þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Heiðrún heiti ég Helga og er Bjarnadóttir

Jesús, dugnaðurinn í manni. Er ekki dauður enn þó bloggleysið gæti hafa gefið það til kynna.

Janúar er bara búinn að vera work work work all the way through, með ekki minna en 3 krítíkum, þar af lokaskilum fyrir alla önnina. En nú er það allt að baki og ný önn gengin í garð með eilítið rólegra tempói, svona til að byrja með allavega.

Það hefur svo sem ekkert markvert gerst upp á síðkastið sem vert er að minnast á. Borðaði yfir mig af súkkulaði um helgina og fékk rosalega vindgang. Er það ekki töff, svona sérstaklega í ljósi þessa að maður er 24 ára og single?

En var að átta mig á einni skondinni staðreynd. Ef við gefum okkur að ég hefði komist strax inn í skólann hér eftir útskrift 2002 þá væri ég að útskrifast sem full gildur arkitekt í vor. Væri það ekki pínu absúrd hugsun. Mér vex ekki skegg en mætti skrifa upp á blokk fyrir 200 manns!

En til allrar hamingju þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því í bráð (hvorki skeggvexti né útskrift) því það eru vel 3-4 ár í það.

Vitið það á dönsku "kemur" maður ekki út úr skápnum heldur hljómar það miklu betur og meira gay, maður "stekkur" út. Senst "Springer ud af skabet". Sjáið það ekki fyrir ykkur að maður hoppi út í pallíettu kjól með varalitinn mömmu, túberað hár og pride fánann á lofti í staðinn fyrir að bara koma út án viðhafnar?!

Danir eru gott fólk.

kv. Arnór

p.s. Kemst ekki á reunion í vor því skólaárið var lengt og mun bara sleikja sólina hér í staðinn og drekka bajer með Guggu!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú trúir því ekki hvað ég fékk mikinn hnút í magann þegar ég sá nafnið mitt efst á færslunni!! hugsaði bara "ó nó, hvað nú?!" hehe - maður hefur greinilega ekki meiri trú á vinum sínum en þetta.. :)

12:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til eru þrjár tegundir af híenum. Hláturhíenan er stærst. Rákótta híenan er minni. Hommahíenan býr í Kaupmannahöfn og heitir Arnór.

1:48 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Okay þetta reunion er dautt!
Ég sem stólaði á að MA-hóran myndi mæta til að halda uppi stuðinu með Valdimar.
Ég ætla að sýna stuðning í verki með Arnóri og Guggu og mæta ekki.

4:15 e.h.  
Blogger addibinni said...

"HÓRA, HÝENA OG BACK STABBER!!!"

Fólk hugsar greinilega hlýlega til mín.

I like you too guys! (Fuckers)

;) Armani

9:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

en mikil helgispjöll að hafa Arnórslaust MA reunion!!

12:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjúkket að þú byrjaðir ekki strax í þessum skóla. Hjúkket að þú fórst fyrst til útlanda, varðst svo kaffibarþjónn, ætlaðir svo að verða hjúkka og svosvosvo... ég hefði ekki treyst mér í að láta þig teikna fyrir mér hús. Það eru líka meiri líkur á því að ég eigi pening fyrir húsinu þegar þú klárar ;)

12:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home