miðvikudagur, apríl 19, 2006

Hvar endar þetta?

Það er bara allt að fara til fjandans.

Nú er ekki gaman að vera Íslendingur í útlöndum. Okkar "góða" efnahagskerfi er skv. greiningardeildum erlendra ráðgjafafyrirtækja, í frjálsu falli. Krónan veikist dag frá degi og gengið rýkur upp. Bara í dag færðist gengi dönsku krónunar gagnvart hinni íslensku úr 12, 56 í 13.9. !!

Þetta er náttúrlega ekki hægt.

Þegar ég flutti út í haust var gengið 9.9. Þannig þegar ég tók út 500 danskar í hraðbanka kostaði það mig um 5000 íslenskar. Gat lifað vel með því. Þegar ég geri sama hlut í dag, sem ég og gerði, þá kostar það mig 6545 kr. íslenskar.

Ég eyði nokkurn veginn jafn mikið á mánuði núna og í haust, bara þetta venjulega s.s leiga, matur og skóli, en borga meira fyrir það á mínum íslenska reikningi.
Og takið eftir því besta, LÍN, sem við elskum öll út af lífinu, greiðir okkur út í fastri íslenskri krónutölu.
70 000 kallinn minn keypti 7000 danskar hér áður fyrr en núna= 5350. Man munar nú um minna.

Eins og maður eigi ekki nóg og bágt með blessuð fjármálin þá er þessu ekki viðbætandi.

Ég er bara svo illa pirraður líkt og samnemendur mínir íslenskir hér að ég var knúinn til orða. Hörðustu sjálfstæðismenn eru orðnir vinstri-grænir eftir veruna hér, og mun ég persónulega gera allt í mínu valdi til að fella þessa blessuðu ríkisstjórn sem sér okkur fyrir "góðærinu". Enda lýtur allt út fyrir að ég verði á Íslandi næsta vetur ef fer sem horfir.

Þessi síða var nú ekki upphafi hugsuð fyrir pólitískar hugsjónir ritstjóra og þið fyrirgefið mér það kæru vinir og ættingjar en stundum fær maður bara nóg!

Byltingarherrann kveður í bili...!

19 Comments:

Blogger Mæja tæja said...

hahaha vinstri grænn!!
Það fyrirfinnst varla jafnmikill efnishyggjuplebbi og þú, Arnór, líttu í eigin barm og á eigin lifnað. Hugsjónin er ekki nóg, verðuru ekki að lifa í samræmi við sosialismann sem þú segist standa fyrir?
Nei bara segi svona...

1:18 e.h.  
Blogger vignir freyr said...

Rambaði inná bloggið þitt í gegnum hana jóhönnu heillina.. Er sjálfur búinn að láta gamminn geisa yfir gengissveiflunum sem hafa riðið yfir uppá síðkastið (setti meira inn svona líka fínt graf sem sýnir gengisbreytingu dönsku krónunnar síðan fyrir ári, athygli vakti að það kom svona líka rosa sveifla í desembermánuði! mæli með að fólk kíki á þetta) en jámm, málið að ég kommenti nú að ég vildi leiðrétta eilítið um lín.. við fáum borgaða fasta danska krónuupphæð á mánuði sem nemur um 7000 dkr (ef mig minnir rétt) svo það þýðir að við fáum að halda okkar lifistandardi (ef standard má kalla) áfram, nema hvað - þetta kemur allt í bakið á okkur að loknu námi :P

en þú mátt eiga það arnór að þú ert góður penni ;)
hilsen frá afd.10
Vignir.

2:14 e.h.  
Blogger Kolbrun said...

Haha, Mæja :) það er ekkert sem segir að ef maður sé vinstri sinnaður þurfi maður að lepja dauðann úr skel! Öll viljum við jöfnuð, meira að segja sjálfstæðismenn en þetta er allt spurning um leiðir. Og það verður að viðukennast að það eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem hafa verið við völdið og kallað fram þetta ofurgóðæri og alla þessa þenslu og þ.a.l. þessa yfirvofandi verðbólgu! Öll stjórnarandstaðan og Kristinn Gunnarson hafa varað við að svona myndi fara en hagfræðingurinn Halldór Ásgrímson hefur bara lokað sínum eyrum!
Tjútt og trallalla

2:30 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Ég var ekki að segja að vinstri sinnaðir þurfi að lepja dauðan úr skel. En svolítið glatað að blóðmjólka það kerfi sem er í gangi en dissa það svo um leið og útaf ber, þegar maður getur ekki haft það jafnt gott lengur.
Um hvaða leiðir ertu að tala í þessum sambandi, fatta ekki alveg samhengið á milli þess sem ég sagði og þú sagðir?
Byltingin lifir á Kúbu, en þar lepur fólk dauðan úr skel og fær skömmtunarmiða, talandi þá um leiðir sem gengu ekki upp.

2:56 e.h.  
Blogger Kolbrun said...

