föstudagur, febrúar 16, 2007

The answer to my praires...

Breytum lögum um LÍN - Björgvin G. Sigurðsson

LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna er eitt af helstu jöfnunartækjum samfélagsins. Sjóðurinn er afar mikilvægt tæki til að jafna tækifæri til mennta óháð efnahag og efnalegum bakgrunni. Félagslega sinnað fólk hefur frá stofnun hans staðið dyggan vörð um jöfnunarhlutverk hans og tel ég brýnt að breyta nú lögum um sjóðinn og efla jöfnunarhlutverk hans enn frekar.
Samfylkingin leggur til róttækar breytingar til bóta á Lánasjóði íslenskra námsmanna í nýju frumvarpi til laga sem við flytjum nú öðru sinni á Alþingi. Mikilvægt er að okkar mati að ná nýrri sátt um hlutverk sjóðsins með það að markmiði að hluti lána breytist í styrk að loknu námi, afnumin verði krafa um ábyrgðarmenn og að lánin verði greidd út fyrirfram.
Þá þarf að endurskoða viðmiðunargrunn lánanna reglubundið.


Enga ábyrgðarmenn
Með frumvarpinu eru settar fram grundvallarbreytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Við leggjum til að námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mánuð. Þá viljum við jafnaðarmenn að krafa um ábyrgðarmenn á lánum verði felld brott úr lögunum enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafnrétti til náms. Krafan vinnur hreinlega gegn því markmiði að okkar mati.
Vitað er um mörg dæmi þess að ungt og efnilegt fólk hefur orðið að hverfa frá áætlunum um frekara nám vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgðarmönnum sem lánasjóðurinn tekur gilda. Þetta er vondur veruleiki sem er fráleitt að una við. Hver námsmaður á sjálfur að vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu síns námsláns og á að undirrita skuldabréf þess efnis. Stjórn sjóðsins ákveður hvaða skilyrðum lántakandi þarf að fullnægja. Það er allt og sumt. Síðan treystum við fólki til að standa skil á sínum lánum.
30% lána verði styrkurAðrar breytingar eru þær helstar að þegar námsmaður hefur skilað af sér lokaprófum á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytist 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Styrkurinn yrði hvorki tekjutengdur né skattlagður. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum annars staðar á Norðurlöndum.


Til að taka dæmi um fyrirkomulagið í öðrum löndum má nefna að í Svíþjóð eru 35%% af þeirri upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrkur. Sé miðað við fullt nám. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu. Það virkar einnig sem öflugur hvati til að ljúka námi á tilskildum tíma.

Við í Samfylkingunni teljum mikilvægt að málið nái fram að ganga á Alþingi og munum gera að lögum förum við í ríkisstjórn eftir kosningarnar hinn 12. maí.
Því er það áríðandi að hreyfingar námsmanna berjist af kappi fyrir breytingum á LÍN sem hluta af þeirri menntasókn og því fjárfestingarátaki í menntun sem nauðsynlegt er að Íslendingar ráðist í á næstu misserum.
Ekki efa ég að hinn nýi meirihluti Rösvku í Stúdentaráði Háskóla Íslands muni gera það. Til hamingju Röskva með glæsilegan og verðskuldaðan sigur.
Um menntamálin á að kjósa í vor. Ný menntasókn á að vera eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna. Breytt lög um LÍN er stórt skref í þá átt.


Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Greinin birtist í Morgunblaðinu 15.febrúar 2007.


Býður einhver betur?

Þegar stórt er spurt?

8 Comments:

Blogger Atli said...

Þetta verður ekki komið í gegn þegar ég klára. Þeir fara væntanlega ekki að breyta lánum hjá fólki sem er búið að klára og setja 30% af því sem styrk?

12:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei kannski ekki afturvirkt en ég meina það er alltaf mastersnámið eftir!!

Nóri sílærandi.

8:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Arnór þetta var leiðinlegasta blogg sem þú hefur skrifað og þu skrifaðir það ekki einu sinni. Hélt að þú værir fyndni hlutinn af fjölskyldunni strákur.

Hlakka til að fá þig í heimsókn.

Peace out:)

Kúkalabbinn

11:17 e.h.  
Blogger Atli said...

Ég man þegar Arnór var ekki orðinn hommi. Þá var hann fyndinn og skemmtilegur.

9:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Ekki efa ég að hinn nýi meirihluti Rösvku í Stúdentaráði Háskóla Íslands muni gera það. Til hamingju Röskva með glæsilegan og verðskuldaðan sigur"

Akkúrat! Þetta var eitt af okkar helstu baráttumálum í kosningunum og svo bara vonum við að við fáum að sjá breytingar á Alþingi og stjórn LÍN þar sem það er bara ekki neitt að gerast þar með Gunnar gottaðbúíkópavogi Birgisson í fararbroddi.

Ég elska það hvað lánasjóðsmálin eru þér hjartfólgin og ég er ósammála því að þetta hafi verið leiðinleg færsla. Þú hefðir verið svo fínn í stúdentabaráttuna hérna heima, get kannski gert þig að sérlegum ráðgjafa eða eitthvað.

Elska þig

12:41 e.h.  
Blogger Unknown said...

já.. þetta hljómar ekki slæmt með að drulla þesssu gegn.. fá 30 % dísús, það værir lífið !!

2:07 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

það hefði verið áhugaverðara að lesa um nefhárin á afabróður þínum. kommon!!!!

10:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jájá.. væl,væl,væl, þú ert allavega ekki enn komin með hatur síðu :D

tjekk it át! www.blog.central.is/ihatebjartmar :D

12:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home