föstudagur, febrúar 24, 2006

FRIDAY.

Það sem tíminn líður hratt hérna. Enn og aftur kominn helgi, og hin varla enn búin.

Ég er enn að jafna mig eftir heimsóknina miklu. Maja mætti hér galvösk til að halda upp á afmælið sitt og til að samgleðjast henni þá kom Heiðrún úr Bretlandi og Anne úr Árósum. Fyrir vorum við gleðigjafarnir ég, Gugga og Björgvin. Það var náttla bara gaman alla þessa viku, sama hvort um skauta eða kaffihúsaferðir var að ræða. Rub-a-dub kvöldið kom líka sterkt inn, þar vorum við EINA fólkið af okkar litarhætti að mingla líkt og við værum innfædd.

Þið megið þó ekki halda að mar hafi misst úr skóla, hitt þó heldur. Er búinn að vera í hópavinnuverkefnum síðast liðnar 2 vikur og hefur það gengið líka svona vel. Ég fúnkera nú yfirleitt ekki vel í þeim aðstæðum enda frekur og þver með eindæmum en ég er farinn að temja mér nýja siði (og tróð mér líka í réttan hóp með aðalnördunum) þannig verkefnin voru bara líka svona skínandi fín.

Þannig hefur tíminn liðið, skóli á morgnanna og hitta svo "krúið" eftir skóla. Ef þetta væri nú alltaf svona gaman. Meira verður svo sem ekki skrifað um þessa heimsókn enda flest óprenthæft og ekki eftir hafandi en þannig er það nú yfirleitt þegar fleiri en 2 vitleysingjar koma saman (því þar er gaman!).

Í dag lauk kúrsinum sem er búinn að vera allan febrúar og þá hefst hinn "raunverulegi" skóli aftur með endalausum verkefnum, lystarleysi og andvökum. Sem er náttla bara gaman og fer helgin í það að taka til í skólanum til að vera tilbúinn eftir helgi. Þannig ekkert djamm núna.

En þið sem heima eruð, segið mér eitt. Er ég að heyra rétt að fólk sé farið að klæða sig eins og Silvía Nótt á djammninu? Það hlýtur nú að vera fyndin sjón. Það er líka bara kúl að hún hafi unnið þetta dæmi. Engin betri fulltrúi en hún. Allavega verður gaman að horfa í vor á þetta. Tinna mín ætlar meira segja að mæta á svæðið þannig þetta verður eitthvað mergjað.

En bless núna, legg ekki meira á ykkur í bili.

6 Comments:

Blogger addibinni said...

Kommon, er ég svona leiðinlegur? Hvað er þetta hérna eila. Ég þarf á fá mér teljara, stundum held ég að ég sé að tala við sjálfan mig hér!!!!

6:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

... and you are??

10:38 e.h.  
Blogger Heidrun said...

Tu ert liklega ad syna snilldartakta med Rub-a-dub crewinu nuna. Sunnudagskvold eru rub-a-dub kvold eins og vid vitum oll! Good luck, vona ad tu komist heilu og holdnu ut ur tessu to vid abyrga folkid seum ekki tarna til ad passa tig;)

12:13 f.h.  
Blogger Mæja tæja said...

I quote: "komum við ekki heim um eittleytið?"
Snilldarheimsókn sem verður seint toppuð. Hlakka strax til næsta hittings.
kveðja
Mæs a dub

4:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjelp..er að sækja um skólann þinn as we speak og gengur bara alltílagi..en hvernig sæki ég um háskólaíbúðir í köben..við hvern tala ég? Geturu hjálpað mér?

og ég dressa mig ekki upp sem silvia á djamminu...gæti trúað því að nanna rokk sé að spá í því hehe ;)

3:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég kíki allaf reglulega á síðuna, er ekki alveg nógu dugleg að kvitta :I Lofa betrun og bótum!! :)

Það er fullt af píum sem klæða sig upp í Silvíu-gervið um helgar, ég er samt ekki ein af þeim ;)En ég fór samt í kirkju í gær (ég veit!) og þá var ein lítil dama klædd sem Silvia Nótt, með gulllitaða skikkju og allan pakkann...mér fannst það jaðra við guðlast EN svo bað ein mamman orminn sinn um að þegja (margoft) þannig að hún hreppti vinninginn ;)

2:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home