föstudagur, apríl 20, 2007

Vaya conmigo! Heja Norge.



Keypti þennan forláta leðursófa fyrir krónur 500 danskar á loppemarked fyrir viku. Og svo nýja stofustássið, hvíta standöskubakkann. Maður býr eins og kóngur í dag og yfir fáu að kvarta. Ég fór með Hönnu, Guggu og Björgvin á staðinn eins og myndin sýnir(Björgvin á bakvið myndavélina). Var ekki alveg á því að panta flutningabíl undir sófann enda dýrt um helgar þannig við BJÖ ákváðum að bera hann bara heim á kollegi. Mar er nú ekki kallaður Arnór Massi fyrir ekki neitt.

Það er skemst frá því að segja að við gáfumst upp út á bílastæði fyrir utan markaðinn! Hanna var ekki lengi að bregðast við og vatt sér upp að næsta manni á skúffubíl og dílaði við hann að skutla mér og sófagarminum heim fyrir væga þóknun. Írakinn sá notaði líka tækifærið á leiðinni heim að bjóða mér hina ýmsustu heimilismuni og mublur og hafði ég ekki undan við að þakka öll gyllinboðin einungis vegna plássleysis.

En garmurinn er kominn heim í hús og prýðir sér vel innan um ikea draslið sem annars er að éta upp allt laust rými. Ikea er snilld en þessar mublur eru karakterlausar með öllu.

Vill ekki einhver fara að koma í heimsókn og taka út pleisið? Hér er serveraður frokost og aftensmad að miklum áhugakokki sem dreymir að fá michelindekk á hurðina!

...tek fram að í seinustu færslu var ég að reyna posta myndinni sem hér fylgir en e-ð fór úrskeiðis. Örvæntið eigi, ég hef ekki gengist á vit bláu handarinnar.

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og þegar það algerlega mistókst að reyna hjóla tilbaka með þitt hjól á milli okkar þá við fengum annan mann af miðausturlenskum uppruna til að hjóla hjólinu þínu heim. eina þóknunin sem hann fékk var að fá að horfa á rassinn á hönnu. dagurinn reddaðist alveg með hjálp góðra manna :)

9:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábær mynd. Einhvernveginn svona íslensk hljómsveitarmynd...med aðal söngvarann í miðjunni að sjálfsögðu.
Of sófinn er flottur.

Labbinn

1:28 e.h.  
Blogger Kolbrun said...

Sjá ykkur þarna baðandi ykkur í sólinni með sólgleraugu og léttklædd eins og sumarið sjálft.

Þið eruð óþolandi, óþolandi segi ég!

1:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara snilld þetta sófaævintýri!!! Flottur nýji sófinn þinn, til lukke med det ;-)

Annars sit ég hér í rauða, flottasta sófa í heimi sem allir öfunda mig af og er því ekkert að segja að þú eigir hann hehehehe

hafðu það gott í Danaveldi...
Miss Scandali

12:54 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

hahahahaha!! mesta white trash mynd sem ég hef séð!!!
þið eruð subbuleg!

9:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

White trash!??

Er einhver ekki að fá að ríða?



Norton Antivirus

12:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vó mæja, er þetta ekki óþarflega mikið skítkast

2:16 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Jú sorry meinti þetta ekki svona... þið eruð yndisleg :* ég var bara abbó

kv.
Mæja pæja

5:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er alveg spurning hvort maður skelli sér ekki bara til þín að taka gripinn út. Hmmm þetta hljómar dónalega er það ekki?
Allavega, kíkja á íbúðina, höfum það þannig. Ég er nú búin að vera að lofa því í nokkuð marga mánuði að kíkja í heimsókn. Sjáum til hvort happdrættismiðinn sem ég keypti um daginn virki eitthvað.

8:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er uppáhaldsmyndin mín!

2:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

er þynnkan alveg að fara með nóra litla?

7:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

halló!!!! ég er að skrifa ritgerð! hvar er umhyggjusemin kommon mig vantar eitthvað að lesa...

11:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi sófi og þú sitjandi í honum minnir mig klárlega á sófaburð í júní og ágúst...eddann var það heillin!

Ég og Bergþóra vorum að rifja upp besta fyllerí síðasta sumar, allavega það undarlegasta. Við stúlkurnar dansandi við Gusgus á brjóstahöldunum (nánast) einum fata...Og það lengst útí Mývatnssveit.
Já, íslenskt sumar var það og 3 manna partý.

Lilja

1:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

thu ert herna arnor. ekki sofna, JEJ

3:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home