föstudagur, mars 17, 2006

Ó Lordy!!


Ákvað bara að hætta þessu þunglyndi og snúa skapinu við. Og þá jafnast ekkert á við að skella nokkrum ljósum strípum í hárlengingarnar, fléttur með blómum og svo nokkur góð "piercing" og maður er set to go.

Eins og þið sjáið þá er ég búinn að taka smá lit, það er svo mikið endurkast af snjónum.

Fuglaflensan er LOKSINS kominn. Géðveikt búinn að bíða eftir henni. Það voru alltaf einhverjar platfréttir um að hún væri komin en svo var hún það ekki en loksins er hún það nú. Jeeeiii! OG meira að segja bara rétt hjá.

Amma hringdi í mig um daginn og var óróleg yfir flensunni því hún var komin til Sverige. Þannig hún bað mig vinsamlegast að fara ekki þangað og hætta að borða fuglakjöt. Ég er soldið í því nebbla að pikka um dauða fugla á götum úti og steikja þá heima:) Nema hvað bóndinn hún amma mín vill hafa varann á og fór rakleiðis út í hænskofa og skaut allar hænurnar og hanann með tölu, just to be safe!

Hræðilegt þarna með að herinn sé að fara úr KEF. Þetta kemur gersamlega í bakið á greyið fólkinu í Keflavík. Hvern eiga þau nú að berja um helgar úr því að kaninn er farinn?

Vill ekki einhver fara að koma í heimsókn hingað. Það er t.d. með öllu óskiljanlegt afhverju Kolla Gunn fór til Heddu en ekki hingað, hva´for fanden betyder det?
Koma so!!!

Kærlig hilsen her fra fugleinfluenzan,
Mormor

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég segi bara Halldór í herinn og herinn burt, já og ísl. úr NATO líka og það allt! Djöfull er þetta samt ógeðsleg mynd, ojbara!!! Reyndar alltaf gott að geta horft á svona ógeðslegt fólk, þá líður manni betur með sálfan sig.

2:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jeg ta'r til København i morgen. Hvis du har tid og lyst så vil jeg meget gerne møde dig og ryge mange smøger. Jeg skal tilbage til Ryslinge på mandag. Mvh, Gúma

9:39 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Love you :-*
p.s. Amma þín er frábær..

12:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðifréttir! Hún Soffía okkar var að fjölga sér og búin að bæta enn einum prinsinum við :)

3:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðifréttir! Hún Soffía okkar var að fjölga sér og búin að bæta enn einum prinsinum við :)

3:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home