föstudagur, mars 30, 2007

Til lykke med födelsesdagen!

Hin mæta mey Guðbjörg Ragna Sigurjónsdóttir átti afmæli í gær og varð 25 ára. Ritsjórn bloggsins árnar henni heilla og vonar að hún og ektamaðurinn komi ósködduð úr skíðaferðinni í frönsku ölpunum ólíkt Dorrit okkar Mussajeff.

Hefði nú öllu jafna skellt inn afmæliskveðju á réttum degi en svaf því miður af mér allan fimmtudaginn því ég var að vinna í skólanum frá klukkan hálf níu á miðvikudagsmorgni til hálf ellefu á fimmtudagsmorgni. Þurfti að skila glósum úr hönnunarsögubók sem er 500 bls. Og til að toppa leiðinindin þá þurfti að handskrifa herlegheitin. Ég get ómögulega hitt vinkonu mína Lóu Fimmboga í bráð!

En að öðru þá vil ég taka fram að veðrið hér í danaveldi er GREAT. Sól og hiti alla daga núna.

Ef einhverjum langar í helgarferð hingað þá leigir undirritaður út herbergi gegn vægu gjaldi.
Guiding included fyrir rétta aðila.

Svo að lokum er ein samviskuspurning! Er leim að finnast American Idol skemmtilegt? Ég meina Heiðrún elskar UK Porno og enginn dissar hana! Nei bara spyr?!

sunnudagur, mars 18, 2007

Hæ hér er ég.

Hæ dyggu lesendur.

Ég er búinn að missa alla löngun á bloggi eftir að hafa lesið ruglið sem er skrifað á hinar ýmsu bloggsíður landsins kalda.

Ég les þær, fussast og bölsótast út í skrifin en passa mig alltaf á að lesa síður hjá fólki sem ég fyrirfram veit að ég er ekki sammála. Meikar ekki sens en þetta geri ég. Enda vaknar pólitísk vitund mín sem aldrei fyrr þegar nálgast kosningar. Nú ætla ég ekki að starta áróðri hér enda veit ég að þeir fáu sem lesa mín skrif eru ekki áhugamenn um pólitík eða öndverðum meiði þegar kemur að tíkinni atarna.

En samt verð ég að segja um pólitík. Fótunum hefur verið kippt undan mér og ég veit ekki hverju ég á að treysta lengur. Mamma og pabbi hafa kosið íhaldið í gegnum súrt og sætt frá því þau fengu kosningarétt líkt og amma og afi heitinn en nú er komið nýtt hljóð í stokkinn eða skrokkinn eða hvað maður nú segir. Þau eru farin að tala vel um VG! Oft bregðast krosstré en herðatré!!! :) Hvað er í gangi þarna heima? Ég hef nú lengi reynt að draga þau í átt að miðju en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Það er ekki hægt að ganga neinu vísu lengur. Kannski endar þetta með því að ég kýs íhaldið til að vega uppi á móti múttu og pabs. Hvað veit maður?

En nóg um pólitík. Aldrei verið til vinsældarauka þegar ég hef raust mína um hana.

Ég er ennþá með þessar grillur í hausinum um að ég sé hommi. Þetta feis virðist ekki vera að líða hjá. Muniði þegar maður tók feisin og sagði alltaf "ýkt kúl" eða "geehht flott". Það leið tiltölulega fljótt yfir en homofilan virðist ætla að skjóta rótum.

Heiðrún kom reyndar í heimsókn um liðna helgi og reyndi að snúa mér enn eina ferðina. Hún gefst ekki upp stúlkan sú. Nei þýðir NEI, Heiðrún. Get over it, skilurru!

Fór líka upp til Noregs í febrúar að heimsækja Kobbaling og Solluna hans. Skítkalt úti en ástarfuni innan dyra. Solla meira að segja bauðst til að bera barn mitt undir belti sér. Hún er einkar gestrisin stúlkan sú. Það eina sem Jakob gerði var að prumpa á mig. Hann er kúkalabbi! (samt skemmtilegur kúkalabbi!)

Ég er að fara flytja úr Gettóinu sem ég bý í núna og fara á Öresundið til Guggu minnar og ektamans hennar hans BJÖGGA. ;) Það verður himnaríki að losna héðan enda er þetta eins og stanslaus endursýning á heimavist MA fyrir 6 árum. KRÆST hvað ég hef fengið nóg af 19 ára fullum únglingum! Þau eiga eftir að uppgötva að það er miklu skemmtilegra að drekka sig rænulausan alone on a Friday í staðinn fyrir þennan djössans hamagang alltaf hreint.

over and out