sunnudagur, nóvember 27, 2005

20 dagar þangað til ég kem heim!!!


Ég á mér ekkert líf. Ég var á laugardagskvöldi í skólanum til klukkan 1 um nótt. Í ha!
Reyndar var ég á tónleikum með Mugison á föstudagskvöld og þeir voru virkilega skemmtilegir og góð leið til að brjóta upp annars snautt líf upp á síðkastið. Ég er að fara skila 5 vikna verkefni á föstudaginn komanda og get varla beðið eftir því að eiga heila helgi í frí þar sem ég þarf ekki að hugsa um skólann né fara í hann.

Hér er allt að komast í jólagírinn en hann fer alveg framhjá nemendum í skólanum hér líkt og flestum skólum heimsins í dag. Ég jólabarnið sjálft er ekki einu sinni með nein jólalög og er að eipa því ég væri löngu búinn að blasta þeim ef ég þau ætti.

En í dag eru akkúrat 20 dagar þangað til ég kem heim og hlakka ég mjög til að hitta alla, vini og ættingja sem ég lítið verið í bandið við vegna anna. Svo koma líka útlendingarnir Heiðrún og Jakob heim á svipuðum tíma þannig það verður kátt í kotinu. Ég sakna íbúðarinnar minnar á skúlagötunni og Tinnu í sófanum alltaf heima þegar mar kom úr skólanum. Det var sjovt.

Við Jakob erum að pæla að fylla allar töskur af bjór fyrir helgihaldið því mjöðurinn er nú ekki beint billigur heima.

Hér með fylgir ein mynd úr London ferðinni minni. Eitt gott ráð, ekki nota einnota myndavél þegar á að taka stórar myndir. Þarna er ég í Eye og London, 100 metra upp í loftinu með útsýni yfir alla borgina og það átti að festa á filmu og ég fylgdi með til sönnunnar um að ég hefði verið þarna en það er nú ekki hægt að sjá á þessari mynd!

Svo lofa ég að hætta með þessar sjálfsmyndir. Málið er að myndirnar af því fólki sem ég þekki eru ekki hæfar til sýninga og varða við brot á höfundarrétti. Ég vil nú ekki verða lögsóttur.

En nú þarf ég bara að þrauka í viku í viðbót, mun líklegast ekkert komast á netið í bráð, þannig bið ég bara alla vel að lifa og njóta jólastemmningarinnar eftir fremsta megni því þetta er nú jú bara einu sinni á ári.

laugardagur, nóvember 19, 2005

Nú verður sögð hugvekja.


Munið þegar var alltaf hugvekja í sjónvarpinu á sunnudögum eða hvenær það nú var. Mér fannst þessi líka guðspjallamynd minna mig á það, en í raun er hún ekki mjög guðleg enda tekin í kristjaníu.

Það er laugardagur og hvar er ég, jú í skólanum. Ég á líf mamma, ljúfa...eitthvað, búinn að gleyma þessu lagi en allavega þá er ég búinn að vera hér upp á hvern dag síðastliðnar 2 vikur. Og enn eru 2 vikur í skil. ííííhaaa. Ef einhver hefði sagt mér að þetta væri svona mikið erfiði hefði ég nú bara sleppt því að mæta. Djók. Er gaman, reyndar mjög, nema þegar mar er búinn að drekka oof mikið kaffi og orðinn hyper á sykri eins og síðasta færsla sýnir. Man varla eftir að hafa skrifað þetta, var í svo miklu móki og pirringskasti.

