föstudagur, mars 03, 2006

Gallup könnun

10 ástæður fyrir því að búa EKKI á Íslandi

1. Veðrið (Það rignir, snjóar og blæs upp niður og á alla kanta, allt í einu)
2. Hverfisbarinn, Ólíver, Vegamót... ekki það að mar þurfi að fara á þá en þeir fara í taugarnar á mér samt sem áður.
3. Dýrt, mjög dýrt. Og nú er ég bara að tala um bjórinn.
4. Allir þekkja alla, alltaf. Mar má ekki prumpa án þess að það hafi allir frétt það.
5.Það er ekki hægt að hjóla þar. (Það er kúl að hjóla!)
6.Ragga er hætt í Stuðmönnum svo why bother að hanga þarna.
7.Ríkisstofnanir Íslands, flestar alla vega, koma frá djöflinum sjálfum. Það kannast allir við LÍN sem er á móti námsmönnum, svo er það Þjóðarbókhlaðan sem er að rukka mig um bók sem ég átti að skila fyrir fjórum árum en borgaði fyrir 2.
8.Halldór Ásgrímsson sem stjórnar í krafti meirihluta atkvæða! Pant fá eitt álver vestur úr því við erum að þessu hvort eð er.
9.Var ég búinn að minnast á hvað það er allt fokkin dýrt! Allavega þá kemur það aftur hér!
10.Ég verð alltaf í minnihluta enda í röngum flokki þannig það eitt og sér á örugglega eftir að verða pirrandi.

10 ástæður fyrir því að búa á Íslandi

1. Veðrið (ég er farinn að halda að veðrið sé betra heima heldur en hér. Hér snjóar og er ÓGISLEGA kalt, alltaf!)
2. Næsti bar og Prikið. It´s like home!
3.Nammið þar er engu líkt og mun ódýrara en hér.
4. Vinir og fjölskyldan. (ekki nema við tökum okkur saman og flytjum í hlýrra lofstlag)
5.Það er ekki hægt að hjóla:) (Mar breytist í letihaug dauðans um leið og maður lendir í Keflavík og getur ekki hreyft sig 10 m án þess að vera á bíl)
6.Ég get bara hitt Röggu þegar ég kíki til Hauks enda býr hún á efri hæðinni.
7.Get unnið hjá LÍN og pínt og drullað yfir námsmenn og þá aðallega þá sem búa erlendis, mua ha aha ha ha....!
8.Geng í framsókn og þá eru 1 á móti 4 að ég verði forsætisráðherra. Kúl!!!
9.Falleg náttúra sem á engan sinn líka í heiminum.
10.Íslenskur matur og þá sérstaklega, soðin ýsa frá múttu eða pönnukökur frá ömmu. Ég get ekki haldið lengur út en 6 mán í einu án þess að fá annaðhvort og mun sjá til þess að það gerist ekki.

Er ég að gleyma einhverju?

Ísland-Útlönd hvort vilt þú?

7 Comments:

Blogger Mæja tæja said...

Pant búa í útlöndum!
Góðar pælingar og ég vona að þú fáir vinnu hjá LÍN þegar þú flytur heim, enda mjög tengd námi því er þú stundar nú um mundir.

8:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kaupir þér tælenska fjölskyldu með einni múttu og ömmu innanborðs og borgar henni fyrir að elska þig.
Þá getur maður búið í útlöndum og fengið mat frá mútti og ömmu og haft fólk í kringum mann sem elskar mann og hjólað út um allt.

2:42 e.h.  
Blogger addibinni said...

Atli eg se ad kennara namid er ad skila ser. Tetta er nattla svarid vid minum vandamalum! En mig langar samt pinu ad verda forsætisradherra, svona upp a fria boosid ad gera:)

2:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú gleymdir Vitabar vs lille havfruen...

Báðir mjög góðir staðir til þess að hanga á í þynnkunni.

Og svo hefur Danmörk unnið oftar en við í Júróvisjón... úfffff þetta er svo sannarlega erfitt

2:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hohohohohihihihihheheheehehehh
bara snilllld.
Ragga á Íslandi
p.s. hvenær hittumst við næst ?

1:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Helt thu værir ordinn asni thegar eg så 10 åstædur fyrir ad bua EKKI å islandi. En svo kom 10 åstædur fyrir ad bua å islandi og thå varstu aftur bestur.
Island er best i heildina sed.
Jakob

10:00 f.h.  
Blogger Heidrun said...

hvad segirdu um Kanaryy bara? ..ekki hef eg enn fundid einn einasta galla a tessari paradisareyju og hef eg nu farid a hverju einasta ari i ad verda 10 ar. Koddu til kanary og eg skal syna ter ;)

11:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home