Gay weekly reports.
Já maður er svo asskoti duglegur að henda hér inn línum á bloggið að annað eins þekkist varla.
En sko ástæðan fyrir því að ég er hér í Köben er ekki bara að ráfa á milli hommabara eða ölkráa heldur er ég líka í SKÓLA! Sem gengur ekki vel nema maður sé með námið á huganum 24/7, stressverki, kvíðaköst og hyperventilation svo vel eigi að vera.
Og nú er bara tíðin sú hér við Eyrarsund að það eru bara skil trekk í trekk og lítið annað að gera en hanga í skólanum. Tek reyndar fram að það er kaffihús á skólalóðinni þannig þegar ég segist vera hanga í skólanum, þá meina ég virkilega HANGA...!
Hef ekki enn verið barinn, áreittur eða hræktur á vegna kynhneigðar. Bömmer segi ég nú, það væri gaman að fá EITTHVAÐ fysikal action, hó hó hó!!! ;)
Það styttist í blessuð jólin. Hér er allt voða skreytt og fallegt niðrí miðbæ en í íbúðahverfunum er ekki seríu að sjá. Danir kannski ekki alveg eins miklir kanar og við á jólunum.
Anna danska mætti í heimsókn seinustu helgi sem var mjög huggulegt. Ég var á voða bömmer vegna lélegs gengis í skólanum þannig við fórum bara og keyptum okkur hamingjuna í formi fata og drykkja. Klikkar sjaldan, nema þá þegar VISA sendir reikning. En ég meina hei, þá er hvort eð er komið nýtt kortatímabil, hó!
En það styttist óðum í heimkomu. Innan við 2 vikur takk fyrir. Hlakka alveg ógulega mikið til og er erfitt að einbeita sér við námið. Er með stóra krítík sama dag og ég flýg heim. Einn bjór á vellinum og ég á eftir að drepast.
Ég verð með móttöku á Jómfrúnni þann 21.des. nk. Ekkert í boði nema það sem þið sjálf kaupið en gleðin við að endurfundina mun yfirskyggja nísku undirritaðs. Ég reikna bara með að vera þarna allan daginn þannig þið sem nennið að kíkja komið bara þegar þið hafið tíma. I´ve no better place to be or do.
Svo smá viska hér í lokin,
Plato: To be is to do
Aristoteles: To do is to be
Frank Sinatra: do be do be do
Enjoy life, always coke cola.
3 Comments:
Jibbí! ég hlakka til að sjá þig!
always coca cola...and rum;,)
okay móttaka á jómfrúnni ég mæti, kemurðu til með að gefa eiginhandaráritanir? Ég ætla nefnilega að mæta með portrait mynd af þér og biðja þig um að skrifa nafnið þitt á hana....
knús í krús
Mæja mús
Skrifa ummæli
<< Home