Aarhus....:)
Ég er fyrst núna að gera upp seinustu helgi því vikan hefur verið busy vegna krítíkur og almennu skóla stressi.
Skellti mér á seinasta föstudag til Önnu dönsku í Aarhus og það var hreint út sagt ógeðslega gaman. Fyrir ykkur sem eru óviss hver Anna er þá kynntumst við Heiðrún henni í frægðarför okkar til Guatemala hér um árið og höfum haldið sambandi síðan. Sérstaklega eftir að ég flutti hingað út og einnig að þá er Anna að læra arkitektúr í Árósum þannig að við höfum um nóg að tala.
Fékk að sjá fredagsbar í skólanum hennar, sem gengur út á það sama og hér, bara drekka nógu mikinn bjór. Svo var matarboð kvöldið eftir með vinum hennar úr skólanum og þaðan haldið í svaka partý fram eftir morgni. Þetta var hreint út sagt mjög gaman og fallegur bær Árósar.
En nú mun ég lifa við hungurmörk það sem eftir lifir mánaðar því þið getið ekki ímyndað ykkur hvað efniskostnaður hér í skóla er mikill. Er búinn að eyða svona minnst 20 þúsund ísl. þennan mánuðinn. Þetta náttla gengur ekki. Og annað eins eftir að kaupa!
Væruð þið kæru vinir til í að starta söfnun: Barnið heim. Svo ég geti komið heim um jólin?!?!
Stálum graskerjum á leiðinni heim og Anna ákvað að setjast ofan í ruslatunnu, svona rétt til að hvíla lappirnar. Sækjast sér um líkir!
5 Comments:
I didn´t recognise Anna the Architect in the upper photo. She´s obviosly getting more sophistecated ! Finally!!! Til lykke Anne ;)
i love you guys! :)
god i hate you Arnor!
PIPPALÓ
Ég rakst ekki á þig í Árósum....!! það hefði verið gaman samt...
Skrifa ummæli
<< Home