Christian Valdemar Henri John
Já það er sko allt á öðrum endanum í danaveldi þessa daganna.
Hér er aftakaveður og liggja niðri flug og lestarsamgöngur, lokað yfir brúnnar til Svíþjóðar, fólk beðið um að fara ekki út að óþörfu og svo toppaði fyrirsögnin í Berlingske allt: "Snjór, gaman fyrir litla fólkið en STÓR hættulegur".
Þetta kemur vitlausum íslending doldið spánskt fyrir sjónir þar sem það er bara 10 cm snjólag. Og það var enginn stormur bara jólasnjór, en samt er allt í klessu.
Verðandi konungur okkar dana var að skíra frumburðinn í beinni áðan, nafnið fékk að vera í fyrirsögninni, og er ekki þverfótað fyrir konungbornum höfðingjum í bænum.
"Aftaka veðrið" setti samt strik í reikninginn þegar norska konge familien gat ekki flogið í gær og þurfti að eyða heilum 6 tímum í lest til að koma niðreftir. Það sem á þetta lið er lagt.
Hér keyra strætóar um með fána og bláar blöðrur, fólk fjölmennir niðrað kirkjunni til að veifa, (hefði sosum skellt mér, Frikki bauð mér, en skólinn gengur fyrir!), og svo er stanslaus 19 klst. bein útsending á Rúv hér sem byrjaði 7 í morgun. Missti aðeins þarna framan af en kom sterkur inn í faðir vorið uppúr ellefu. Svo þegar athöfninni lauk var klukkutíma eytt í að horfa á bílanna keyra frá kirkjunni niðrí höll. Danska hofið á sem sagt 3 Merzedes 900, 2 gamla Daymler, 1 60 ára Rolls, 5 Volvo limmóa og leigðu svo nokkra Peugota (Pusjóa). Bara svona ef þið voruð að velta því fyrir ykkur hvernig þau voru ferjuð á milli staða. Svo til að snúa á terorristana þá var ekki gefin upp ökuleiðin í kirkjunna sem er gott og gilt, nema það eru bara TVÆR leiðir til að fara. Hver sér við því?
4 Comments:
hej smukke
I don't really understand everything here, but I take it that you have some issues with our monaki...
en mikið voru nöfnin 14 falleg sem barnið fékk ... lifi konungsfjölskyldan
Heyr heyr:)
-Inga litla systir:P
dauður?
Skrifa ummæli
<< Home