laugardagur, júní 17, 2006

Kæru landsmenn...

Nú er kominn þjóðhátiðardagur okkar íslendinga og er maður fjarri góðu gamni í dag. En óska ykkurs öllum til hamningju með daginn.

Maður hefur ekki verið duglegur ad blogga upp á síðkastið vegna anna en einnig held ég að fáir hafi haft tíma til að lesa þetta.

Skilaði möppunni minni í gær og hef því lokið mínum fyrsta vetri í Kunstakademiets Arkitektskole. Þessi vetur hefur liðið ósköp hratt og sumarið verður örugglega líka búið áður en maður veit af.

Því ætla ég að njóta þess að vera í viku fríi áður en til íslands verður haldið að vinna.

Kem heim næsta föstudag og líklega fljótlega þaðan norður. En gaman væri að hitta kunnugleg andlit áður en ég fer.

Bið ykkur vel að lifa, börnin mín ég ætla að fara gæða mér á kökunni sem var verið að baka handa mér!