þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Kominn aftur!!

Það byrjar ekki vel þetta blogg. Smá í byrjun og síðan ekki söguna meir!
En var senst að vinna alla helgina, þá meina ég allar mínar vökustundir og komst því ekki mikið í tölvu. Er núna á næturvöktum út þessa viku þannig að þið mínir dyggu lesendur fáið að fylgjast með geðsveiflunum sem þeim fylgja. Er á fullu að reyna redda öllu fyrir brottförina út sem styttist óðum í. Það eru bara 2 vikur í að ég fari af landi brott, takk fyrir! Vantar enn íbúð, veit ekki hvað gera skal við dótið í geymslunni, veit ekki hvernig ég á að flytja dótið út og þar fram eftir götunum. Reynsla mér eldri og vitrari óskast! Þeir sem hyggjast koma út í heimsókn verða helst að hringja á undan sér, veit ekki hvort ég geti boðið upp á gistingu ef ég bý hvergi:-/
Held ég þurfi að læra líka eitthvað þannig ekki búast við dagskrá strax frá lendingu og munið þið greiðið fyrir gistingu með mat og bjór. Þeir sem samþykkja þessa skilmála er gvuð velkomið að koma í heimsókn!
Og munið, ekki skipta um banka nema það sé verið að taka ykkur í r***gatið. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin og oft er betur heima setið en af stað farið!!!! (áfram SPVF)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home