þriðjudagur, desember 13, 2005

Björgólfur who!!

Ég var að skoða stöðuna á krítarkortinu mínu og þar er gefin upp heildar eyðsla á árinu. Það mætti halda að ég væri peningamaður mikill því ég er búinn að eyða milljón. Og þetta er bara kreditkortið. Launin koma inn á debetkortið í Sparisjóðnum og yfirdrátturinn er á KB kortinu og svo koma námslánin einhversstaðar í bakið á mér. Svo til að toppa allt þá er ég að sækja um nýtt kort hér í Danaveldi til að vera gjaldgengur í verslunum hér. Hvar endar þetta eila ég spyr? Á þetta að vera leyfilegt að fjármálaheftur einstaklingur geti haft úr svona fé að moða? Ekki veit ég hvar þetta endar en þegar ég verð settur í skuldafangelsi skrifið mér endilega. Ég gæti reyndar skipt um flokk sem bankastofnanirnar eru hliðhollari og þetta gleymist kannski. Veit ekki.

Annars er honum Bó Guggu óskað innilega til hamingju með 25 ára afmælið sem er í dag. Er einmitt að fara núna í jólaglögg og eplaskífur til þeirra myndarhjóna núna og vona ég sleppi vel úr glögginu.

p.s. Á Rúnar ekki afmæli 15 des? Eða var það 11? Ég er geðveikt að reyna taka mig á í þessum afmælisdögum sem ég gleymi alltaf og er mesta furða að ég sé ekki búinn að hrekja frá mér alla vini og vandamenn.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég ætla að skjóta á 16.des sem afmælisdag Rúnars, hvort sem það er rétt eða ekki! Hlakka til að sjá þig eftir nokkra daga, kv. Anna Lilja

2:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er rétt hjá Önnu það er 16. des! Ah, Arnór þú varst samt nálægt því. Hlakka til að sjá ykkur öll á lau.

2:21 e.h.  
Blogger addibinni said...

Jæja, reyni að muna það og minnist á það hér á alnetinu ef ég hef tíma á fös. Annars get ég ekki beðið eftir lau, og vona ég að þið séuð öll jafn skemmtileg því ef ekki þá fer ég beinustu leið tilbaka. Svo megum við ekki gleyma maju litlu sem við ætlum að hitta 20 des og fagna próflokum með.

2:53 e.h.  
Blogger Mæja said...

Jah Nóri minn, það er ótrúlegt hvað maður getur eytt miklum peningum, án þess að eiga peninga og komist upp með það allt saman!!!
Hittumst líklega í skuldafangelsinu hehehe eða kannski eitt sumarið enn á le hotel til að sýna smá viðleitni fyrir peningakallana hehe

Þú verður og ég meina verður að heilsa upp á skíðanemann minn þegar þú lendir á skerinu og kannski gefa henni Canasta cream til að fagna með henni... losnar úr gifsinu á föstudaginn ;-)

Hlakka til að heyra frá þér, kv Maria Scandali

4:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home