föstudagur, desember 16, 2005

Jiiiiiibbbýýý!

Ég er kominn í jólafrí. Innan við 24 tímar þangað til ég fer í flug, og akkúrat sólahringur í að ég lendi. Var að í skólanum til klukkan hálfátta í morgun þegar ég fór heim og lagði mig í 3 tíma. Krítík var svo klukkan hálf þrjú og gekk bara furðu vel. Þannig nú er bara að taka sig saman í andlitinu og fara vinna í að pakka niður.

Gugga mín, ég er svoooo til í öl i aften, þó það væru ekki nema tíu. Heiðrún, bíð spenntur eftir cuba librenum, manstu bara smá lime út í. Soffía, ljósið lifir ótrúlegt en satt og Maja ég þrjóskaðist bara í gegnum nóttina og vann vel.

Svo á heiðursmaðurinn Rúnni Gunn, Rúnar varaform, Ranúr eða mitt uppáhald Runkitz ammæli í dag. Ungfrú Snæfells-og Hnappadalssýsla er 23 ára í dag og er hér með óskað innilega til hamingju með daginn og hlakka til að sjá kappann í essinu sínu á morgun.

Þetta mun verða seinasta færslan úr Danaveldi í bili, næsta stopp ICELAND!

Lifið heil.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

tíu öl eða tíu dropar??
og til hamingju með afmælið rúnar!

5:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ferðu með icelandair eða express?

7:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heja pjakkur,

kemst engan veginn að ná í þig með flugrútunni... vona að þú sjáir þetta áður en þú ferð af stað! En tek á móti þér á BSÍ (my second home...)

-hlakka mikið til að sjá þig

7:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey! ég er sá eini sem fær ekki komment!
Skrifa það bara sjálfur..."og Atli, djö hlakkar mig til að hella í mig með þér. Lífið verður ekki betra en sötra öl með hinum eina sanna Atla!"

8:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þakka fyrir afmæliskveðjuna addinn minn. Já það er óhætt að segja að maður hafi nokkur nickname! En djöfull var þetta svakalegt djamm! Svaf bara í 3 tíma í morgun og áttaði mig á því að við vorum á djamminu frá 9 um kvöldið til 8 um morgunin, sem eru 11 tímar. Maður er geinilega ekki svo gamall, ekki miðað við þetta úthald, ha!

7:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Arnór Brynjar þú ert bestur eins og alltaf. Kv. Rakel frænka

7:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home