laugardagur, október 07, 2006

Fu fu fu fullorðinn....!?!?!



Já það hefur gerst. Mér vex skegg. Allavega þegar þú blandar saman 5 daga gömlum hýjung, hárlit, bjór og plenty af time á föstudagskvöldi með Hönnu þá are things bound to happen.

Ég var að velta því fyrir mér hvað maður ætti að skrifa inn á síðu sem þessa og þar sem hún er mín, fjallar hún einvörðungu um mig og það sem gerist í mínu sjálfhverfa lífi. Ég meina er það ekki annars tilgangurinn með þessum bloggum? Ég meina allar myndir sem ég set inn eru af sjálfum mér en er það ekki það sem fólk vill? Það fær engin nóg af mér, hóst hóst! (ég meina Kolla Gunn er að skrifa um niðurganginn sinn inni á sinni síðu.)

Og nýjasta yfirborðslega trendið mitt er sem sagt skegg. Mér langar í það því ég hef það ekki. Nema með hjálp nýjustu tækni. Reyndar vaknaði ég í morgun með donut eins og Georg vinur minn Michael en hann var ekki alveg að gera sig. Þannig maður trimmaði þetta aðeins niður en ég er ekki svo viss um útkomuna. En ætla mér að þrauka helgina á mottunni minni, bara svona til að sjá hvort ég verð barinn út á götu eður ei. Og þar sem ég er nú þekktur fyrir að láta vini mína skammast sín fyrir mig þá ætla ég að draga liðið á kaffihús og láta þau sitja mér til samlætis á fjölmennum stað. (can´t wait!) Það hefur sína kosti að búa í borg þar sem enginn þekkir þig, og engin man eftir manni. Maður kemst upp með margar góðar hugmyndir án þess að þurfa vera á bömmer yfir því.

En nú er sem sagt komið að því að frumsýna el motto fyrir liðið og verð því að þjóta. Hvað finnst ykkur um hana, deal og no deal?!

p.s. Jóhanna Ósk, láttu mig vita þegar þið Gunni komið til Köben. Verðum að hittast. Ég lofa að skafa mottuna af fyrir hitting!;)

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

LOL!
Er eg fyrstur til ad kommenta a tetta rosalega blogg!? Eg er ordlaus, bara ordlaus. Arnor tu kemur stodugt a ovart.

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski vex okkur ekki skegg VEGNA ÞESS OKKUR fer ekki að vera með skegg!!!

3:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Å herre gud så pen du er. Parten klær deg. Du er en kjekk liten gutt. Nå må du komme på besøk snart. Oslo venter på deg...

Ha det bar så lenge.
God natt min skatt...hilsen Onkel Jakob (kukalabbi)

4:48 f.h.  
Blogger Atli said...

Ég þurfti nú að klikka á myndina og stækka hana til að sjá hvað þú varst að tala um en mér finnst þetta lekkert.
Endilega halda í þetta. Skemmtileg tilbreyting segji ég nú bara.

6:00 e.h.  
Blogger Heidrun said...

lol lol lol! þú drepur mig!!! ég vildi óska að þú værir enn með frekjuskarðið (hversu oft óska ég þess eiginlega) það færi nefnilega vel með mottunni.. en það er ekki á allt kosið, mottan er frábær og ég held að þetta geeeeti ekki klikkað! ég segi haltu þessu!

7:44 e.h.  
Blogger Kolbrun said...

bwhaaaa.....Hversu oft á ég eftir að springa úr hlátri út af þér...þú ert óborganlegur.
Jú og mottan...tja hún sést allavega sem er jákvætt.

Og já ég skrifaði um niðurgang - og vertu ekkert að gera lítið úr honum - er búin að ná að smita Arnar og nú er heilt hjúkrunarheimili með pípandi. Segðu svo að maður hafi ekki áhrif í sínu samfélagi ;)

8:46 e.h.  
Blogger Heidrun said...

allt í einu mundi ég eftir litlu atviki í ma og það læddist að mér ljótur grunur.. er þetta nokkuð maskari, klíndur í andlitshár?

11:26 e.h.  
Blogger addibinni said...

Ég vil bara koma því á framfæri að mottan er ekta. Enginn maskari og gervihár þar á ferð. Þar að auki hefur hún lifað af helgina. Ég var ekki barinn út á götu í gær, fékk nokkur skrýtin augnaráð en ég meina, er maður ekki vanur því eða!?!;)

Gugga og Björgvin sprungu reyndar úr hlátri þegar ég hitti þau í gær og Haukur tók ekki eftir því (það var dökkt, mjög dökkt úti) en stuðningur ykkar er mér hvatning út í lífið og aldrei að vita nema ég frumsýni gripinn í skólanum á morgun.

...

...shit hvað ég á mér EKKERT líf! lol

11:53 e.h.  
Blogger Mæja tæja said...

JESÚS MINN!!!

4:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Massíft rokkprik fyrir franskperramottuna!

Karvel

2:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heheh þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef séð í dag:)

10:03 e.h.  
Blogger ingveldur said...

vá, mér finnst þú geggjað flottur!

12:16 f.h.  
Blogger Mæja said...

jeminn eini Nóri!!!

hvað er þetta með mottuna????

hmmm væri til í að sjá þetta face to face!!!! þú ert svona smá eins og jóhann helgason tónlistarmaður mwúúúhahahahahhahahahahahaha

1:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jah veit ekki alveg með mottuna en flott peysa sem þú ert í :D

11:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home