mánudagur, apríl 03, 2006

Loksins frægur!


















Haldiði ekki að kappinn hafi verið í spurningu dagsins í stærsta morgunblaði Dana, Metro express.

Sat saklaus niður við Christianshavnskanal að fá mér beyglu í morgunsárið í gær þegar maður kemur aðsvífandi og spyr; "Ert þú ekki þessi Arnór sem allir eru að tala um?".

Ok, kannski ekki alveg þannig en spurði hvort ég vildi ekki svara einni spurningu eða svo. Hún var, -Heldur þú að Naser Khader verði góður innflytjendaráðherra?-

Þar sem ég er nú einstakt nörd og les mikið af greinum og horfi á þætti er tengjast pólitík þá átti ég nú ekki í vandræðum með það. Gaf manninum langa romsu þar sem ég greindi ástandið og bætti síðan við hlut Nasers í pólitísku litrófi Dana. Nú það sem eftir situr kemst ekki í hálfkvisti við það sem sagt var og ekki náði blessaður blaðamaðurinn að koma hugleiðingu minni í eina setningu.

Það er svo annað mál að ég hef tekið upp kvenmannsnafnið Brynja sem eftirnafn af því að það er kúl!

Svo er bara að vona ég verði ekki drepinn því áðurnefndur Naser er múslímskur pólitíkus og er með 24 tíma vakt í kringum sig vegna morðhótana. Það eru ákveðinn hópur múslima sem segja hann réttdræpan því hann styður ekki sharialög múslima. Æðsti klerkur múslima hér í Danmörku, hataðasti maður landsins, náðist á faldamyndavél þar sem hann sagði að Naser ætti að drepa fyrir skoðanir sýnar. Aldeilis umburðarlyndið á þeim bænum. Ég hafði sem sagt vit á því að láta ekki eftirnafnið fylgja svo hægt væri að leita mig uppi og skjóta!

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hirru... ég krefst þess að það verði fengin sprengjuleitarmaskína á heimilið.... svona sjálfvirk.. annars stíg ég ekki fæti inn í Burmeistergade....igen
Haukur Thor

11:21 f.h.  
Blogger addibinni said...

Ég er kominn í vitnavernd þannig við sjáumst ekki framar Haukur. Mátt eiga dótið mitt!

11:24 f.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Þú ert flottastur/flottust Brynja!! Brynja ég elska þig.

kv. MÆJa

11:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

AHAHA! Góð Mæja! En helvíti er kallinn flottur í blaðinu, bara orðinn berömt (er það ekki annars orðið yfir frægur?)

2:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ómægod hvað þú myndast vel!!!!!

6:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og ekki er verra hvað þú ert klár og lætur þig varða dönsku pólitíkina... hvæs

6:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ arnór:) ég datt inná síðuna þína... þvílíkt fyndin tilviljun:) langði bara að kvitta fyrir mig.. það væri nú gaman að hitta þig eh tímann... kveðja anný www.folk.is/annsy

10:29 e.h.  
Blogger Kolbrun said...

ég skildi það fyrst þannig að þú hefðir verið að afvegaleiða blaðamanninn og alla múslimana sem eiga eftir að hafa uppi á þér, með því að segjast heita Brynja en ekki Beynjar, og ég öskraði úr hlátri vegna þess að mér fannst þetta ekkert svakalega öðruvísi nafn. En svo fattaði ég að þú áttir við Þorsteinsson nafnið.
Góð saga Kolla..

12:27 e.h.  
Blogger addibinni said...

Og fyndnasti maður ársins 2006 er Kolbrún Gunnarsdóttir, dagskrágerðarkona á RÁS 1!!!!

3:59 e.h.  
Blogger Kolbrun said...

takk fyrir ;)

3:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ó mæ god.. loksins getur maður montað sig yfir því að þekkja þig :D:D

5:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home