Allt er nú jól
Ég ætlaði að googla fallega jólamynd hérna fyrir bloggið og skrifaði jól í leitargluggann. Þetta fékk ég. Ekki beint svona my idea of christmas en ef þau eru ánægð skiluru, þá bara fínt. Hún heitir reynar Jolanda þannig það gæti hafa ruglað blessað googlið.
Það er helst að frétta úr mínu viðburðarríka lífi að ég nennti ekki að gera neitt á mánudaginn í skólanum eftir að hafa verið sveittur vikurnar á undan. Því eyddi ég heilum degi í að hanga á netinu og skoðaði sumar síðurnar 3 svar.
Svo þegar ég fann ekki fleiri síður ákvað ég að gera svoldið sem ég meðvitað hafði áður ákveðið að sleppa. Ég niðurhlóð MSN.
Og ég er að segja ykkur, ný veröld gersamlega opnaðist fyrir mér! Ég trúi ekki að ég hafi ekki haft þetta allann tímann hér úti. Þetta er snilld og ógeðslega gaman. Ég er að breytast í gelgjuna sem hékk á irkinu á Flateyri og talaði við krakkana í næsta húsi. Maður er líka hitta alla þarna inni. Ég var með einhvern mótþróa út af þessu vegna tímaeyðslu en fokk it, skiluru, friends are worth it.
Ég reyndar eyði núna svona góðum 4-5 tímum á netinu núna af 7 tíma vinnudegi en hver er að telja!
Svo til að toppa gleðina þá hef ég hlustað ég á íslenskt útvarp í gegnum netið til að fá jólafílinginn.
Ég er orðinn svo DIGITAL. ÞAð mætti kalla mig Adda digital eða Digitadda. Eða... bara ekki.
En nú er bara rúm vika í heimkomu. Ég veit ekki hvort ég sé eitthvað búinn að mikla fyrir mér landið fagra en er ekki alveg örugglega jólasnjór, en ekki á kafi, hiti rétt yfir frostmarki, stilla, mikið af jólaljósum, fólk út á götum í jólafíling sem heilsar upp á vegfarendur, jólalögin óma í fjöllunum og mikið af konfekti og smákökum?
Það verður allavega þannig þegar ég kem. Heiðrún var reyndar að dömpa mér fyrir annan gaur, en hann er nú ekki mikið síðri en ég þannig þetta fyrirgefst. En ég verð soldið slompaður þegar ég lendi, ætla byrja á strikinu um morguninn og verð helvíti skemmtilegur í vélinni þannig ég gæti farið að dala við útganginn á Leifsstöð. Bara ef ykkur leiðist og eigið bíl.
En gangi ykkur vel í prófalestri og verkefna vinnu.
Sendi baráttu og lærdómskveðjur til allra,
kv.Digitaddi
11 Comments:
Hey Nóri... á ég ekki bara að koma með flugrútunni??? þá get ég verið á staðnum og á bíl :) og það getur verið gaman á leiðinni heim, þú pissefull og ég skyhigh á bílveikistöflum :)
Hljómar vel. Við verðum flott saman.
:) Sneddý! Segjum það, ég kem með flugrútunni og tek á móti þér með brosi á vör og gleði í hjarta...
Er mér óhætt að gera ráð fyrir að þú þvælist eitthvað vestur á firði? Það væri nú ekki amalegt að hittast í hambó á flateyri einhvertíma á meðan við prýðum bæði blessaðan kjálkann..
Nú audda kemur mar á kjálkann
Verð þar eila allan tímann. Það væri nú ekki óvitlaust að fá sér einn sveittan í sjoppunni í góðum félagsskap!
mér finnst þú blogga svo sjaldan. Sem betur fer eru þessar færslur skemmtilegar, því aumingja ég er svo löt að læra að ég þarf að lesa þær allvaega 8 sinnum.
Hurru -kenar lendiru????
Eru seldir hamborgarar á Flateyri?
Tinna, ég held ég lendi hálf fjögur your time. Og Fanney, hvurslags spörgsmal er þetta. Selfölgelig eru seldir burgerar á Flateyri. LÍKA PIZZUR. Ég veit sosum ekki hvernig þetta er þarna í Ólafsgerði eða nú hvað það heitir sem þú býrð!
He he arnor er ekki bara nybuid ad opna Esso sjoppuna aftur? I einhvern tima var ekki hægt ad kaupa svo mikid sem eina franska kartøflu å Flateyri. En hvad er eg ad segja thetta eg er nu her um bil lika frå thessum stad. GO flateyri!!!!
Jakob litli
Blogg man!!!! Ég er í prófum og ég þarf á skemmtilegum frásögnum þínum að halda.
Skrifa ummæli
<< Home