Nei ég veit þú sagðir það ekki og já ég vil Kúbu leiðina :D

En hvað ertu ekki að fatta mæja min? Mér fannst bara fyndið að þú værir að dissa Arnór fyrir að vera ekki sannur sinni hugsjón, og það kom út eins og þeir sem væru vinstri sinnaður ættu ekki að nýta sér þá velmegun sem verið hefur. Ég var ekkert að dissa neitt kerfi, velmegunin hefur verið af hinu góða, en þenslan gegnið of langt t.d. með frjálsu íbúðarlánunum! Það er samt ekki hægt að kenna bönkunum um þetta allt, rikisstjórnin hefði átt að grípa fyrr inn í. Annars er ég enginn sérfræðingur í hagfræði en miðað við umræðu síðustu ára þar sem hagfræðingar og viðskiptafræðingar hafa komið til og varað við að svona gæti farið og bent á leiðir til að sporna við verðbólgumyndun, þá sýnist mér að það hefði verið hægt að grípa fyrr til aðgerða.
Bara mín skoðun

3:11 e.h.  
Blogger Kolbrun said...

Gangi þér vel í harkinu Arnór minn, getur alltaf farið á gott horn á Estegade ef allt fer á versta veg ;)

3:14 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Jöfnuður milli manna í samfélaginu skiptir máli, en ég veit ekki betur en að vegna Steinunnar Valdísar og hækkunum hennar á launum í bága við kjarasamninga hafi átt stóran þátt í því að verðbólgan fór af stað.

En þetta eð gengið, málið er að lágt gengi krónunnar var alveg að fara með þá sem voru í útflutningi og ferðamannaiðnaðinn, það er kannski bara fyrst núna sem það er að komast jafnvægi á og gengið að komast í svipað horf og það áður var.
Það stoppar víst enginn bankana í útþenslu þeirra, bankarnir skiluðu 16 milljörðum til ríkissjóðsins á síðasta ári þ.á.m. stór hluti erlendis frá.
En ég er sammála því að við stúdentar höfum það skítt og lepjum dauðann úr skel og ættum að berjast fyrir betri tíð, bara spurning um leiðir.

Jesús minn, ég ætla að fara að læra, arnór sorry að við Kolla séum að fylla síðuna þína af okkar samfélagslegu skoðunum.

3:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað er að gerast eiginlega!! Bara verið að rífast um pólitík og læti, jahérna hér. Ef námsmenn eru svona fátækir og hafa ekki efni á brauði, af hverju borða þeir þá ekki bara kökur?

5:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jamm fólk er almennt að miskilja þetta með útreikninga á námslánum dæmi: námslán eru reiknuð fyrir jon upp á 35000 dkr á önn sem gerir 7000kdr á mánuði. þegar yfirdrátturinn í bankanum er tekinn er 100 íslenskakr 10krdk Þar sem bankinn lánar jóni í íslenskum kr reiknar hann út að það sé 350000 og deilir því niður á 5 mánuði. síðan á seinasta mánuðinum hækkar dkr í 13 en bankinn millifærir ennþá bara þessar 70000 yfir í dkr sem gerir 5284dkr seinasta mánuðinn. nú borgar lín inn á jóns reikning 35000kdr sem reiknast núna til að vera 455000 þannig að jón fékk meira í lán heldur en þegar krónan var 10dkr og á nú 100000krisl eftir hann er búin að borga bankanum.

vonandi er þetta skiljalegt

6:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En það er rétt að maður tapar alltaf á þegar gengið hækkar en af þvi að lín reiknar okkar lán út í dkr þá fær maður alltaf sömu dkr upphæð en skuldar meira í námslán.

Hins vegar er þetta öllu verra ef yfirdrátturinn er reiknaðu akurat öfugt við dæmið hér á undan það er að í byrjun annar sé dkr13 en við útborgun 10dkr þá fær maður -100000isk minna í námslán og skuldar þar að leiðandi bankanum 100000
vonum bara að það gerist ekki

6:33 e.h.  
Blogger addibinni said...

Va, mar startar bara svaka umrædum med einsum pistli. Einnig vil eg takka teim sem hafa vit a tessu blessudu lanum og skyra ut fyrir okkur busunum hverngi tetta virkar. Held sem sagt sømu upphæd i dønskum en skulda enn meira eftir nam en ella. Jeeii. Og Kolla min, eg get sagt ter ad tad er astæda fyrir tvi ad eg og Maja rædum ekki politik. Meira verdur ekki um tad sagt.

6:41 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

En Arnór you know I love you sugar, þó að við séum ekki alltaf sammála, that's why I love you.
en gleðilegt sumar og takk fyrir samverustundir vetrarins.

7:37 e.h.  
Blogger addibinni said...

Til ad vera sma væminn lika ta held eg ad vid værum nu ansi leidinleg ef vid værum alveg eins. Gledilegt sumar sæta og takk fyrir faar en godar studnir a lidnum vetri.:)

7:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jibbý Kóla rosa stuð!

Erað fíletta!

X-Addi Binni

1:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Var dyrabjøllunni eitthvad hringt yfir påskahåtidina Arnor?
Kv. Jakob

4:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Var dyrabjøllunni eitthvad hringt um påskahåtidina Arnor?
Kv. Jakob

4:37 e.h.  
Blogger Heidrun said...

eg fer alltaf ad brosa tegar eg se tennan titil "Hvar endar þetta?" Hljomar alveg eins og afi gamli - alveg hneyksladur og virkilega nervus :-D

1:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott grein.

Segir ekki síður hvernig LÍN vinnur heldur en hversu sorgleg íslenska krónan er í dag.
Danir eru kommúnistar en eitthvað þarna mitt á milli er fínt er það ekki? :)

1:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, Arnór, lýst vel á þig!! Kominn tími til að gera eitthvað í þessari krónu sem ríkur upp eins og hún sé með rakettu í rassinum!! Gangi þér vel á morgun!

2:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home