miðvikudagur, október 26, 2005

Minning



Í dag eru 10 ár frá því að mikið óveður lék minn heimabæ Flateyri. Við bræðurnir sváfum inni herbergi hjá mömmu því pabbi var á spítala fyrir sunnan og veðurhamurinn stóð upp á gluggana okkar. Um klukkan fimm um morgunin var hringt í mömmu og tilkynnt að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Það sem eftir gerðist vita svo flestir.

Ljóð Guðmundar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli í Bjarnardal, Önundarfirði sem hann orti eftir snjóflóðið á Flateyri 26. október 1995.

Við andvörpum hljóðlát en hugleiðim þó
hve höggið var mikið er byggðina sló.
Hún magnar sín áhrif svo orðlaus og sýr
sú allsherjar sorg er á Flateyri býr.

Og létt er að tárast á líðandi stund
og leita sem vinur á syrgjenda fund;
í harmanna tíbrá þau titra svo glöggt
þau tuttugu hjörtu sem brustu svo snöggt.

Við barnshjartað syrgjum er sviplega brast
og sjómannsins handtakið, öruggt og fast
og alla þá kosti sem fóru svo fljótt
í framhlaupi dauðans á skelfingarnótt.

Svo biðjum við Guð að hann gefi þann frið
sem græðir og líknar og una má við.
Og alþjóðar samúð sé sýnileg gjörð
í sorginni miklu við Önundarfjörð.

Guðmundur Ingi Kristjánsson f. 15. janúar 1907 d. 30. ágúst 2002

6 Comments:

Blogger Heidrun said...

Hugur minn er hjá þér í dag nommi litli:*

12:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Angasílið mitt... heitir straumar í gegnum sæstrenginn kúturinn minn!
Þetta er rosalega fallegt ljóð! Má ég ræna því og setja á síðuna mína?
Knús og kossar...

12:48 e.h.  
Blogger addibinni said...

Ja audda Fanney min. Goda hluti skal ut breida!

12:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg ætla ad kveikja å kerti i kvøld.
Mikid hrikalega er Gudmundur Ingi gott skåld.Eg er stoltur af thvi ad hafa verid någranni hans.

2:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jå thetta er eg Jakob frændi her fyrir ofan:)

2:27 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Ótrúlegt að það séu liðin 10 ár síðan þessar skelfingar dundu yfir.
Hafðu það gott í dag Arnór minn og alltaf.
kossar frá Mæju

3:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home