Jeg har fødelsesdag!!!!!
Já börnin góð, nóri litli er orðinn árinu eldri en hann var í gær. Ég taldi 3 ný skegghár, 1 hrukku(datt reyndar af um hádegið) og ég er ekki frá því að hárið sé að þynnast. Þannig þetta eru mínir last days of prime og leiðin liggur niður á við eftir þetta.
Nei, ég ætla nú ekki að vera neikvæður þennan góða dag því fram að þessu hefur hann verið mjög skemmtilegur og virðist ætla vera það áfram.
Þetta byrjaði klukkan 12 í nótt á slaginu að ég fékk afmælissöng á 4 tungumálum undir blikkandi ljósastaur, hjólaferð í körfu og skálaræðu frá fólki sem ég hef aldrei hitt á einhverjum hverfispöbb. Nú í morgun fékk ég líka þessu góðu afmælisgjöf frá Anne sem steikti beikon og hrærði egg, bakaði brauð og bauð okkur Hauki, Kristínu og Alexander að njóta út í garði. Þessu renndum við niður með súkkulaði og möndlukaffi frá Kaffitári sem var smá breyting frá soðna vatninu í skólanum sem þeir kalla kaffi.
Og nú er ég heima hjá höfðingjunum Guggu og Björgvin sem bökuðu súkkulaði köku handa drengnum og sörveruðu med mjólk og ekta rjóma. Nmmm
Og nú er verið að pína ofan í mig rauðvín og í tilefni dagsins ætla ég að gefa eftir. En bara í þetta sinn!!!!
Við ætlum að kíkja hvort það sé laust á Sticks´n´sushi, hef nota bene ALDREI látið ofan í mig hráan fisk en ég borða skötu og grásleppu þannig þetta getur nú ekki verið svo slæmt.
Adios, reynið að njóta dagsins án mín og hafið það gott sama hvar er þið eruð.
9 Comments:
Til hamingju með daginn elsku kúturinn:* Ég mundi gefa mikið fyrir að geta tekið þátt í hátíðahöldunum, þetta hljómar mjög vel:)
Njóttu dagsins og bið að heilsa
Til hamingju með afmælið litli minn. Sendi sýndarblóm, sýndarfaðmlag og sýndarkoss til þín allt í gegnum netið.
Gaman væri að geta komið í afmælispartí hjá þér.
kv. mæja
Til hamingju með afmælið Arnór;*
Til hamingju með afmælið á laugardaginn!!! Ég hugsaði mikið til þín en komst ekki í tölvu til þess að senda þér póst (sökum þynnku og almennrar vanlíðunar sem spratt út frá þynnkunni, kallast bömmer... er það ekki?) En allavega knús og kossar í tilefni dagsins og mundu að þú ert alltaf sætastur þrátt fyrir grá hár og hrukkur -sem má auðveldlega koma í veg fyrir með því einu að hætta að reykja... hhhmmmmm.... Hafðu það gott :)
Til hamingju með daginn um daginn elsku kallinn, gott að heyra að ljúfa lífið í Köben hefur ekki spillt þér! kv.Anna Lilja
Halló snúlli trúlli!! Tölvugúrúinn ég er búinn að reyna og reyna að kommenta á þig og aldrei getað, ekki skilið neitt í neinu (ljósa hárið að segja til sín!). En þú hlýtur að hafa fengið fallegu hugskeytin mín til þín :) Nú verður maður bara að gera sér ferð til denmark og kíkja á þetta kommúnulíf hjá þér.... jiii geggjað skelli mér í húsmæðraorlof, ég og Tinna :)Anyway Hjartanlega til hamingju með daginn gamli! kiss kiss og knús knús:)
Já ef þú hefur ekki fattað þá var þetta ég Soffía!!!! :)
Takk fyrir hlýjan hug í minn garð, kæru vinir. Ykkar er sárt saknað, þó mikið sé að gerast. Mér líst vel á þig Soffía mín ef þú dregur Tinnu með þér hingað. Ég fer með ykkur í Kristjanú. Þetta verður svona Aðþrengdar eiginkonur í útlöndum!!
Seint kemur kveðjan en kemur þó, til hamingju með daginn kútur!
Skrifa ummæli
<< Home