laugardagur, nóvember 19, 2005

Nú verður sögð hugvekja.


Munið þegar var alltaf hugvekja í sjónvarpinu á sunnudögum eða hvenær það nú var. Mér fannst þessi líka guðspjallamynd minna mig á það, en í raun er hún ekki mjög guðleg enda tekin í kristjaníu.

Það er laugardagur og hvar er ég, jú í skólanum. Ég á líf mamma, ljúfa...eitthvað, búinn að gleyma þessu lagi en allavega þá er ég búinn að vera hér upp á hvern dag síðastliðnar 2 vikur. Og enn eru 2 vikur í skil. ííííhaaa. Ef einhver hefði sagt mér að þetta væri svona mikið erfiði hefði ég nú bara sleppt því að mæta. Djók. Er gaman, reyndar mjög, nema þegar mar er búinn að drekka oof mikið kaffi og orðinn hyper á sykri eins og síðasta færsla sýnir. Man varla eftir að hafa skrifað þetta, var í svo miklu móki og pirringskasti.

Hér í Tuborg (mamma hélt í alvöru að að eitthvað hverfi hér í Köben héti Tuborg og sagði ömmu og afa og fl. að ég væri kominn með fína íbúð í Tuborg. Var ekki sátt við mig þegar ég sprakk úr hlátri þegar misskilningurinn kom í ljós. En hún mútta er best þannig það er bannað að hlæja að þessu!!) en eins og fyrr segir þá er hér í Tuborg god vejr sol og bla himmel en ííííííísssskaaaallt. Mig dreymir föðurlandið hans afa hér á næturna því ég er gersamlega að frjósa. Og take note, það er ekki kominn vetur þannig það verður kaldara. Fyrir ykkur sem hafið áhuga á veðurkerfum þá stafar kuldinn af rakanum hér sem gerir u.þ.b. 7 gráðum kaldara veður en mælirinn segir til um. Vúbbdí dú. Þannig þegar Siggi stormur á stöð 2 segir, frændur vorir danir hafa það bara fínt með sól og 3 hita þá hugsið þið með ykkur ó nei Siggi minn ekki svo gott!

EN að alvarlegri málum. Ég er búinn að kaupa flugfar heim. Ég kem laugardaginn 17 des kl hálf fjögur. Hver ætlar að sækja mig, hver er enn í bænum til að hitta mig, eru þið búin í prófum, getum við gert eitthvað þetta kvöld eller hvad????? Ég flýg svo vestur til familíunnar miðvikurdaginn 21. des þannig það verður fjör í nokkra daga áður, djók, það verður líka gaman þá.



En já er á leiðinni eftir akkúrat mánuð, byrjið að telja niður. Þið eigið eftir að fá nóg af mér því ég verð ofaní ykkur þessa daga sem ég er, so prepare.

Með myndasíðuna þá er hún eitthvað klikk, þannig ég er að gera nýja í þessum töluðu. Verður vonandi up and running soon. Nóg er af myndunum.

Man ekki meira í bili þannig barasta bless þangað til næst. Þið sem vikjið hitta mig og hafa ofan af mér komment plís eller mail me.

12 Comments:

Blogger Mæja tæja said...

Hvað varstu að gera í Cristianu?
Var ég ekki búin að banna þér að fara þangað??

8:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Helú! Ég klára prófin 15. des, fer suður fljótlega eftir það. Við verðum bara að hittast.. ég er á fullu í að gera Einar Berg að jólabarni.. en einhvern kemst maður ekki í fílinginn nema að hitta og drekka kakó með the ultimate jólabarninu Arnór :)

10:14 e.h.  
Blogger addibinni said...

Sorrý Maja lofa, fer aldrei aftur! Og Soffía ég skal færa ykkur jólin með söngvum og jólagleði. Must að mödes!

12:47 e.h.  
Blogger Kolbrun said...

æi þú ert svo hugljúfur Arnór. Það runnu tár niður rjóðar kinnar mínar þegar ég sá þessa mynd af þér!

3:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Anna var að pæla í partý 17. þannig að þú verður að vera til um leið og þú lendir

8:38 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Arnór gaman að sjá hvernig þú ert að reyna að innleiða dönskuslettur aftur inn í íslenskt mál, eins þótti svo svalt á fyrri hluta 20.aldarinnar.
Þá notuðu menn ekki enskuna til að vera cool, heldur dönsku.
Þú hefur alltaf verið langt á eftir þinni samtíð, elsku kallinn minn.

9:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey ert þú addi binni sem var að vinna á Mónó??
Alla vega þú varst frábær útvarpsmaður!!
lov ya!

12:47 e.h.  
Blogger Mæja said...

Nóri minn!! Ekki hlusta á þetta að það megi ekki fara í Christianíu... mér fannst magnað að fara þangað í ágúst.. litríkt líf þar.. en það má bara fylgjast með, ekki fá sér nema bjór hehehe og passa að villast ekki í dimmunni (það gerði ég nefnilega tíhí)

skondrumst saman einhvern tímann..

Hilsen fra kongelige Akureyri

5:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Arnór! Rambaði einhvern veginn inn á síðuna þína, og er alveg svakalega glöð að hafa "fundið" þig! :) Vissi ekki að þú værir fluttur til Köben, og komin í skóla!!! Gaman að gengur vel hjá þér og svona :) Vildi samt að ég hefði séð síðuna þína fyrir viku síðan því ég var að koma frá Köben á sunnud. og það hefði verið gaman að heimsækja þig. En mig langar svakalega að hitta þig þegar þú kemur heim :)
Fann ekki e-mailið þitt þannig að ég gat ekki sent þér póst, en endilega vertu í bandi þegar þú kemur heim :)
Kv. Jóhanna

12:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey Nóri jólabarn! Ég er búinn 17. des í prófum, verð s.s. að læra undir próf á afmælinu mínu enn eina ferðina. Eníhú, væri til í að gera eitthvað partývæs þá. Við fögnum öll komu jólasveinsins! :)

11:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Núna kann ég að kommenta!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! vei :)

5:20 e.h.  
Blogger Heidrun said...

þetta var nú víst ég sem commentaði þarna rétt áðan og augljóst að einhverjir drengir hafa verið að nota tölvuna mína á meðan ég skrapp út! ...hmmm

3:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home