Silvía Night hvað...
Vegna fjölda áskorana skelli ég hér einum pistli.
Er enn að ná mér eftir brotthvarf Heddunnar frá því í seinustu viku. Það er bara allt svo hljóðlegt núna.
Silvia var töff í Júró, mér var alveg sama þó við hefðum ekki komist áfram, við hlógum eins og vitleysingar af henni. Það verður gaman að sjá næstu seríu með efni frá þessu í haust.
Belle &Sebastian voru GREEEAAAAT. Alltaf þegar ég fer á góða tónleika þá sé ég eftir því að hafa ekki snúið mér alfarið að tónlist eins og hjartað vildi! :(
Eftir þá voru tónleikar með hinni íslensku Nilfisk á Skarfinum hinum færeyska. Það var náttúrulega til að toppa gott kvöld.
Eftir það hefur dögunum verið eytt inn á teiknistofu við að klambra saman módelum svo maður hafi eitthvað til að sýna kennurunum.
Annars er ég stjórnmálanördið að faras úr spenningi vegna komandi kosninga á laugardag. Er einhver sem sér aumur á mér og vill splæsa á mig helgarferð heim svo ég geti farið á kosningavökur. Sjitt hvað ég væri til í það.
Veit einhver hvernig maður hendir inn vídjói á bloggið. Er með eitt stutt sem mig langar að setja inn enn kann ekki. Help anyone!
kv. ARnÓr brYnJaR
4 Comments:
arnór minn ekki gefa upp drauminn - þú og ég í Helsinki á næsta ári! Lolli hvað?! við getum gert betur en nokkur skrýmsli og dama í píanói!!
lík í píanói, höfum það á hreinu!
Ég skal vera memm, reifa mig bara í einhver bönd og verð i korsilett einum fata. . þá ætti ég að falla vel inn í hópinn og ekki skyggja á ykkur tvö.
Hvað á bandið að heita?
Ég líka. Raka á mér bringuna og hneppi bara neðstu tölunni. Þarf þá kannski að raka á mér naflann líka.
nei haltu naflanum atli! það tryllir kvennsurnar að sjá loðna nafla;) þetta gæti orðið góður kvartett - nú er bara að finna nafn, læra að dansa og byrja að æfa!
Skrifa ummæli
<< Home