Loksins stór.
Jæja þá hefur það gerst, er orðinn 24. Sem er ekki mikið í árum en þegar fólk heldur að þú sért um og yfir 28 ára þá er tími til að hugleiða þáttöku í þættinum "10 years younger in 10 days"! Bara svona til að vera ungur og ferskur.
En annars engir komplexar hér, bara gleði. Nú er úti sól og hiti og er að pæla í skella mér í Kongens garð og njóta dagsins með vinunum. Þau eru öll hvort eð er eldri en ég þannig ef e-r á að vera með komplexa þá er það ekki ég!
Allir að skála í kampavíni fyrir mér i dag, ok?!?
7 Comments:
Til hamingju með afmælið elsku unglambið mitt. Hér í Osló verða hátíðahöld þér til heiðurs. Kisskiss Solla
Til hamingju með afmælið gamli! Kveðja frá stórfjölskyldunni í Hjallalundinum.
til hamingju með daginn, foli
Til hamingju!
Held að komplexarnir komi ekki fyrr en 25 ára. Það er e-ð farið að krauma innra með mér.
Til hamingju með afmælið elsku Arnór minn.
Vona að þú hafir átt ánægjulega afmælisdag.
Lifðu í lukku en ekki í krukku.
knús
Mæja
til hamingju með aldurinn litli kútur. Kem og klíp í þig við tækifæri ;)
Lolla
Elsku besti Nóri minn!!
Mörgum sinnum til hamingju með afmælið elsku hreppatuskan mín!!! Þið Helga Sigrún eigið sama afmælisdag.. gaman og skondið tíhí Ég á engan bjórinn til drekka þér til heiðurs en næsti bjór sem ég drekk verður fyrir þig gæskur ;-)
Kossar og knús frá gettóinu Akureyri
Skrifa ummæli
<< Home