fimmtudagur, desember 15, 2005

aaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrg!!!!!!!!!

Ég er ógeðslega pirrraður, illa þreyttur og vil bara fara heim að sofa. En þar sem ég er að fara skila verkefni klukkan hálf þrjú á morgun lítur allt út fyrir að ég verði hér í alla nótt. Klukkan er núna hálf tíu og ég ég búinn að vera hér í 12 tíma. Þetta gengur virkilega hægt og enn hægar sem maður verður þreyttari og þarafleiðandi pirraðari.

En nú eftir klukkan þrjú á morgun er ég kominn í jólafrí og á bara eftir að þvo þvott, ganga frá öllu dótinu í skólanum, taka til heima, pakka niður, kaupa jólagjafir og sofa svona helst fyrir flugið sem er um 12 leytið á laugardag. En djöfull skal ég vera í stuði þá mar. Ég lognast út af í vélinni ef fer sem horfir.

En allir þeir sem eru á fullu í prófum og verkefnaskilum, búnir að missa sjónir á frelsinu, drukkandi í eigin volæði, sendi ég samúðarkveðjur og von um betri tíð með blóm í haga.

Lifi frelsið. lifi byltingin!

4 Comments:

Blogger Mæja tæja said...

You can do it honey! Berjast!!!!!! koma svoooooo!!!!!
sjáumst sugar!
kv. frá Mæju hdl.

9:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lifi ljósið! ;)

11:28 f.h.  
Blogger Heidrun said...

...bara nokkrir klukkutímar eftir kappi og þá skal ég gefa þér þrefaldan romm í kók ;)

12:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hefuru þá ekki tíma fyrir einn jólaøl með mér i aften??? :(

2:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home