fimmtudagur, apríl 27, 2006

Dudururududururudu........

N.k. laugardagskvöld verdur haldin vegleg veisla ad Burmeistergade 7 til ad fagna verklokum undirritads. Þér og þínum er bodid ad kíkja vid og sjá ALVÖRU arkitektanema tapa kúlinu eftir því sem líður á kvöldið. Meðal þess sem er í boði er "one night only" appearans by Haukur the trubador og mun hann leika öll sín vinsælustu lög eins og Krókurinn, Hvar er draumurinn, Mér finnst rigningin góð og Stál og hnífur og svo hefur hann verið að æfa Hesta Jóa svo ég geti sungid tad vid ugglaust gódar undirtektir vidstaddra.

Takið vini, vín og ókunnuga með. Sjáumst þá.

p.s. með fyrirvara um að húsráðandinn standi í lappirnar um kvöldid.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Hvar endar þetta?

Það er bara allt að fara til fjandans.

Nú er ekki gaman að vera Íslendingur í útlöndum. Okkar "góða" efnahagskerfi er skv. greiningardeildum erlendra ráðgjafafyrirtækja, í frjálsu falli. Krónan veikist dag frá degi og gengið rýkur upp. Bara í dag færðist gengi dönsku krónunar gagnvart hinni íslensku úr 12, 56 í 13.9. !!

Þetta er náttúrlega ekki hægt.

Þegar ég flutti út í haust var gengið 9.9. Þannig þegar ég tók út 500 danskar í hraðbanka kostaði það mig um 5000 íslenskar. Gat lifað vel með því. Þegar ég geri sama hlut í dag, sem ég og gerði, þá kostar það mig 6545 kr. íslenskar.

Ég eyði nokkurn veginn jafn mikið á mánuði núna og í haust, bara þetta venjulega s.s leiga, matur og skóli, en borga meira fyrir það á mínum íslenska reikningi.
Og takið eftir því besta, LÍN, sem við elskum öll út af lífinu, greiðir okkur út í fastri íslenskri krónutölu.
70 000 kallinn minn keypti 7000 danskar hér áður fyrr en núna= 5350. Man munar nú um minna.

Eins og maður eigi ekki nóg og bágt með blessuð fjármálin þá er þessu ekki viðbætandi.

Ég er bara svo illa pirraður líkt og samnemendur mínir íslenskir hér að ég var knúinn til orða. Hörðustu sjálfstæðismenn eru orðnir vinstri-grænir eftir veruna hér, og mun ég persónulega gera allt í mínu valdi til að fella þessa blessuðu ríkisstjórn sem sér okkur fyrir "góðærinu". Enda lýtur allt út fyrir að ég verði á Íslandi næsta vetur ef fer sem horfir.

Þessi síða var nú ekki upphafi hugsuð fyrir pólitískar hugsjónir ritstjóra og þið fyrirgefið mér það kæru vinir og ættingjar en stundum fær maður bara nóg!

Byltingarherrann kveður í bili...!

mánudagur, apríl 17, 2006

bluurp!!!

Kúka súkkulaðieggjum og lakkrísræmum. Þetta kemur út eins og þetta fór inn, merkilegt nokk. Ástkær móðir mín og amma sendu litla stráknum fullt af nammi og stórt páskaegg svo honum myndi nú ekki leiðast um of yfir hátíðina. Takk fyrir það elskurnar.

Ég er nú nammisjúkur maður en ég held ég hafi aldrei borðað jafn mikið af gúmmilaði í einu. Er eðlilegt að maður stífni upp, fái krampakast og froðufelli af 5 draumum og heilum lakkríspoka. Held ekki.

Maður neyðist kannski til að jafna sýrustigið í líkamanum með einhverju basísku fæði, eins og t.d. bjór? Kannski...

mánudagur, apríl 10, 2006

Leiðinlegt versus skemmtilegt.

Mér bara alveg hundleiðist við lærdóminn í dag og get illa einbeitt mér. Þó er þessi dagur ekkert öðruvísi en aðrir dagar hér og þeir eru nú bara býsna ágætir. Málið er að hann stenst bara engan veginn samanburð við liðna helgi sem var svona líka skemmtileg að annað eins hefur ekki gerst í langan tíma.

Anne mín koma með innreið frá Árósum á fimmtudagskvöld og kíktum við saman á fredagsbar í skólanum hjá mér. Þetta lið er eihva smá bælt þarna frá Áró því þau sátu bara útí horni eins og lítill krakki sem er búinn að kúka á sig.( Sorry Anne but that´s how your friends were!) Hún skilur sko íslensku núna þessi elska. Er meira segja kannski að fara í heimsókn til hennar um páskana!!

En svo daginn eftir kom næsta innreið sem var Solla og Jakob. Þau eru náttla ooof fyndin, rétt búin að þrauka saman í 2 ár en eru eins og sextug hjón. Lov´em.
Þau gistu hjá stóra frænda en Jakob eldri og Gummi á Royal Radisson SAS eins og sönnum kóngum sæmir.

Þau voru hér saman komin á leið sinni til Balí í boði Jakobs og Gumma en voru nú svo elskuleg að skemmta mér í leiðinni aðeins hér. Þetta var eins og stór rússíbani og rann ekki af mér fyrr en seint á sunnudagseftirmiðdegi.

