fimmtudagur, maí 04, 2006

hallelúja and praise the lord.















Scheisse hvað það er gott veður. Ég er kominn með lit í bleika fésið.(þ.e. RAUÐAN)
Það er 20 stiga hiti úti and I love it!

Svoldið erfitt að vera inni að teikna eitthvað en ég hef alltaf verið með góðann sjálfsaga og eirðarleysi ekki eitthvað sem hrjáir mig :-
Ég bið trausta lesendur innilega afsökunar á bloggleysinu, það bara smá bissí kafli í náminu núna og maður gefur sér ekki tíma í hugleiðingu. Hinsvegar megið þið ykkar sem bloggið vera enn duglegri því ég skoða síðurnar ykkar svona 10 sinnum á dag ;-)

Hverjir verða í bænum í sumar? Er einhver á svæðinu um 10 júní. Gæti skeð að maður sé að koma heim uppúr 10 sko. Langar svona til að hitta kunnugleg fés áður en norður til Ak er haldið.

Er að hugleiða að opna aðra síðu fyrir almennari pistla, líkt og pólitík og efnahagsmál. Hef fengið ekkert smá mikið feedback á gengis pistilinn hér um daginn og þakka hringingarnar og póstanna kært fólk. Óþarfi að vera troða rétttrúnaðinum ofan í saklausa lesendur.

Aldrei að vita nema maður opni ráðherrann.blogspot.com áður en langt um líður!

En fram að því ætla ég að liggja með tölvuna útí grasi og sóla mig smá í blíðunni.

Lifið heil.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ, við bara rákumst á síðuna þína, snilldar pistlar.. nú förum við að fylgjast reglulega með þér.. HAHA..
hafðu það gott í útlandinu.. !!

8:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ tillinn minn, þetta er hún amma þín. Rakst á þessa síðu hérna á veraldarvefnum.
Ertu að landa þarna í Tuborg ?
Nú fer að styttast í að ég komi og heimsæki þig og taki þig bara með mér heim aftur, þú ert svo mikill óþekktarormur.
Falleg mynd af þér engillinn minn
guð blessi þig
ástarkveðja
a.

9:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æ, ömmur eru alltaf svo krúttlegar. Það vantar bara geislabaug og vængi á þig á myndinni til þess að fullkomna þetta. Gunnar í krossinum vaki yfir þér tillinn minn...

1:18 e.h.  
Blogger Kolbrun said...

LOL!! Rúnar . . .

oh það er svo vandræðalegt að skella svona upp úr þegar maður situr inn a tölvustofa með fullt af fólki sem maður þekkir ekki neitt!

Arnór verður þú byrjaður á Eddunni þegar ég verð pissefull á reunion 14.-16.juni

1:20 e.h.  
Blogger addibinni said...

Gæti skeð Kolla að ég sé mættur. Það fer eftir því hvenær ég losna héðan!

Það væri náttúrulega gaman að hitta þinn árgang meðan hann er enn á lífi, hann var allavega skemmtilegri en minn!

1:35 e.h.  
Blogger Heidrun said...

varstu að grínast á þessari mynd... eða ertu orðinn svona fagur þarna í danmörku?

9:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er fólk að pæla! Amma hans Arnórs er tæknitröll og gæti átt eftir að fara á netid...OG SJÁ ÞESSI FÖLSUÐU KOMMENT I SINU NAFNI!!! Hæ tillinn minn...ég meina..leitaðu þér hjálpar!

KÚKALABBINN. (verndari ömmu Arnórs)

3:56 e.h.  
Blogger Atli said...

Áttu ekki tvær ömmur? Kannski heldur hin að hin sé að skrifa þetta og hugsar bara..."sjit hvað hin amman hans er geðveik".
Gæti skeð.

7:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll pungalingurinn minn, þetta er hann afi þinn.
Þetta er nú meira sóðaliðið sem skrifar hér.
Ertu nokkuð farinn að dansa með djöflinum Arnór Brynjar minn?

7:50 e.h.  
Blogger addibinni said...

Það er aldeilis að áhugi ættmenna minna á landinu kalda er farinn að láta á sér kræla. Ég fékk ekki svona mikla athugli þegar ég bjó heima.

And f.y.i. "amma" þá veit alvöru amma mín að ég er kallaður pippaló en ekki tilli!

9:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe þetta er ógeðslega fyndið!

Nú á bara að mæta fyrr á svæðið en áætlað var? Hljómar ekki illa ha.
Ég verð í bænum og skal leika við þig. Þú verður þá að lofa að vera kominn norður þegar allt gerist!

1:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home