mánudagur, apríl 10, 2006

Leiðinlegt versus skemmtilegt.

Mér bara alveg hundleiðist við lærdóminn í dag og get illa einbeitt mér. Þó er þessi dagur ekkert öðruvísi en aðrir dagar hér og þeir eru nú bara býsna ágætir. Málið er að hann stenst bara engan veginn samanburð við liðna helgi sem var svona líka skemmtileg að annað eins hefur ekki gerst í langan tíma.

Anne mín koma með innreið frá Árósum á fimmtudagskvöld og kíktum við saman á fredagsbar í skólanum hjá mér. Þetta lið er eihva smá bælt þarna frá Áró því þau sátu bara útí horni eins og lítill krakki sem er búinn að kúka á sig.( Sorry Anne but that´s how your friends were!) Hún skilur sko íslensku núna þessi elska. Er meira segja kannski að fara í heimsókn til hennar um páskana!!

En svo daginn eftir kom næsta innreið sem var Solla og Jakob. Þau eru náttla ooof fyndin, rétt búin að þrauka saman í 2 ár en eru eins og sextug hjón. Lov´em.
Þau gistu hjá stóra frænda en Jakob eldri og Gummi á Royal Radisson SAS eins og sönnum kóngum sæmir.

Þau voru hér saman komin á leið sinni til Balí í boði Jakobs og Gumma en voru nú svo elskuleg að skemmta mér í leiðinni aðeins hér. Þetta var eins og stór rússíbani og rann ekki af mér fyrr en seint á sunnudagseftirmiðdegi.

Það var skellt sér út að borða á Royalnum og síðan á hótelbarinn þar sem ófáir brandararnir fengu að fjúka. Síðan fórum við í bæinn og komum við á hommabar fyrir gömlukallanna (eða ætti ég að segja kellingarnar) sem var spes upplifun sem maður hefur ekki prófað áður. Þar stóð Tina Turner upp úr með sín sokkafylltu brjóst og smá bungu að neðan sem ég bjóst ekki við af kvenmanni! :-o

Við þremenningarnir stungum svo af á karíókíbar þar sem ónefndur skíðamaður lagði sig í sófanum. Seinna um kvöldið heilluðu litrík auglýsingaskilti sveitapiltinn sem stóða agndofa fyrir framan dýrðina.

Daginn eftir var mætt í lunch á svaka flottum smörrebrödsstað og matnum sturtað niður með öl og ákavíti. Eftir það voru fjörugar umræður á hinum ýmsu stöðum bæjarins um kvenréttindabaráttuna og íslenska pólitík. Ég verð nú bara að segja, greyið Solla sem hlustaði edrú á óhugnaðinn.

Um kvöldið var skellt sér í bíó á Ice age 2 og getiði hver ákvað að "leggja" sig eilítið?
Jú, það var undirritaður sem fannst hlýtt sætið í myrkrinu heilla svona líka.

En seinna um kvöldið var önnur tilraun gerð í karíókibarinn og nú tókst að drífa upp á svið.
Hvað er með fólk sem fer á karíókibar til að syngja?!?!? Og þá meina ég reyna vinna fokkin idolið. Það var eitthvað seinvirk gella sem söng án gríns annað hvert skipti, gestum staðarins til mikillar gremju. Hún var nú ekkert of heppin með útlit sitt og vinkona hennar sem gvuði hefur EKKERT líkað við stóð fyrir framan allan tíman og horfði í augu hennar og söng undir í öllum Celine Dion lögunum. En ég meina ég hló, enda djöfullegur:)

Svo á sunnudagsmorgun var góðri helgi slúttað með brunch á lagkökuhúsinu sem er besta bakarí í heimi.

Ég stiklaði bara á stóru á viðburðum helgarinnar en þið getið séð að dagurinn í dag stenst ekki samanburð. Smá spennufall í gangi.

En þangað til næst...

p.s. einn að lokum sem ég heyrði um helgina:
Hvað kallast afkvæmi homma............?


KÚKALABBI!! lol

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

bbbbbbbbbbbbbbllllllllllllllleeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeessssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss

og já nú er þetta búið!

9:28 e.h.  
Blogger Anne Kathrine said...

I might be the sheepard, but I don't speak sheepish!- Fuck Face!

9:59 e.h.  
Blogger Atli said...

Sé þig fyrir mér að hlæja að ljótu stelpunum í karókíinu. Stóðst sennilega beint fyrir framan þær og benntir.

11:11 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

Good one Anne!!!
You will learn it, I promise you.

12:45 f.h.  
Blogger Kolbrun said...

hehe góð helgi greinilega:) Ég tek undir með Atla, sé þig alveg fyrir mér öskrandi úr hlátri á Sam´s bar.

sætar kveðjur,
Unnur Birna

3:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sérdeilis hressileg lesning í snjó-ofbirtunni hér fyrir norðan!! Jiii hvað þú getur verið fyndinn!! :) Heyrumst!

12:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er að þeim sem fara í karokkí til að syngja? Hvað meinaru? Er það ekki til þess að fólk geti sungið? Sýnt hæfileika sína? Fundist það skipta máli? Já ég get sko sagt þér það Arnór Brynjar að þú skalt ekki dirfast að benda á mig og hlæja þegar Kráin opnar.... þú uppgjafarleikari!

5:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home