Spennufall!
Fyrst kom hér smá veðurfréttir. Las að heima væri stormur og rafmagnslaust!
Hér er vandamálið af öðrum toga, sólin getur gert mann blindan ef maður er ekki með sólgleraugu. Sjáið líka svo myndirnar. Þetta kemur út eins og ég sé kóngur á stalli og almúginn að líta upp til mín. Ekki beint þannig, og þó!
Eftir góðan afmælisdag á lau. tók alvara lífsins við, skila verkefni í morgun. Og það er alltaf meira en bara að skila einhverju af sér. Hver getur relate-að við að gera verk. sem þú skilur ekki alveg, skila því og vera ekki viss hvort það var rétt, og kynna það svo fyrir framan allan bekkin og 3 kennara á DÖNSKU! Neibb, þetta var my first time. En sem sagt það var í morgun sem ég mætti kl. hálf átta til að gera danskan teksta eftir 5 tíma svefn og 2 tímar í kynningu.
Ótrúlegt en satt þá var ég fyrstur og var bara alls ekkert svo slæmur, meina alls ekki góður, en heldur ekki al slæmur, og spennufallið þegar ég var búinn var ólýsanlegt.
Ég læt mynd fylgja með af verk. Þetta lítur ekki merkilega út, en ég lofa ég er í arkitektaskóla en ekki lýðháskóla fyrir origami. Þetta er grunnurinn að merkri byggingu framtíðarinnar. Bíðið bara.
p.s. kíkið á þessa slóð (ekki MAMMA)http://www.undertheorange.com/blogvideos.html
9 Comments:
Flott fondur, nommi litli!
Helló..long time no see..frétti að þú værir komin til kóngsins köben í skólann sem ég kemst vonandi inn í næsta vetur. Nanna gaf mér bloggið þitt annars hafði ég ekki clue! Brilliant síða hjá þér og þarf alveg endilega að fá msnið þitt..mitt er solruneggert@hotmail.com..verum í bandi og gangi þér vel:) kveðja frá iðnóclaninu
msnið er solruneggerts@hotmail.com
..hehe ;) gerði ekki alveg rétt!!
Hey sæti til hamingju með stór afmælið. Mér líst vel á byggingu framtíðarinar hún á eftir að rísa á Lækjargötu er alveg viss um það svona árið 2035 hehe. Bið að heilsa farðu svo að fara á msnið ég bíð spennt :)
Fáum við ekki að vita hvað þetta er???
En þetta er samt voða flott...
Enn eitt komment og svo er ég hætt í bili (JÁ MÉR LEIÐIST), er gengin í hóp öfgasinnaðra tölvugúrúa og er farin að blogga
blog.central.is/tinnamjoll
bless í bili arnór minn
Tetta er bara flott skutla hja ter..... Arnor hvernig flygur hun annars... hihi...
viiii - tad er ekkert langt tangad til tu kemur :)
Skrifa ummæli
<< Home