Það var skellt sér út að borða á Royalnum og síðan á hótelbarinn þar sem ófáir brandararnir fengu að fjúka. Síðan fórum við í bæinn og komum við á hommabar fyrir gömlukallanna (eða ætti ég að segja kellingarnar) sem var spes upplifun sem maður hefur ekki prófað áður. Þar stóð Tina Turner upp úr með sín sokkafylltu brjóst og smá bungu að neðan sem ég bjóst ekki við af kvenmanni! :-o

Við þremenningarnir stungum svo af á karíókíbar þar sem ónefndur skíðamaður lagði sig í sófanum. Seinna um kvöldið heilluðu litrík auglýsingaskilti sveitapiltinn sem stóða agndofa fyrir framan dýrðina.

Daginn eftir var mætt í lunch á svaka flottum smörrebrödsstað og matnum sturtað niður með öl og ákavíti. Eftir það voru fjörugar umræður á hinum ýmsu stöðum bæjarins um kvenréttindabaráttuna og íslenska pólitík. Ég verð nú bara að segja, greyið Solla sem hlustaði edrú á óhugnaðinn.

Um kvöldið var skellt sér í bíó á Ice age 2 og getiði hver ákvað að "leggja" sig eilítið?
Jú, það var undirritaður sem fannst hlýtt sætið í myrkrinu heilla svona líka.

En seinna um kvöldið var önnur tilraun gerð í karíókibarinn og nú tókst að drífa upp á svið.
Hvað er með fólk sem fer á karíókibar til að syngja?!?!? Og þá meina ég reyna vinna fokkin idolið. Það var eitthvað seinvirk gella sem söng án gríns annað hvert skipti, gestum staðarins til mikillar gremju. Hún var nú ekkert of heppin með útlit sitt og vinkona hennar sem gvuði hefur EKKERT líkað við stóð fyrir framan allan tíman og horfði í augu hennar og söng undir í öllum Celine Dion lögunum. En ég meina ég hló, enda djöfullegur:)

Svo á sunnudagsmorgun var góðri helgi slúttað með brunch á lagkökuhúsinu sem er besta bakarí í heimi.

Ég stiklaði bara á stóru á viðburðum helgarinnar en þið getið séð að dagurinn í dag stenst ekki samanburð. Smá spennufall í gangi.

En þangað til næst...

p.s. einn að lokum sem ég heyrði um helgina:
Hvað kallast afkvæmi homma............?


KÚKALABBI!! lol

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Bara updeit.

Jæja, bara að skrifa til að segja eitthvað. Mikil viðbrögð hafa verið við birtingu myndarinnar af mér í Metro express að ég kemst varla út úr húsi lengur vegna ágangs fjölmiðla og aðdáenda. En ég er með sterk bein og læt þetta ekki stíga mér til höfuðs. :)

Vil benda á súper góða grein eftir fröken Tinnu Mjöll Karlsdóttur framtíðarforsætisráðherra landsins inn á xs.is og politik.is. Hún er búin að lofa mér stöðu hirðfífls í verðandi ríkisstjórn!

Anna danska er að koma með Aarhus arkitektskole til bæjarins í dag í vettvangsferð og svo koma þau öll á seinasta ferdagsbar fyrir páska (þó að það sé bara fimmtudagur þá eru allir dagar föstudagar hér í danaveldi).

Svo koma þau skötuhjú Kobbi klobbi og Solla stirða til Köben á morgun og stoppa í 2 daga á leið sinni til Balí yfir páskana. Það er erfitt að vera námsmaður, ha!

Þannig það er bara gaman framundan hjá mínum með fullt af fólki í heimsókn því ekki kemst ég heim um páskanna vegna anna!

En allavega verða að læra smá áður en fólkið fer að detta inn,
kveðjur úr Köben.

mánudagur, apríl 03, 2006

Loksins frægur!


















Haldiði ekki að kappinn hafi verið í spurningu dagsins í stærsta morgunblaði Dana, Metro express.

Sat saklaus niður við Christianshavnskanal að fá mér beyglu í morgunsárið í gær þegar maður kemur aðsvífandi og spyr; "Ert þú ekki þessi Arnór sem allir eru að tala um?".

Ok, kannski ekki alveg þannig en spurði hvort ég vildi ekki svara einni spurningu eða svo. Hún var, -Heldur þú að Naser Khader verði góður innflytjendaráðherra?-

Þar sem ég er nú einstakt nörd og les mikið af greinum og horfi á þætti er tengjast pólitík þá átti ég nú ekki í vandræðum með það. Gaf manninum langa romsu þar sem ég greindi ástandið og bætti síðan við hlut Nasers í pólitísku litrófi Dana. Nú það sem eftir situr kemst ekki í hálfkvisti við það sem sagt var og ekki náði blessaður blaðamaðurinn að koma hugleiðingu minni í eina setningu.

Það er svo annað mál að ég hef tekið upp kvenmannsnafnið Brynja sem eftirnafn af því að það er kúl!

Svo er bara að vona ég verði ekki drepinn því áðurnefndur Naser er múslímskur pólitíkus og er með 24 tíma vakt í kringum sig vegna morðhótana. Það eru ákveðinn hópur múslima sem segja hann réttdræpan því hann styður ekki sharialög múslima. Æðsti klerkur múslima hér í Danmörku, hataðasti maður landsins, náðist á faldamyndavél þar sem hann sagði að Naser ætti að drepa fyrir skoðanir sýnar. Aldeilis umburðarlyndið á þeim bænum. Ég hafði sem sagt vit á því að láta ekki eftirnafnið fylgja svo hægt væri að leita mig uppi og skjóta!