miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Það er sól í dag!


Sól í sinni, sól hjarta -vertu inni, ekki kvarta.

Þennan litla ljóðbút samdi ég svona í stíl við stemmninguna hér. Er hérna inni að horfa á góða veðrið úti.

Það er margt búið að gerast núna síðan seinast. Til dæmis eru komnar inn nýjar myndir frá jólasnjónum sem kom á föstudag. Hér í Danaveldi er snjórinn fljótandi, rauður og í boði Tuborg. Á slaginu 20. 59 var ég(eins fyrirhyggjusamur og ég er) búinn að koma mér fyrir á ölstofu hér í bæ því þá hefst formlega salan á jólabjórnum. Nema hvað þeir gefa svona nokkur þúsund lítra til að kynna herlegheitin. Við fengum bara bjór eins og mjólk úr spena við undirleik fagurra jólasálma eins og jingle bells og lúffur svo okkur yrði nú ekki kalt á höndunum við að halda á mjöðinum. Svo kíktum við út á götu(Strikið)og þar stukkum við upp í jólalestina sem rúntaði með okkur hring og var afar örlát á ölið eins og Haukur sýnir hér.
En þetta var allt mjög gaman. Það var til dæmis mesta furða að Gunnar (sá rauðhærði á myndunum) gæti haldið á bjór því hann er með svo stutta putta út af einhverju sem ég man ekki.

Nema hvað svo kíkti hún Guðbjörg María mín í heimsókn en hún í lýðháskóla á Fjóni. Alltaf gaman að hitta góða vini. Nú eru ekki margir eftir að kíkja í heimsókn, en ég man að Rúnar og Laufey lofuðu að mæta þegar við hittumst um versló. Svo eru auðvitað allir velkomnir. Bara note, ef þið gistið hjá mér er rukkað í öli og nóg af því.

En nú verð ég að fara á fyrirlestur, er senst í námi ef þið vissuð ekki, þannig bara kveðjur út um heiminn. Endilega látið vita ef þið kíkið í heimsókn á síðunna, kan t.d. einhver að setja mynd á síðunna sem er ekki í pósti heldur svona til hliðar?

aligivel, adios

6 Comments:

Blogger Brynja said...

Ég verð nú að segja að ég væri nú frekar til í þennan jólasnjó sem þú ert að fá heldur en þennan sem er hér hjá okkur á klakanum ;)
Kveðja Brynja

8:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jeg verð víst að standa við loforð og kíkja í heimsókn. Hversu fljótlega get ég samt ekki lofað. Hafðu það gott. kv. Rúnar

4:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi Rúnar minn hafðu ekki áhyggjur, hann á eftir að vera þarna næstu 6 árin.
Heppin við! Hann er vel geymdur þarna úti ;-)

8:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vel geymdur hér í faðmi mínum!

11:04 e.h.  
Blogger Ásdís said...

ég mætti einmitt í jólabjórinn til Köben... það var stuð.....

5:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sakna þín Arnór! Komdu heim að kúra og horfa á lélega raunveruleikaþætti á Skjá einum!
Þín Jónasína Fanney

5:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home