mánudagur, febrúar 06, 2006

Back from the dead!

Jæja minn er aftur mættur á alnetið eftir smá hlé.

Er bara lítið búinn að komast í tölvur upp á síðkastið vegna anna og nú síðast veikinda.

Er sem sagt bara á kursum þennan mánuðinn og krefst slíkt þvílíks aga, mæta ALLTAF klukkan 9 OG halda sér vakandi á honum.

Við íslendingar hér úti sem og aðrir erum orðin nett hrædd við terrorista árásir á okkar fögru borg eftir öll lætin út af þessum blessuðu teikningum. Þetta er á öllum stöðvum allan daginn, mótmæli, brennd sendiráð og svo það besta , 6 ára skólabörn í Palestínu að hóta dönum lífláti. Gott skólakerfi það.

Einhver sagði að maður ætti ekki að láta terroristana stjórna sínu lífi og það á alveg rétt á sér en ég met lífið það mikið að ég er ekkert að nota lestarnar og strætóana eða vera niðrí bæ að óþörfu, enda hef ég ekkert þangað að sækja.

En að öðru og enn meira ógeðfelldara. Ég kíkti í pönnsur til Guggu og Bó nú um helgina og ekkert nema gott um það að segja. Vinkona Guggu sem á 3 mánaða ungbarn var þar líka. Ég verandi barnagæla mikil fannst það nú ekki leiðinlegt og mærði þennan mæta strák mikið, hvað hann væri nú stór og myndarlegur og allt þetta rugl sem maður segir við ungabörn. Nema kemur í ljós að blessaður drengurinn reyndist vera stúlka (ég meina honest mistake, sérstaklega á þessum aldri) nema hvað hann/hún var klædd/ur í bleik föt frá toppi til táar sem hefði nú átt að gefa einhver merki um kynferðið. Ekki nema að foreldrarnir vilji ekki ala gemlingin upp eftir einhverjum stöðluðum kyn ímyndum og séu að fokka upp öllum þekktum gildum og viðmiðunum í barnauppeldi. En sú reyndist ekki raunin þar sem blessað barnið á kaþólskan föður og sú kirkja er nú ekki þekkt fyrir að gefa eftir gömul og góð gildi.
(Ein spurning fyrir ykkur að pæla í. Er orðið Latino fordómar. Ég sagði við litla kút þegar mamman sá ekki til að hann yrði latino höstler sem myndi gera það gott hér í Danmörku þegar hann yrði eldri en Gugga sussaði bara á mig. Bætti reyndar þá við að hann væri hún!)

Gaman að bæta því við að barnanginn heitir Helga María líkt og góðvinkona vor sem er á leið til Köben að fagna aldrinum.

En nú kemur að því ógeðfellda sem var minnst á fyrir nokkrum málsgreinum síðan. Eftir pönnuköku átið sátum við Gugga og Bó að spjalli. Ákváðum að fara og kaupa nokkra Tuborg til að sötra, úr sjoppunni á kolleginu. Það er svo sem ekki saga til að segja frá en við sitjum þarna agndofa yfir fréttunum af mótmælum og brenndum sendiráðum þegar Björgvin gefur frá sér einhver skryngileg hljóð. Haldiði ekki að ofan í Tuborg flöskunni hans hafi leynst lítill plastpoki, svona zip lock og eitthvað HVÍTT inni í honum. Manngreyið var nú sem betur fer bara búinn að taka þrjá sopa en kannski er hann með lifrarbólgu C eða eitthvað.
Við tókum myndir af þessu ofan í flöskunni og síðan dró Gugga fram krufningasettið sitt (hún geymir það í hnífapara skúffunni!) og við drógum pokann upp. Allt var myndað og nú er bara að hafa samband við Séð og Heyrt, neytendasamtökin og Tuborg og heimta milljónir. Það væri fínt að fá góð ráð frá ykkur sem eruð að nema lögfræði. Þetta var ógeðslegt.

Ég hef frá nóg fleiru að segja en þetta er nú orðið ansi langt og svo fólk nenni nú að lesa mig í framtíðinni þá læt ég þetta gott heita í dag.

Það er stormur úti og -3 gráður. Heima er víst sól og blíða. Remind me why I moved!?!

4 Comments:

Blogger Mæja tæja said...

Ég þori varla að koma útaf trylltum Múhameðstrúarmönnum. Shit hvað þetta er óhugnarlegt, þeir virðast leita að ástæðum til að ráðast á okkur "spilltu"Vestrænu ríkin.
Hvar endar þetta eiginlega?

5:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Björgvin verður ríkur!!!
Eða allaveg fær hann mikið af bjór.
Ég held að besta ráðið til að vera "safe" sé að kaupa bol með Ameríska fánanum og þykjast vera frá Texas. Þá ráðast þeir pottþétt ekki á ykkur, alltof uppteknir af villitrúar Evrópubúunum.

7:06 e.h.  
Blogger Heidrun said...

þú ert met arnór - algjört met!!

2:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahaha... ég held hreinlega að þú sért alltof einstakur!

5:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home