þriðjudagur, október 03, 2006

Frá fjalli til fjöru.

Jæja kæru vinir. Afsaka bloggleysið. Var að flytja (endanlega) um helgina inn á Grænujarðastúdentagarðana og er sem sagt kominn með fastlínutengingu við Ísland, mér að kostnaðarlausu.

Nú er veðrið aldeilis búið að skipta um ham. Á sunnudaginn var sól og hiti og allir á útikaffihúsum eða í garðinum. Nú er bara þrumur og rigning og kreisí vindur. Þannig að sumarið er ofissíallý búið og komið haust. Vona samt að það kólni ekki strax því það verður f***in kalt hér á veturna.

Öfunda Majuna sem er að fara í "singles" ferð til Thailands, þar sem er sól, hiti og strendur. Vonandi að hún komi með einhverja almennilega minjagripi tilbaka handa manni. Heiðrún bað um ladyboy, eeeeeh.... altså meðhjálpara.
Ég sætti mig alveg við leirker!

5 Comments:

Blogger Mæja tæja said...

Nommi þú mátt kom með, mín væri ánægjan.
En hvað viltu stórt ker? Ertu að hugsa um undir útiblóm??? Ekkkert mál að kippa einu slíku með í handfarangur ;)

1:45 e.h.  
Blogger Heidrun said...

ég er enn alveg hörð á lady boy - finndu bara einhvern lítinn og þá er ekkert mál að koma honum ofan í leirkerið og svo bara í handfarangur :)

3:10 e.h.  
Blogger addibinni said...

Ég sá fyrir mér bara undir pottaplöntu. Lady boy-inn verður bara að taka í sundur og troða ofaní. Mundu bara eftir leiðbeiningabæklingnum Maja mín svo Heiðrún geti pússlað honum saman til brúks!

6:40 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

samanbrjótanlegur meðhjálpari fyrir Heiðrúnu, helst lady-boy og blómaker úr leir, fyrir pottablóm handa Arnóri.
Held ég muni þetta...

1:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað á ég að segjjjjaaaaa?
Mammmma hótel, ekki Hótel mamma.

3:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home