Back in buisness!
Jæja er loksins kominn með nettengingu og get látið móðann mása á ný.
Updeit frá síðustu 3 mánuðum.
Vinna, hitta engann, vinna meira, hitta nokkra, vinna enn meira, hitti familíuna aðeins, vann svo áfram og hitti 2 til viðbótar.
Sem sagt ekki drauma sumar. Hitti ekki nærri alla sem ég vildi og þá fáu sem maður hitti þá gafst ekki mikill tími til samverustunda.
En það var reyndar mjög gaman í vinnunni í sumar mér til mikillar gleði því annars hefði ég ekki haldið þetta út.
Nonni bró kom með mér út í byrjun sept, lilli bró er orðinn 20, og kom hingað til að fagna með fyrirmyndinni(mér sko!).
Við skelltum okkur með pörum yfir 50 á Rolling Stones og nutum þess í botn. Við vorum á VIP miðum og hér eftir hreyfi ég mig ekki nema það sé séns á slíku eftir þennan munað.
Skólinn er að detta í gang en þegar maður hefur ekki átt sumarfrí líkt og undirritaður þá fara sólardagarnir hér soldið neðangarðs, svona skólalega séð.
Það er nú þannig þegar líður að merkum tímamótum að maður fer að reflektera á líf sitt. Ég verð sem sagt 24 ára þann 24 sept og í mínum bókum er það helgidagur.
Það er erfitt að gera upp líf sitt svona upp úr þurru en ég hef nú smá reynslu þar sem ég var nær dauða en lífi hér í Guate um árið þar sem Kyrrahafið var nærri búið að gleypa mig. Þar sem ég syndi örmagna gegn straumnum í flæðamálinu til að ná í land og Heiðrún góðvinkona of upptekin við að bera olíu á appelsínuhúðina þá kom moment þar sem ég hélt ég værri allur. Þegar ég get ekki synt meira vegna örþreytu og sleppi takinu birtist líf mitt mér á örskammri stundu. Barasta allt merkilegt skaust í huga mér. Tek það fram að 2 sekúndum eftir að ég hætti að synda lendi ég á sandrifi og stóð barasta upp.
Eftir þessa reynslu á ég sem sagt ekki erfitt með að skoða yfir líf mitt og forgangsraða.
Svo ég hljómi nú ekki eins og maður á dauðadeild þá er það merkilegasta í lífinu náttla fjölskyldan og vinirnir en annað kemur samt sterkt í hugann.
Maður er ekki búinn að gera mikið. Það bíða mín alveg 174 lönd sem ég hef ekki komið til. Og svo ég tala nú ekki um allan bjórinn sem ég á eftir að drekka. Trúið mér, ég er að gera mitt besta til að fylla upp í kvótann hér en betur má ef duga skal.
Þannig af þessu hugleiðingum kemur aðeins ein niðurstaða. Maður er bara einu sinni á lífsleiðinni með sömu tölustafi í árum og afmælisdegi það ber að nýta. ´
Sem sagt partý um helgina. Fredagsbar í skólanum á föstudag, afmælisgigg á laugardag, og út að borða á sunnudag(ammælidag) á nebbla frí á mán;)
Ykkur nærstöddum sem fjærstöddum er boðið að koma hvort sem er í persónu eða anda og fagna með mér. Þeim getur nebla farið að fækka árunum sem maður er ss* og verður hhp**.
*"sad and single"
*"helvítis hamingjusama pakk"
En þetta er nóg lesning í bili. Luma á nokkrum góðum sögum til viðbótar sem verður hent inn við tækifæri.
mvh, Ahno
6 Comments:
lol! rólegur á dramatíska flash-backinu!
eins og alsiða er þegar við arnór segjum sögur, þá langar mig aðeins til að leiðrétta og bæta við söguna. 1 - ég er ekki með appelsínuhúð, heldur var ég að smyrja bronslitann líkama minn og hlusta á tónlist. 2 - arnór baðaði út öllum öngum og hrópaði á hjálp, ég veifaði á móti.. hann kom í land, örmagna, gubbaði í sandinn og talaði ekki við mig það sem eftir lifði dags.. Svo anna þetta var alvöru, það get ég vottað! :)
...og jibbbbýýýýý að þú ert kominn með internetið :-D
Eg mun flagga þér til heiðurs hérna í Oslo kæri vin. Samt miðað við æviágrip þitt og lýsingar hérna á undan held ég að ég flaggi bara í hálfa....:)
Með ást, JEJ.
Gaman að sjá að þú ert lifnaður við.
Ég mun smala saman fólki hér heima þann 24. og við munum marsera niður laugarveginn og eiga saman minningar stund á Austurvell við hlið styttunar af þjóðhetju okkar.
Hæhæ Arnór
Mátti til með að kasta á þig afmæliskveðju þar sem ég rakst hér inn á þessum mikla degi =)Núna ertu bara alveg að verða stór hehe.. Til hamingju með afmælið!!
Kv. úr keflavíkinni
Elva Björk
Skrifa ummæli
<< Home