Free as a bird...
Jæja þá er komið að því. Loksins eitthvað nógu markvert búið að gerast svo hægt sé að skrifa um það.
Þannig er mál með vexti að Nóri litli er orðinn stór. Hann hafði loks dug og þor í að gera svolítið sem hann hefur langað til að gera lengi. Ég er sem sagt kominn út úr skápnum með kynhneigð mína og líður bara svona afskaplega vel með það.
Heiðrún sæta koma hér fyrir rúmri viku síðan og var hún fyrst með fréttirnar. Svo núna um helgina tjáði ég ástkæri fjölskyldu minni frá tíðindunum þannig það má opinbera þetta fyrir alþjóð núna.
Það er skemmst frá því að segja að viðbrögð allra komu mér í opna skjöldu. Sérstaklega fjölskyldan mín sem ég elska út af lífinu þessa daganna. Þetta byrjaði að fréttast á laugardeginum og stoppaði ekki síminn vegna hamingju og heillaóska. Mér leið eins og ég ætti 70 afmæli því aldrei hef ég upplifað aðrar eins viðtökur.
En það er greinilegt að ég verð að leggja drauminn um að slá í gegn sem Hollíwood stjarna á hilluna því ég hef ekki platað margan manninn, því allt frá kunningjum til ættingja voru viðbrögðin eins, þetta vissi maður nú kæri vin!
En allt gott og gilt með það, þetta verður þá ekki mikil breyting fyrir neinn nema mig sem loksins getur verið sáttur við sjálfan mig.
Tek samt fram að það var engin spes ástæða fyrir tímasetningunni önnur en betra seint en aldrei. Er sem sagt ekki kominn á fast eða neitt slíkt. Það hefur alltaf farið mér betur að vera bitur og singul en að vera HHP (helvítis hamingjusama pakk)
En er búinn að létta þessu af mér. Kann betra við að setja þetta hér á prenti heldur en að vera hringja í alla og tilkynna þetta eins og um dauðsfall sé að ræða.
Þannig til hamingju ég og til hamingju þið að eiga hamingjusaman vin!
Yfir og út.
18 Comments:
Sæl.
Já góðar fréttir á Laugardaginn kallinn minn. En þarna er komin ástæðan fyrir skeggleysinu margumtalaða;) hehe..
J&S
Love you :*
Kv.
Mæja tæja
Til hamingju snúður. Ég er ótrúlega glöð með þig ;) looooooooooove uppáhalds sollan þín.
Til hamingju félagi!
Alltaf gott að vita að þér líður vel :)
kv argentíska fótboltabullan með bjór í annarri og loðna handakrika!!
Til hamingju Arnór minn. Ég er svakalega ánægð fyrir þína hönd :)
Þýðir þetta þá að ástarævintýrið á kofanum um jólin hafi bara verið djók ??
Kolla
þú ert æði og ég er svoo glöð! ...glöð eins og ég hafi sjálf hafi verið að koma út úr skápnum! :) smá meðvirkni svona, hehe :)
Stolt af þér :)
kv Hiddan
Elsku hjartans Nóri minn!! Ég fékk bara gæsahúð, tár í augun og bara nefndu það... jii hvað ég er hamingjusöm að eiga svona hamingjusaman vin!! Veit ekki hvort þetta er mömmueðlið í mér eða hvað! :) Elskan mín góða nú er fun-ið bara rétt að byrja hjá þér :D Vildi ég gæti stokkið út og knúsað þig og kysst! Það verður bara að bíða betri tíma!!
Velkominn í klúbbinn.. orðabókin og reglugerðirnar ættu að vera á leiðinni til þín í pósti.. neinei, segi nú bara svona ;)
don't be too cool for school ;)
Til hamingju Arnór minn! Set þetta hérna líka ef þú skildir ekki hafa fengið sms-ið.
Gaman að þér líði vel.
Vonandi voru það ekki svefnvenjur mínar í menntó sem héldu þér inn í skápnum svona lengi;)
Innilega til hamingju elsku Arnór, og já ég er sko hamingjusöm að eiga svona hamingjusaman vin! :)
Kv. Jóhanna HHP
Happy international gay day, 18.nóv. Verður þetta ekki annars hátíðisdagur hér eftir (frí í vinnu og svona)?
Til hamingju sæti minn.
Kveðja
Eva Lind
Frábært! Velkominn út :) Kveðja Ási (í Ainu)
Til hamingju! :)
Og til hamingju með 7-tugs afmælið!
Jess!
Til hamingju ástin mín.
En gaman að heyra að þú ætlar að halda áfram að vera í "mínu liði"
- á móti HHP
Var ég ekki á leiðinni til þín annars? Þarf eitthvað að fara að skipuleggja þetta...
Góðar fréttir og fín ammælisgjöf
Til hammó með sammó.
Gott að þú ert hress og ligeglad.
Kv. Kalli og Tinna
Þú hefðir náttúrlega getað byrjað með okkur öllum stelpunum þínum! Þetta skýrir kannski eitthvað, en fyrst og fremst ertu sannur herramaður.
Ég óska þér innilega til hamingju. Fann það þegar ég las þetta hvað mér þykir vænt um þig og hef saknað þín mikið.
Mundu hver er mesta hommahækjan í vinahópnum!
Til hamingju ástarengillinn minn!!! Mikið er ég glöð með þessar fréttir, lífgaði alveg við þjóðhagfræðitímann sem ég er í. Hafðu það gott, láttu svo sjá þig um jólin aðeins í borg óttans...gamla gengið þarf aðeins að knúsa þig í tilefni nýrra frétta, og taka smá ferð á barinn í leiðinni;)
Skrifa ummæli
<< Home