mánudagur, október 17, 2005

I´ve returned!

Jæja þá er minn snúinn heilu og höldnu aftur úr útlegðinni í Bretlandi. Þið fyrirgefið hvað það er langt síðan seinast en það hvort eð er les þetta enginn. Allavega kommenta bara hörðustu áhangendur. Þarf að fá teljara! Þið sem iðið í skinninu yfir að kommenta, setjið anonymos og skrifið stafa ruglið og vola! PlííííSSS!!!!

Nema hvað var senst í Bretlandi í námsferð mikilli. Þar sem arkitektúr heillar ykkur ekki verður lítið að honum komið en margt annað tók námsfús hugur minn inn og hér kemur lýsingin eftir besta minni.

Studytrip to England þýðir í handbók íslenskra lögfræðinema, stanslaust fyllerí á mismunandi stöðum og á mismunandi tímum dags, einstaka þynnka ef ekki nógu vel er haldið á drykkjunni og að lokum shopping spree í Topshop. England, lov it! (Ef þetta er ekki nógu góð ástæða til að sjá eftir að velja arkitektúr!)

Mæja er náttla bara fyndnust, og synd að leiðir okkar liggi ekki oftar saman.

Bretar eru ljótir framan af aldri, en eiga come back svona upp úr fertugu. NEma náttla þeir sem eru rauðhærðir og með freknur.(ca. 50 %)

Hún Heiðrún mín sem er náttla forkunna fögur er eins og rós í fífla beði. Eina samkeppnin er ekki ungar breskar menntaskóla píur heldur helst erlendir skiptinemar en þeir eru flestir boring og það verður seint sagt um okkur Íslendinga.

Þar sem ég er nú búinn að reyna bonda hér í Danmörku við land og þjóð í 6 vikur þá var batteríið búið þarna úti og reyndi sem minnst að kynnast innfæddum. Hékk á Heddu minni eins og mý á mykjuskán (Ok, kannski ekki besta lýsingin) og vinum hennar á Dormitoríinu hennar. Ég vil nú bara segja hér á prenti að langræknir fordómar mínir í garð fólks frá Nískalandi (Germany) voru hraktir þarna. Það var aktuelle (ATH þýska) splæst á mig af nískverja. I mean, WUNDERBAR. Das shöne aussicht, blaue himmel og allt það.

En ég vil bara þakka gestgjafa mínum henni Heiðrúnu kærlega fyrir höfðinglegar móttökur þennan stutta tíma að mér fannst. Heiðrún greyið hefur náttla talið þetta í mínútum, örmagna á athyglissýkinni í mér. Mar var náttla ekki lengi að gera sig heimakominn, skjótandi á fólk sem ég hafði hitt korteri fyrr og toppa með því að sturta bjór yfir gestgjafann. (Mis steig mig, IT HAPPENS!!)

En svo móðir mín fá nú ekki flog og láti opna nýju deildina á Vogi ári of snemma fyrir frumburðinn þá get ég glatt hana með því að ég er bara löngu vaxinn upp úr svona vitleysu. Ég er bannaður í Durham út af allt öðrum ástæðum en drykkju. Eitthvað um að það má ekki prófa að skjóta úr byssu inn á stað! Skil ekki. Ég sem spurði svo fallega.

En að öllu gamni slepptu var þetta meget sjovt, og mæli ég eindreigið með að fólk bregði sér af bæ og kíki til Drottingar í Englandi.

p.s. Allir verða að kaupa sér "Little Britain" dvd seríu 1 og 2 eða fá lánað hjá mér því þetta er það fyndnasta í heimi og nú kann ég alla brandaranna og vil geta fengið smá hlátur. I´m a laaadyyy..., I wan´t that one..., yeah I know..., I´m the only gay in the village..., Call me bubbles. darling...., Isn´t she pretty, very shaqable..., Is your nan really single?...,

ahhahahahhahahahahhhhhaaaahahhaha

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska breskan húmor svo ég verð að fá að horfa á þetta með þér við tækifæri :)

7:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki spurning að þetta eru svo miklir sniiilldarþættir hahahahaa

Úff heldurðu að ég hafi ekki "dottið" inn á Karó í gærkveldi og fór heim í svona líka góðum gír eftir nokkra öl og G&T tíhíhí varð nú hugsað til þín skransandi á nagladekkjahjólinu niður Gilið í fyrra sumar heheheh

Er semsagt spræk á AK og læt fara vel um mig í sófanum góða ;-)

Hilsen, Maria Skandali

1:46 e.h.  
Blogger addibinni said...

Ég verð nú bara gera mér ferð norður á Akureyri, með diskana í farteskinu og kíkja á Karó í góðra vina hópi!

4:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi finnst þér ég fyndinn elskan! Það er af því að þú hlærð að mér ekki með mér.....

5:38 e.h.  
Blogger Grétar Orri said...

Það er greinilega nóg að gera hjá artínemanum í Tuborg! Vonandi ertu farinn að skilja betur hvað aðrir eru að blaðra í tímum ;)

Ha det så bra!

4:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara ad låta thig vita ad eg fylgist med ther ur fjarska. Nånar tiltekid frå Frændthjodinni ha ha ha eg er ennthå ad hlæja af thessum rosalega brandara.
Jakob

10:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Yeeass I do ladies things..elska litle britain og á sko seríu uno og duo eða eh!! Brilliant húmor..

En já vonandi kemst ég inn í skólann til ykkar á næsta ári..cross my legs:) TopShop heillar mig ákaflega mikið en ekki jafn mikið og ljótir bretar..ljótasta fólk á jarðríki að mínu mati..mjög áhugavert!!

Gangi ykkur strákunum vel og ég er sko fastagestur á síðunni þinni..love it!!
kiss kiss, sólrún still in iðnó

12:18 f.h.  
Blogger Heidrun said...

bitty bitty...

2:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert nú pínu latur bloggari elskan, það verður nú bara að segjast...

En þú ert ennþá ótrúlega sexý og svalandi!

;)

9:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að allt fór vel þarna í Londres. Annars er ég ein þeirra sem kíkji hingað öðru hvoru án þess að kvitta fyrir mig....lofa að skrifa alltaf eitthvað bull hér eftir!!

1:12 e.h.  
Blogger Heidrun said...

skrifaðu krakki!

10:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja... fer nú ekki að koma tími á eins og einn pistil? Við bíðum spennt allstaðar í heiminum eftir að Nórinn æli einhverju út úr sér! Ég hef t.d. ekki getað mætt í skólann í vikud, ég bíð bara við tölvuna eftir pistli úr kóngsins..

10:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lil' Brit's the best:D
Kíki hingað við og við...

Kv. Thelma litla

1:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu alveg hættur ad skrifa...fardu bara ad låta Hauk skrifa ef thu nennir thessu ekki. bla bla bla bla bla......

Kannastu vid thetta væl? HA???

Kv. Jakob

10:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home