föstudagur, mars 31, 2006

Dagdraumar...


Fyrir akkúrat 3 árum flatmagaði ég á þessari strönd berstrípaður með hann beinstífann. Þetta er strönd í Mexico takiði eftir, EKKI Guatemala sem allir hafa fengið nóg af sögum frá.

Það er einmitt á svona stundum þegar húðin er krítarhvít vegna sólarleysis og lundin eins og rigningardagur í London að maður lætur sig dreyma um suðræna strönd og fersk sjávargolan leikur um hárið. Ef ég hefði ráð til myndi ég bjóða ykkur öllum með mér í eina ferð þangað. Það mun þurfa bíða í eilitla stund en ég er staðráðinn í að fara þangað aftur einn góðan veðurdag og synda aftur með skjaldbökunum í kyrrahafinu.

En á meðan þarf ég að láta mér nægja að vera uppí skóla með snakk og slikk á föstudagskvöldi og rendera myndir, klippe og folde model.

Eru ekki allir rendera annars?

miðvikudagur, mars 29, 2006

Hún á ammaæli í dag.....

Hún Guðbjörg Ragna læknanemi hér í Danmörkunni er 24 ára í dag. Þessi frækna föðursystir er að ég held bara sátt við árafjöldann en er farin að huga að barneignum síðast þegar ég vissi. Ég læt myndina úr brúðkaupinu hennar og Björgvins fylgja svona til heiðursdömunni!

Allir að skála í kaffi eða mjólk fyrir Guggunni, Húrra- húrra - húrra...!

fimmtudagur, mars 23, 2006

Sommer in the City


Það er sól úti og loksins farið að hlýna. Og þar sem skap okkar Íslendinga stjórnast af veðrabrigðum þá er létt undir sálinni í dag. Framundan er helgi lærdómsins þar sem ekkert annað kemst að en skólinn.

Losnaði við Hauk í dag heim til Íslands þannig íbúðin verðu lögð undir skissupappír, skúmpappa og crayon liti. Mun blasta græjunum með sumartónum s.s. Skímó, Sálinni,Írafári og fleiri góðum böndum og inni á milli fær Björgvin Halldórs að njóta sín.

Fyrir þá sem ekki eru að kaupa þennan tónlistarsmekk þá mæli ég með nokkrum góðum:
Mew-Kashmir-Kasabian-TV2 þessi dönsku góðu bönd, Belle og Sebastian því ég er að fara á tónleika með þeim þegar Tinna Mjöll kemur og Bob Dylan-Johnny Cash og Willy Nelson fyrir country/folksong tóninn sem við öll elskum.

Þannig ég mæli með að allir fari að mínu dæmi, lofti út heima, komi sér í lærdómsgírinn og splæsi helginni í námið, ok?
Who´s with me?

mvh,
Anders Bengt Thorvaldsen

mánudagur, mars 20, 2006

Til lukku.



Þessi myndarlega unga stúlka var að eignast sitt annað afkvæmi í dag. Með á myndinni er frumburðurinn, verðandi skáld og heimspekingur, Einar Berg.

Soffíu mína þekki ég ekki öðruvísi en sem hörkuduglega manneskju, enda unnum við mikið saman back in the days, en að vera með ungan dreng, í skóla, ólétt og með karlpung, er nú meira en flestir ráða við í einu.


En gellan rúllar þessu upp og fær frá ritstjórninni árnaðaróskir og baráttukveðjur, með von um að móður og barni heilsist vel.

Lifið heil.

föstudagur, mars 17, 2006

Ó Lordy!!


Ákvað bara að hætta þessu þunglyndi og snúa skapinu við. Og þá jafnast ekkert á við að skella nokkrum ljósum strípum í hárlengingarnar, fléttur með blómum og svo nokkur góð "piercing" og maður er set to go.

Eins og þið sjáið þá er ég búinn að taka smá lit, það er svo mikið endurkast af snjónum.

Fuglaflensan er LOKSINS kominn. Géðveikt búinn að bíða eftir henni. Það voru alltaf einhverjar platfréttir um að hún væri komin en svo var hún það ekki en loksins er hún það nú. Jeeeiii! OG meira að segja bara rétt hjá.

Amma hringdi í mig um daginn og var óróleg yfir flensunni því hún var komin til Sverige. Þannig hún bað mig vinsamlegast að fara ekki þangað og hætta að borða fuglakjöt. Ég er soldið í því nebbla að pikka um dauða fugla á götum úti og steikja þá heima:) Nema hvað bóndinn hún amma mín vill hafa varann á og fór rakleiðis út í hænskofa og skaut allar hænurnar og hanann með tölu, just to be safe!

Hræðilegt þarna með að herinn sé að fara úr KEF. Þetta kemur gersamlega í bakið á greyið fólkinu í Keflavík. Hvern eiga þau nú að berja um helgar úr því að kaninn er farinn?

Vill ekki einhver fara að koma í heimsókn hingað. Það er t.d. með öllu óskiljanlegt afhverju Kolla Gunn fór til Heddu en ekki hingað, hva´for fanden betyder det?
Koma so!!!