Hér í Tuborg (mamma hélt í alvöru að að eitthvað hverfi hér í Köben héti Tuborg og sagði ömmu og afa og fl. að ég væri kominn með fína íbúð í Tuborg. Var ekki sátt við mig þegar ég sprakk úr hlátri þegar misskilningurinn kom í ljós. En hún mútta er best þannig það er bannað að hlæja að þessu!!) en eins og fyrr segir þá er hér í Tuborg god vejr sol og bla himmel en ííííííísssskaaaallt. Mig dreymir föðurlandið hans afa hér á næturna því ég er gersamlega að frjósa. Og take note, það er ekki kominn vetur þannig það verður kaldara. Fyrir ykkur sem hafið áhuga á veðurkerfum þá stafar kuldinn af rakanum hér sem gerir u.þ.b. 7 gráðum kaldara veður en mælirinn segir til um. Vúbbdí dú. Þannig þegar Siggi stormur á stöð 2 segir, frændur vorir danir hafa það bara fínt með sól og 3 hita þá hugsið þið með ykkur ó nei Siggi minn ekki svo gott!

EN að alvarlegri málum. Ég er búinn að kaupa flugfar heim. Ég kem laugardaginn 17 des kl hálf fjögur. Hver ætlar að sækja mig, hver er enn í bænum til að hitta mig, eru þið búin í prófum, getum við gert eitthvað þetta kvöld eller hvad????? Ég flýg svo vestur til familíunnar miðvikurdaginn 21. des þannig það verður fjör í nokkra daga áður, djók, það verður líka gaman þá.



En já er á leiðinni eftir akkúrat mánuð, byrjið að telja niður. Þið eigið eftir að fá nóg af mér því ég verð ofaní ykkur þessa daga sem ég er, so prepare.

Með myndasíðuna þá er hún eitthvað klikk, þannig ég er að gera nýja í þessum töluðu. Verður vonandi up and running soon. Nóg er af myndunum.

Man ekki meira í bili þannig barasta bless þangað til næst. Þið sem vikjið hitta mig og hafa ofan af mér komment plís eller mail me.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

púff...

Jó hó hó.

Er búinn að óverdósa á sykri og kaffi og er bara búinn að sofa í 4 tíma en er EEEEEIIIIIITUUUUUR HRESSSS!!!

lalalalallallallltttrallla llallalllalaalaaa.

þAð er bara svona börnin góð að vera í skóla. Ekki tekið út með sældinni. Er búinn að vera gera módel núna síðan ég bloggaði fyrir viku en ekki gefið mér tíma til að bæta inn pósti þó að tölvan sé fyrir framan mig.
Ég var til klukkan hálf þrjú í nótt að teikna það upp fyrir krítík sem var núna klukkan 9 í morgen.

Djöfull er ég ekki að meika hvað danskan gengur hægt. Ég er verri núna en þegar ég kom. Éger ekki að grínast. Ég stamaði upp úr mér þremur orðum á þessarri f***** krítík eins og ungabarn, uuuuuuuuuuuuuurrrrg!

Meira segja einn bekkjarfélagi minn sem er sjúklega áhugasamur um íslenska tungu kann fleiri orð í móðurmáli mínu en ég hans, og á ég þó að heita stúdent úr dönsku. Ég vil bara segja eitt og ég vona að það kippi ekki undan ykkur fótunum en íslenskt skólakerfi sökkar. Hvað á það að þýða að kenna fólki dönsku í 8 ár og svo er það lélegra en fólk sem aldrei hefur heyrt á málið minnst fyrr en það lendir hér í Danaveldi.
Fór í að tala við kennara í dönskuskóla fyrir útlendinga og hún sagði okkur íslendinga vera af seinustu sort. Gætum púslað saman setningum "jeg hedder Arnór og er 16 aar gammel" og lesið svona pínu. En við gætum ekki talað þó að byssu væri beint að höfði okkar, né skilið þó líf lægi við.

Kannski er þetta kaffið sem talar en er ekki kominn tími á nýja ríkisstjórn. Ég legg nú ekki vana minn að vera pólitískur hér því maður veit aldrei hvar maður endar en sósíalríkið hérna er nú farið að festast á manni. Ég má meira að segja kjósa í borgarstjórnarkosningunum hér og ekki ætla ég að vera maðurinn til að koma krötunum úr ráðhúsinu í fyrsta sinn síðan í seinni heimstyrjöld.

