20 dagar þangað til ég kem heim!!!
Ég á mér ekkert líf. Ég var á laugardagskvöldi í skólanum til klukkan 1 um nótt. Í ha!
Reyndar var ég á tónleikum með Mugison á föstudagskvöld og þeir voru virkilega skemmtilegir og góð leið til að brjóta upp annars snautt líf upp á síðkastið. Ég er að fara skila 5 vikna verkefni á föstudaginn komanda og get varla beðið eftir því að eiga heila helgi í frí þar sem ég þarf ekki að hugsa um skólann né fara í hann.
Hér er allt að komast í jólagírinn en hann fer alveg framhjá nemendum í skólanum hér líkt og flestum skólum heimsins í dag. Ég jólabarnið sjálft er ekki einu sinni með nein jólalög og er að eipa því ég væri löngu búinn að blasta þeim ef ég þau ætti.
En í dag eru akkúrat 20 dagar þangað til ég kem heim og hlakka ég mjög til að hitta alla, vini og ættingja sem ég lítið verið í bandið við vegna anna. Svo koma líka útlendingarnir Heiðrún og Jakob heim á svipuðum tíma þannig það verður kátt í kotinu. Ég sakna íbúðarinnar minnar á skúlagötunni og Tinnu í sófanum alltaf heima þegar mar kom úr skólanum. Det var sjovt.
Við Jakob erum að pæla að fylla allar töskur af bjór fyrir helgihaldið því mjöðurinn er nú ekki beint billigur heima.
Hér með fylgir ein mynd úr London ferðinni minni. Eitt gott ráð, ekki nota einnota myndavél þegar á að taka stórar myndir. Þarna er ég í Eye og London, 100 metra upp í loftinu með útsýni yfir alla borgina og það átti að festa á filmu og ég fylgdi með til sönnunnar um að ég hefði verið þarna en það er nú ekki hægt að sjá á þessari mynd!
Svo lofa ég að hætta með þessar sjálfsmyndir. Málið er að myndirnar af því fólki sem ég þekki eru ekki hæfar til sýninga og varða við brot á höfundarrétti. Ég vil nú ekki verða lögsóttur.
En nú þarf ég bara að þrauka í viku í viðbót, mun líklegast ekkert komast á netið í bráð, þannig bið ég bara alla vel að lifa og njóta jólastemmningarinnar eftir fremsta megni því þetta er nú jú bara einu sinni á ári.
5 Comments:
Vei vei vei thad var talad um mig i skrifunum hans Arnors. Öll thid hin (sem arnor elskar ekki nogu mikid til ad nefna å nafn) In your face!! Og ekki gleyma Moij moen SOTA!
Jakob
Jakob... æææ.. up jors!!! ;)
En Arnór minn! Er búin í prófum 20. des... svo lítill tími til að hittast... og þó, maður getur alltaf skroppið á snælandvideo og fengið sér einn sveittann...
Kyss kyss,
Fanney fyrrverandi nágranni sem saknar þess að geta ekki kíkt út um gluggann og séð hvort þið Tinna séuð heima/vakandi... já ég njósnaði!
Sikk þú ert sikk... Fanney! ps var ég ekki flott á evuklæðunum???
Arnór, ég vil ATHYLGI!!!!!!!!!!
Hehehe.. þú ert nú meiri kúturinn! Ég get þó státað mig af því að þú ert búinn að birta mynd af MÉR, já MÉR, á heimasíðunni þinni.. og hvar var MBL.is þá? hvar var Vala Matt þá? Hvar var Mikael Torfa þá?
Nei, maður spyr sig...
Knús, sakna þín ormurinn þinn!!
Verðuru enn í Reykjavík 20.des.? þá er ég sko búin í prófum og þætti gaman að hitta kappann!
Skrifa ummæli
<< Home