föstudagur, mars 30, 2007

Til lykke med födelsesdagen!

Hin mæta mey Guðbjörg Ragna Sigurjónsdóttir átti afmæli í gær og varð 25 ára. Ritsjórn bloggsins árnar henni heilla og vonar að hún og ektamaðurinn komi ósködduð úr skíðaferðinni í frönsku ölpunum ólíkt Dorrit okkar Mussajeff.

Hefði nú öllu jafna skellt inn afmæliskveðju á réttum degi en svaf því miður af mér allan fimmtudaginn því ég var að vinna í skólanum frá klukkan hálf níu á miðvikudagsmorgni til hálf ellefu á fimmtudagsmorgni. Þurfti að skila glósum úr hönnunarsögubók sem er 500 bls. Og til að toppa leiðinindin þá þurfti að handskrifa herlegheitin. Ég get ómögulega hitt vinkonu mína Lóu Fimmboga í bráð!

En að öðru þá vil ég taka fram að veðrið hér í danaveldi er GREAT. Sól og hiti alla daga núna.

Ef einhverjum langar í helgarferð hingað þá leigir undirritaður út herbergi gegn vægu gjaldi.
Guiding included fyrir rétta aðila.

Svo að lokum er ein samviskuspurning! Er leim að finnast American Idol skemmtilegt? Ég meina Heiðrún elskar UK Porno og enginn dissar hana! Nei bara spyr?!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

haha - ég held það sé ekki mikill munur á þessu nommesskan.. kannski fólkið í ædolinu sé öörlítið fríðara, en það er allt og sumt. horfðu bara - mér finnst að allir ættu að fá að horfa á það sem þeir vilja :)

11:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home