En að öðru, þá er myndasíðan í yfirhalningu af framleiðandanum og því tímabundið niðri. EN margar nýjar myndir komnar inn, t.d. nördaferð arkitektanemanna á slóðir Arne Jakobsen, skólaverkefni og myndir úr skólastofunni, sem og túr í kristjaníu á djasstónleika.

En viti menn, þau ykkar sem héldu að ég væri taðskegglingur eins og Njáll hér um árið þá sjáið og sannfærist. Það vex einhvert illgresi þarna ef maður rakar sig ekki reglulega. HA, Nóri bara alveg að verða stór.


Vonandi fer nú eitthvað að vaxa þarna niðri líka :-)

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Það er sól í dag!


Sól í sinni, sól hjarta -vertu inni, ekki kvarta.

Þennan litla ljóðbút samdi ég svona í stíl við stemmninguna hér. Er hérna inni að horfa á góða veðrið úti.

Það er margt búið að gerast núna síðan seinast. Til dæmis eru komnar inn nýjar myndir frá jólasnjónum sem kom á föstudag. Hér í Danaveldi er snjórinn fljótandi, rauður og í boði Tuborg. Á slaginu 20. 59 var ég(eins fyrirhyggjusamur og ég er) búinn að koma mér fyrir á ölstofu hér í bæ því þá hefst formlega salan á jólabjórnum. Nema hvað þeir gefa svona nokkur þúsund lítra til að kynna herlegheitin. Við fengum bara bjór eins og mjólk úr spena við undirleik fagurra jólasálma eins og jingle bells og lúffur svo okkur yrði nú ekki kalt á höndunum við að halda á mjöðinum. Svo kíktum við út á götu(Strikið)og þar stukkum við upp í jólalestina sem rúntaði með okkur hring og var afar örlát á ölið eins og Haukur sýnir hér.
En þetta var allt mjög gaman. Það var til dæmis mesta furða að Gunnar (sá rauðhærði á myndunum) gæti haldið á bjór því hann er með svo stutta putta út af einhverju sem ég man ekki.

Nema hvað svo kíkti hún Guðbjörg María mín í heimsókn en hún í lýðháskóla á Fjóni. Alltaf gaman að hitta góða vini. Nú eru ekki margir eftir að kíkja í heimsókn, en ég man að Rúnar og Laufey lofuðu að mæta þegar við hittumst um versló. Svo eru auðvitað allir velkomnir. Bara note, ef þið gistið hjá mér er rukkað í öli og nóg af því.

En nú verð ég að fara á fyrirlestur, er senst í námi ef þið vissuð ekki, þannig bara kveðjur út um heiminn. Endilega látið vita ef þið kíkið í heimsókn á síðunna, kan t.d. einhver að setja mynd á síðunna sem er ekki í pósti heldur svona til hliðar?

aligivel, adios

föstudagur, nóvember 04, 2005

Gleðileg jól!

Aaaahhhh. CRazy að gera, hef í raun ekki tíma að skrifa þennan póst. En allavega, búinn að bæta inn linkum og kominn með vísi að myndasíðu sem vondandi verður eitthvað krassandi inná!

Ég er annars bara á verkstæðinu að byggja módel like crazy því það lokar klukkan 4. En þá fyrst byrjar fjörið því það er fredagsbar og þar mun þeyta skífum dj reykjavík. Veit ekkert meira um það. EN aðalmálið í dag er koma jólasnjósins en það er klukkan 20.59 á slaginu og þá verð ég niðrí bæ. Guggur og Böggur, ef þið eruð að lesa þetta þá erum við svo feitt að fara mar!.

For you none danish people, kíkið inn á tuborg.dk og á sjáið hvað jólansjórinn er!

ADios!

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Ég er svo ánægður!


Heiðrún sendi mér póst og allt gengur svo vel hjá henni og henni líður svo vel í Bretlandi. Það er svo gaman þegar allt gengur vel hjá fólki og því líður vel. Hún segir að í fyrsta skipti nái hún að blómstra sem persónuleiki og manneskja. Því ber að fagna. Með fylgir nýleg mynd sem fylgdi með póstinum.

Bara ef allir hefðu það jafn gott og hún...