mánudagur, janúar 09, 2006

Í háskóla er gaman.....

Nenni nú ekki að segja margt enda enginn að lesa. Allir enn í fríi nema ég!
Kom á miðvikudaginn og varð veikur sama dag og lá bara næstu daga. Missti af skólanum sem sagt í heila viku og er því að rembast eins og rjúpa við staur að komast í gegnum námsefnið.

Það var mjög næs heima um jólin, snéri við sólarhringnum reyndar og á í mesta basli við að rétta mig við aftur.

Allir þeir sem ég náði ekki að hitta biðst ég innilega velvirðingar og vona að það takist fljótlega. T.d. ef fólk sér sér fært að kigge paa besög her til Köben. Ég veit ekki einu sinni hvort ég slepp heim í páskafrí.

En annars frá fáu að deila nema hvað að hér er sól í dag og mér fannst eins og ég væri á Spáni en frosið horið á vanga mér kippti mér fljótlega úr þeim draumaheimi.

Med venlig hilsen,
Arnoldo

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home