Ég er á lífi.
Eitthvað hefur maður nú dregið að pósta vegna annríkis í skólanum. Það er svona að vera nemi í útlöndum. Þetta er ekki eins og hobbýskólinn, meina háskólinn heima :)
Það hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá mínum, Anna danska komin í heimsókn. Það var mjög fyndið, ég íslendingurinn að sýna henni höfuðborg sína því hún hefur ekki komið í 5 ár.
Kristínu hans Hauks, finnst ég svona ógeðslega skemmtilegur líka að hún er búinn að framlengja 2svar. Átti upphaflega að fara á þriðjudag, síðan í gær og næsta plan er á sunnudaginn. Það svona að vinna í KB. Ég þarf að fá númerið hjá þjónustufulltrúanum!
Ég er svo að verða 23 á morgun. Er kominn með kvíðahnút í magann. Þegar ég var krakki (10 ára) þá var 23 gamalt fólk með börn og ábyrgð. Ekki beint stemmningin hjá mínum. Kannski það breytist í fyrramálið. Svona til að gera lífið auðveldara lét ég gera gjafalista í Illums boligshus og þið hringið bara og sjáið hvað er eftir á listanum til að gefa mér :)
En klukkan að verða 4 á föstudegi, sem þýðir bara eitt: Fredagsbar!!!
So gotta go, það eru allir að biðja mig að drekka einn danskann fyrir sig þannig mar þarf að fara haska sér í þetta. Erfitt líf, pfuff...
p.s. Sól og 20 stiga hiti!!!
3 Comments:
ótrúlegt alveg hreint hvernig þetta fólk virðist skilja íslenskuna án teljandi vandræða! AWESOME Arnór
Þú ert náttla bara bullutröll........................
til hamingju með afmælið elsku arnór!
Skrifa ummæli
<< Home