilsar upp á vegfarendur, jólalögin óma í fjöllunum og mikið af konfekti og smákökum?

Það verður allavega þannig þegar ég kem. Heiðrún var reyndar að dömpa mér fyrir annan gaur, en hann er nú ekki mikið síðri en ég þannig þetta fyrirgefst. En ég verð soldið slompaður þegar ég lendi, ætla byrja á strikinu um morguninn og verð helvíti skemmtilegur í vélinni þannig ég gæti farið að dala við útganginn á Leifsstöð. Bara ef ykkur leiðist og eigið bíl.

En gangi ykkur vel í prófalestri og verkefna vinnu.
Sendi baráttu og lærdómskveðjur til allra,
kv.Digitaddi

mánudagur, desember 05, 2005

Ný mynd af mér og vinkonum mínum.



Jólin, jólin, aaaallstaðar, með jólagleði og gjafirnar.

Ég lifði af krítíkina á föstudag, þrátt fyrir svefnleysi, matarskort og yfirgnæfandi stress. Meira segja gekk mér bara mjög vel þannig ég verðlaunaði mig með óhófri bjórdrykkju alla helgina og kom ekkert í skólann báða dagana sem er í fyrsta skipti í mánuð.

Á föstudaginn var selfölgelig fredagsbar, og á minni deild þannig mar var aðeins að smakka og snakka! Ég var kominn á trúnó svona um 8 leytið (var senst altalandi dönsku á 5 bjór) og lýsti ánægju minni á samnemendum mínum og föðurlandi þeirra. Var mjög gaman náttúrulega.

Á laugardaginn var kíkt á strikið og reynt að sjúga í sig jólagleðina. Ég og Haukur tylltum okkur svo niður á kaffihús og viti menn, staðurinn var troðinn eins og allar búllur bæjarins þann daginn en ég rekst á frænda minn og flateyring Eirík Finn og hans frú. Eiki frændi er ástæðan fyrir því að Arnór litli er hér úti því hann er Sparisjóðstjórinn með stóru S-i. Það er nú ekki fyndið hvað þetta er lítill heimur.

Svo um kvöldið var strákakvöld heima hjá Björgivin því frúin var á konukvöldi með einhverjum mömmum. Þar var horft á Queen, Bowie, Neil Young og Simple Minds og mikið hlegið og skemmt sér, eða alveg þangað til að frúin á heimilinu kom heim og lét vita hver væri húsbóndinn! (Sorry Gugga en mar verður nú að segja frá svona!)

Svo í gær var að aðstoða við flutninga hér á milli kollegia. Maður er náttla allur af vilja gerður að hjálpa. Já já.

En nú eru bara innan við 2 vikur þangað til ég kem heim og hlakkar mig mikið til.

Það er að verða til plan. Heiðrún ætlar að sækja mig og við erum að fara í heimsókn til Magga og frúar í Kef, svo er bara partý hjá Önnunni um kvöldið. Er þetta annars ekki rétt skilið hjá mér?

Alla vega er við tölvuna út vikuna þannig ég missi ekki af neinu markverðu líkt og seinustu viku þegar ég sá ekki tölvu í viku.

m.v.h. fra Tuborg