Sól í sinni sól í hjarta
Ég er eitthvað svo glaður í hjartanu í dag því það er sól úti. Þannig ég rauk til og skellti einni mynd af mér með óperuna í baksýn. Þetta sýnir hvað mér líður vel. Ef að öllum liði jafn vel og mér, ha!
Annars fátt markvert í manns lífi, enda á ég mér ekkert slíkt. Bara skóli skóli, borða sofa.
Reyndar fjárfesti ég mér í inni loftneti fyrir 14" plasmasjónvarpið mitt (reyndar fermingargjöfin hennar Guggu en það er önnur saga) nema hvað blessað loftnetið er svo stórt og svo ljótt að ég skammast mín fyrir að nota það. Þetta mega apparat er með tveimur útdraganlegum stöngum, svona basic, nema í miðjunni kemur svona stærðarinna úti loftnet. Loftnetið er svona 10 sinnum stærra en blessað sjónvarpið, sem mótmælti vegna minnimáttarkenndar og vildi ekki kveikja á sér í byrjun.
Þetta fyllir út allt herbergið mitt þannig ég tek limbó æfingar til að komast á klósettið, lenti reyndar í smá óhappi þegar bert hold handleggjar míns snerti aðra geislavirku stöngina og nú er ég með svöðu sár og hendi í fatla. Og til marks um gæði þessa tækis þá næ ég ekki neinum dönskum stöðvum en hinsvegar er stöð 2 og skjár 1 í hárri upplausn í fermingargjöfinni.
En ég passa mig á því að felaða þegar gesti ber að garði og frekar svara ég ekki en láta annað fólk bera ferlíkið augum.
Á maður sér viðreisnar von, ég bara spyr?
13 Comments:
Ég ætla bara að vera fyrst að kommenta :) hef annars ekkert að segja nema flott mynd OG ÆÐISLEGUR TREFILL!!!!!
Varstað fá þér ný gleraugu arnór? nei, bara eitthvað svo myndalegur á þessari mynd!
Hvað er málið með loftnetið fannstu ekkert minna eða er engin tækni þarna úti..:P En allavega, Flott mynd og geðveikt MA legur trefill:D
Vildi oska thu værir en med frekjuskardid gamla goda og timabundna.
Jakobs
MA hvað Jói minn. Er einhver minnimáttarkennd í VMA-ingum. Ég vissi ekki að maður þyrfti að hafa verið í MA til að ganga með trefil. Ég geng með trefil því ég er kúl og í rauninni trend setter hér í Danaveldi. Hvernig er líka annað hægt með svona fagurt fés!
HAHAHAHA! Unaðsleg mynd!
knús í krús
Mæja
HAHAHAHA! Unaðsleg mynd!
knús í krús
Mæja
... Allllveg Indisleg mynd... en ég held bara að jói fatti ekki hvað það er að vera Heimsborgari.. það er ekki að sjá að hann sé skyldur okkur eðal fólkinu.. ;D
Myndin minnir nú margt um á Andreu Gylfa myndina af þér úr ma!
Karvel
Takk Karvel fyrir að minna mig nú á það. Það er ekki eins og maður hafi farið sálfræði meðferð út af því dæmi. Takk Heiðrún fyrir að stela myndinni frá besta vini þínum og takk Inga slynga fyrir að prenta hana 60*40 cm og hengja upp í andyrir skólans. Good times :o
Ég sakna þín! (þó ég sé ekki búin að vera dugleg að skoða þetta blogg)
Hvenær kemuru heim?
EvaslevaMaríanaría
uhmm, það er spurning hvort ég fái páskafrí. Danirnir eitthvað svo vinnuglaðir, en ef ég kem ekki heim um páskana þá er það ekki fyrr en í lok júní. Meira segja spurning hvort maður skelli sér á Hróarskeldu; Bob Dylan, Sigurrós, Queens og the Stone Age, Placebo, Guns´n´Roses... kemur þú ekki bara hingað Eva?
tad var ekkert nommi minn;) ..tu veist ad tad er allt leyfilegt ef gott djok er i hufi !
Skrifa ummæli
<< Home