mánudagur, desember 12, 2005

Lýst er eftir þessum manni!


Þessi mynd er, ef vel hefur tekist til, af mér. Við arkitektanemar fengum það viðamikla verkefni að teikna mynd af okkur sjálfum fyrir teiknitíma.

Og þar sem ég er mjög sjálfhverfur maður fannst mér ekki leiðinlegt að horfa á mig sjálfan í marga klukkutíma og stúdera hverja hrukku, skekkju og skugga og koma á blað. Þar að auki er ég með króníska þörf á að vera EKKI eins og allir hinir og gerði því ekki þessa venjulegu (glötuðu) portrett mynd sem lætur mann líta vel út.
Nei, fann eina þar sem ég var aeins í glasi að leika Steve Wonder, sem by the way ég næ mjög vel.

Svo eyddi ég lunganu úr björtum og hlýjum sunnudegi inni að krota mig niður á blaðsörk og ég þarf ekki að taka fram að hvergi annarstaðar vildi ég vera en akkúrat þar!
Þar sem maður er nú ókvæntur og barnlaus (tek ekki gríslingana í Guate með því þar borgar mar ekki meðlag:-) ) þá getur öll athygli mín, ástúð og umhyggja beinst að einum manni, mér sjálfum. Og nýt ég þess náttla í botn, allavega þangað til ég pipra og bý einn í blokk í reykmettaðri íbúð með dauðan páfagauk á bak við sófa. En þangað til er ég the one í mínu lífi.

En þar sem ég lofaði hér á þessari síðu fyrir einhverju síðan að birta ekki fleiri sjálfsmyndir var ég í vafa með þessa, en nauðsyn brýtur lög því hvað haldiði að hafi gerst.

Ég mæti í teiknitíma í dag búinn að læra heima (góð tilfinning, mæli með að allir prófi svona einu sinni) og hengi upp afraksturinn líkt og venja er. Svo hangir myndin uppi ásamt hinum, sko ekki bara mín, þangað til við tökum þær niður að tíma loknum og förum heim.

Nú það er skemmst frá því að segja, já eða ekki þar sem ég er mjööög langorður maður, að við erum að teikna módel. Í heimi listamannsins þá er módel ekki módel nema nakið sé. Það hafa verið konur á blómaskeiði sínu seinustu skipti og í dag var komið að karlmódeli. Var búinn að heyra tröllasögur að það væri skinny svartur gaur. Nú fyrir ykkur sem ekki teiknið nakið fólk á reglulegum basis þá er mun erfiðara að teikna grannt fólk því það vantar allar mjúkar línur og svart fólk, já þá eila sér maður bara ekki skuggana þannig þetta verður svona eins og eitt stórt skitufar. Engir fordómar hér, meina það er bara erfitt að skyggja teikningu sem fyrir er kolsvört.

En þetta vandamál þurfti ekki að hrjá mig því að 65 ára teiknikennarinn minn vippaði sér bara úr og pósaði með signu rasskinnarnar sínar í 3 tíma. Þeir eru svo liberal hérna úti. Og á undan sinni samtíð. Gaurinn var með allt rakað, og þegar ég segi rakað þá meina ég allt fyrir neðan nafla og ofan hné. Persónulega hefði ég hreinsað aðeins af bakinu fyrst en each to it´s own. Þannig núna á ég 20 myndir af manni sem er ekki alveg lengur á blómaskeiðinu sínu og er ég betri maður eftir.

En nú kemur að pointinu með þessu bloggi. Þegar ég fór að taka myndina mína niður af veggnum í lok tíma var hún ekki þar. Allar hinar en ekki mín. Að sjálfsögðu hugsaði ég með mér að hún hefði verið svo góð að hún hafi verið send í eftirprentun fyrir fleiri til að njóta og spurði kennarann. Hann by the way bara á vappinu á adamsklæðunum, en ekki kannaðist hann við það. Spurði bekkjarfélagana hvort þeir hefðu verið að stríða mér eða bara kippt henni niður af góðmennsku einni saman en svo var ekki.

Þannig það er einhver leyndur aðdáandi eða sækópatti sem þessa stundina er með myndina mína uppi á vegg að dást að eða að henda pílum í hana. Og ég er engu nær. Það er úr 40 manns að velja og ég veit ekki hverjum skal beina spjótum að. Og mér líður bara alls ekkert nógu vel með þessa tilhugsun.

Svona er líf arkitektsins snúið. Á ég að vera ánægður með að minni mynd var stolið eða hringja í lögguna og lýsa yfir áhyggjum mínum að ég eigi stalker. Hvað skal gera?

En 5 dagar í heimkomu og gleðst yfir því á sama tíma sem ég stressast yfir að klára öll verkefni.

Læt þessum langa pistli lokið, góðar vinnustundir kæru vinir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

,,Nú það er skemmst frá því að segja, já eða ekki þar sem ég er mjööög langorður maður...'' REALLY!
Góður pistill annars og töff mynd,
bara alveg eins og Stíví Vonder!
Mæli með því að þú rannsakir þennan þjófnað svo þú getir fengið módelmyndina þína af miðaldra nakta kennaranum þínum aftur.

10:03 e.h.  
Blogger addibinni said...

Nei þú skilur ekki Rúnar, Steve Wonder myndinni minni af MÉR var stolið! Átti bara mynd svona digitalt af henni. Það er creepy að stela sjálfsmynd af öðrum.

10:49 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

HA var myndinni af þér stolið? Ég hélt að myndinni af kennaranum á tittlingnum hefði verið stolið, annars væri ég alveg til í að fá afrit af þeirri mynd ;-)
Það eru nú svolítið creepy gaurarnir sem þú ert að hanga með þarna úti, tékkaðu inni í skáp hjá Hauki, kannski er hann farinn að kvíða fyrir að vera án þín um jólin????

1:10 f.h.  
Blogger Heidrun said...

lol!

3:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home