föstudagur, maí 26, 2006

X- Arnór


Ef að allir væru jafn duglegir og vinur minn hérna á myndinni. Út í horni umkringdur drasli og dóti en missir ekki einbeitninguna þó verið sé að smella einni mynd af.

Þar sem við hérna erum uppi í skóla alla daga að rembast við að komast í gegnum þetta verkefni erum við líka meistarar í að hanga á netinu og leita uppi skemmtiefni þaðan.

Nýjustu gleðinni vildi ég deila með ykkur, farið inn á visir.is 0g kíkið á fréttatíma NFS í gær (25 maí). Þar fer okkar ástkæra ungfrú alheimur flatt á frægðinni í orðsins fyllstu og er viðeigandi að þar sem þessar kepnnir eru nú óttalegar gripasýningar að hún flýgur á hausinn eins og belja á svelli.
Hefði nú haldið að það væri lágmark að kenna frú heimi að ganga á háhælum, mikið flóknara verður djobbið ekki.

Annars sér fram á innihelgi vegna blessaðs námsins.

Á einhver íbúð í köben sem viðkomandi vill leigja ungum, reyklausum nemanda sem stendur ávallt í skilum? Nei bara að pæla.

2 Comments:

Blogger Heidrun said...

mikið ertu sætur þarna úti í horni krúttið þitt!

áfram nommi klippa og líma - áfram nommi klippa og líma

mikið er ég þakklát unni birnu fyrir að detta á rassinn - hún er alveg búin að bjarga mér í lærdómsýldunni.. það má líka alveg hlæja því hún sagði á blogginu sínu að hún hefði ekki meitt sig neitt *mesta dúllan*

7:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já þú ert svo sætur með hár og klippingu, fer þér svo vel, mússí mús.. ;-)

1:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home