mánudagur, desember 05, 2005

Ný mynd af mér og vinkonum mínum.



Jólin, jólin, aaaallstaðar, með jólagleði og gjafirnar.

Ég lifði af krítíkina á föstudag, þrátt fyrir svefnleysi, matarskort og yfirgnæfandi stress. Meira segja gekk mér bara mjög vel þannig ég verðlaunaði mig með óhófri bjórdrykkju alla helgina og kom ekkert í skólann báða dagana sem er í fyrsta skipti í mánuð.

Á föstudaginn var selfölgelig fredagsbar, og á minni deild þannig mar var aðeins að smakka og snakka! Ég var kominn á trúnó svona um 8 leytið (var senst altalandi dönsku á 5 bjór) og lýsti ánægju minni á samnemendum mínum og föðurlandi þeirra. Var mjög gaman náttúrulega.

Á laugardaginn var kíkt á strikið og reynt að sjúga í sig jólagleðina. Ég og Haukur tylltum okkur svo niður á kaffihús og viti menn, staðurinn var troðinn eins og allar búllur bæjarins þann daginn en ég rekst á frænda minn og flateyring Eirík Finn og hans frú. Eiki frændi er ástæðan fyrir því að Arnór litli er hér úti því hann er Sparisjóðstjórinn með stóru S-i. Það er nú ekki fyndið hvað þetta er lítill heimur.

Svo um kvöldið var strákakvöld heima hjá Björgivin því frúin var á konukvöldi með einhverjum mömmum. Þar var horft á Queen, Bowie, Neil Young og Simple Minds og mikið hlegið og skemmt sér, eða alveg þangað til að frúin á heimilinu kom heim og lét vita hver væri húsbóndinn! (Sorry Gugga en mar verður nú að segja frá svona!)

Svo í gær var að aðstoða við flutninga hér á milli kollegia. Maður er náttla allur af vilja gerður að hjálpa. Já já.

En nú eru bara innan við 2 vikur þangað til ég kem heim og hlakkar mig mikið til.

Það er að verða til plan. Heiðrún ætlar að sækja mig og við erum að fara í heimsókn til Magga og frúar í Kef, svo er bara partý hjá Önnunni um kvöldið. Er þetta annars ekki rétt skilið hjá mér?

Alla vega er við tölvuna út vikuna þannig ég missi ekki af neinu markverðu líkt og seinustu viku þegar ég sá ekki tölvu í viku.

m.v.h. fra Tuborg

9 Comments:

Blogger Heidrun said...

ja tad var otrulegt hvad Maeja var fljot ad taka lit i barcelona!! Hun er bara eins og svertingi! annars er tetta fin mynd af okkur tremenningunum.. tekin a strikinu er tad ekki? :)

5:34 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Þetta voru góðir tímar, en var þetta ekki tekið þegar við fórum í Spa-ið saman og fóru í gufuna.....
Mér var nú orðið svolítið heitt þarna inni, ekki alveg fyrir konur á breytingaskeiðinu að þvælast inn í svona eimböð.
Annars hef ég nú aðeins bætt á mig frá því þarna á myndinni, djöfull var maður í góðu formi í haust. Best ég reyni að labba alla vega fram á bað í dag.
bestu kveðjur frá Íslandi, þar sem við höfum blessunarlega ljósabekki í heimahúsum.
ciao ciao!

6:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nei nóri minn nú verð ég bara að leiðrétta þig; sko ég var bara svo syfjuð af öllu rauðvíninu og matnum sem ég var búin að troða í mig fyrr um kvöldið að ég sofnaði vært þó að þið væruð í næsta herbergi með allt í botni...það var ekki illa meint elskan!! þú veist að þú ert alltaf velkomin ;-)

7:25 e.h.  
Blogger addibinni said...

Ég veit eskan, ég varð bara aðeins stríða þér. Hvenær er julefrokost eða á að halda upp á afmælið hans Bó?

8:36 e.h.  
Blogger Heidrun said...

ég vil ekki heyra um nein veisluhöld þarna í danaveldi - geymið þetta bara þangað til þið komið til íslands og ekkert kjaftæði!

10:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá snilldar mynd! Er þetta ekki gaurinn úr little Britain þarna vinstra meginn. Hann minnir mig alltaf á nonna bergmann, reyndar ekki í þessu gervi. Allavega, pertý þann 17. des á íslandi! Já bara á öllu landinu, ha!

1:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Glæsileg mynd. Er einmitt á 3 þætti í nýrri seríu þar sem þessi stóra svarta kemur inn. Þetta er hinn gaurinn í Litle Brit.

1:24 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Seriously Arnór þessi mynd er viðbjóður, æli næstum þegar ég sé brjóstið á þessari hvítu, oj maður!

4:20 e.h.  
Blogger addibinni said...

Ég get ekki hætt að hugsa um að þetta séu þið eftir að Heiðrún impraði á því. Er farinn að sjá svip með ykkur bak við öll þessi kíló sem á þeim eru.

5:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home