fimmtudagur, október 27, 2005

Nýr dagur!


Jæja vinir nær og fjær.

Nú er kominn nýr dagur. Gærdagurinn var ekkert of auðveldur og þó maður hafi látið á öðru bera. Það var pínlegt að vera hér en geta ekki verið heima með fjölskyldu og vinum sem saman komu heima á Flateyri til að minnast atburðanna fyrir 10 árum.
Sat hér í skólanum skjöktandi fyrir framan tölvuna og horfið á Kastljós og Ísland í dag sem voru með beinar útsendingar að vestan sem og viðtöl við flateyringa.

Nú þar sem maður er enn svo meyr þá vil ég vera smá væminn hér í fyrsta sinn.

Mér var bara hugsað til allra vina og fjölsyldunnar þegar ég fór í kirkju í gær og hvernig maður tekur því öllu sjálfsögðu að þau séu til staðar. Ragna "frænka" sem missti sína elstu dóttur í flóðinu sagði að maður ætti að passa hvernig maður skilur við fólk og hvað maður segir því þú veist ekki hvort það sé í hinnsta sinn sem maður sjái viðkomandi.

Ég er nú blessunarlega það heppinn að eiga marga góða vini og kunningja en mætti, eins og þeir sem mig þekkja, vera duglegri að hafa samband. En það þýðir ekki að mér sé ekki oft hugsað til ykkar því það er reyndin og sakna ykkar allra svakalega mikið.

Því vil ég bara segja ykkur öllum hvað mér þykir vænt um ykkur og vona að þið hafið það sem allra best og vonast til að hitta sem flesta von bráðar. Til dæmis að skipuleggja góða kvöldstund saman rétt fyrir jól þegar allir hafa tíma.

Jæja, búinn að ryðja þessu úr mér, þetta verður nú vonandi ekki svona væmið hér eftir, nema tilefni gefi til.

Lifið heil kæru vinir og kærar kveðjur hér úr Köben.

p.s. Ein svona "væmin" vinamynd sem var tekin á góðri stund fylgir með.

9 Comments:

Blogger Mæja said...

oooooo músssímússsímússss elsku besti Nóri..

Það er baaara hollt að sýna tilfinningar sínar!! Hugsaði mikið til þín í gær þegar ég horfði á Kastljósið!!

Knús og kjass frá Mæju Ak ( margar mæjur til hehehe)

8:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir það kallinn. Við söknum þín sömuleiðis og það verður glaumur og gleði þegar þið útlendingarnir komið heim um jólin.

11:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég er sterk kona maður!!

Ég sakna þín alveg ótrúlega mikið, miklu meira heldur en ég hélt! Svo þykir mér líka alveg óendanlega vænt um þig, þó ég hvæsi stundum á þig..

Endalaust brjóstaknús elskan!

1:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Nóri minn :)Við vitum bæði að það er órjúfanlegur þráður á milli okkar þótt við séum ekki alltof dugleg að hafa samband :)

1:23 f.h.  
Blogger Heidrun said...

æ, hvað þú ert sætur:* miss you - kiss you !!

2:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er virkilega fallega sagt hjá þér arnór minn svona beint frá hjartanu, fékk næstum því kökk í hálsinn.
love you too!

8:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

elsku Nóri.
Knús og kossar frá Gúmu

8:48 f.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Knús til þín litli sæti kall, komdu nú heim bráðum svo ég geti knúsað þig í spað.
Þykir vænt um þig sömuleiðis (og geri þar með ráð fyrir því að ég hafi verið á meðal þeirra sem þér þykir vænt um...)
mússí múss

12:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elska þig elskan mín og hugsa til þín milljón sinnum á dag...

Eva María

4:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home