Kærlig hilsen her fra fugleinfluenzan,
Mormor

þriðjudagur, mars 14, 2006

Stundum er bara erfitt ad vera jeg!


Mynd dagsins lýsir einkar vel áliti mínu á sjálfum mér í dag.

Ég er í pirru kasti daudans yfir lélegri dønsku kunnáttu sem skín einkum i gegn tegar ég tarf mest á blessadri tungunni ad halda.

Ég er farinn ad hallast ad tví ad fólk finnist ég heimskur. Ég geri mér fulla grein fyrir tví ad margir halda ad ég sé vitlaus og á ég mestan tátt í tví sjálfur ad fólki finnist tad en ekki heimskur.

Ég er kominn med magasar út af stressi eftir vikuna, er nýkominn úr krítik tar sem einstakir tungumála hæfleikar mínir létu ljós sitt skína, mér til mikillar gledi.

Ég hélt ad tegar ég kom hér fyrst ad danskan yrdi né ekki lengi ad detta inn tví tetta er nú ekki svo ólíkt módurtungu vorri, en ég sver tad ad hún hefur versnad ef eitthvad sídan ég kom hingad.

Í dag er ég ad skoda lausar íbúdir heima og flug heim tví pirringurinn er i hámarki. Tví ad standa í tessu, mar er ad verda gedveikur og svo er líka alltaf skítkalt hér!

Í dag eru eftir rúmlega 3 mánudir af ønninni sem týdir um 10 krítikur tar sem ég stend fyrir framan jafnoka mína og kennara og seydi tá med ljúfum ordum tessa hrognatungumáls. Ekki veit ég hvort ég hafi maga i tad. Ekki nema einhver sendi mér skyr!

Allavega tid sem erud ad pæla ad flytja hingad út, LEARN DANISH ádur ef tid ætlid beint i skóla, sparar mikla angist.

Med venlig hilsen og håb om der er nogen som ikke hår det så svært ligesom jeg.
Arnoldo

miðvikudagur, mars 08, 2006

Sól í sinni sól í hjarta


Ég er eitthvað svo glaður í hjartanu í dag því það er sól úti. Þannig ég rauk til og skellti einni mynd af mér með óperuna í baksýn. Þetta sýnir hvað mér líður vel. Ef að öllum liði jafn vel og mér, ha!

Annars fátt markvert í manns lífi, enda á ég mér ekkert slíkt. Bara skóli skóli, borða sofa.

Reyndar fjárfesti ég mér í inni loftneti fyrir 14" plasmasjónvarpið mitt (reyndar fermingargjöfin hennar Guggu en það er önnur saga) nema hvað blessað loftnetið er svo stórt og svo ljótt að ég skammast mín fyrir að nota það. Þetta mega apparat er með tveimur útdraganlegum stöngum, svona basic, nema í miðjunni kemur svona stærðarinna úti loftnet. Loftnetið er svona 10 sinnum stærra en blessað sjónvarpið, sem mótmælti vegna minnimáttarkenndar og vildi ekki kveikja á sér í byrjun.

Þetta fyllir út allt herbergið mitt þannig ég tek limbó æfingar til að komast á klósettið, lenti reyndar í smá óhappi þegar bert hold handleggjar míns snerti aðra geislavirku stöngina og nú er ég með svöðu sár og hendi í fatla. Og til marks um gæði þessa tækis þá næ ég ekki neinum dönskum stöðvum en hinsvegar er stöð 2 og skjár 1 í hárri upplausn í fermingargjöfinni.
En ég passa mig á því að felaða þegar gesti ber að garði og frekar svara ég ekki en láta annað fólk bera ferlíkið augum.

Á maður sér viðreisnar von, ég bara spyr?

föstudagur, mars 03, 2006

Gallup könnun

10 ástæður fyrir því að búa EKKI á Íslandi

1. Veðrið (Það rignir, snjóar og blæs upp niður og á alla kanta, allt í einu)
2. Hverfisbarinn, Ólíver, Vegamót... ekki það að mar þurfi að fara á þá en þeir fara í taugarnar á mér samt sem áður.
3. Dýrt, mjög dýrt. Og nú er ég bara að tala um bjórinn.
4. Allir þekkja alla, alltaf. Mar má ekki prumpa án þess að það hafi allir frétt það.
5.Það er ekki hægt að hjóla þar. (Það er kúl að hjóla!)
6.Ragga er hætt í Stuðmönnum svo why bother að hanga þarna.
7.Ríkisstofnanir Íslands, flestar alla vega, koma frá djöflinum sjálfum. Það kannast allir við LÍN sem er á móti námsmönnum, svo er það Þjóðarbókhlaðan sem er að rukka mig um bók sem ég átti að skila fyrir fjórum árum en borgaði fyrir 2.
8.Halldór Ásgrímsson sem stjórnar í krafti meirihluta atkvæða! Pant fá eitt álver vestur úr því við erum að þessu hvort eð er.
9.Var ég búinn að minnast á hvað það er allt fokkin dýrt! Allavega þá kemur það aftur hér!
10.Ég verð alltaf í minnihluta enda í röngum flokki þannig það eitt og sér á örugglega eftir að verða pirrandi.

10 ástæður fyrir því að búa á Íslandi

1. Veðrið (ég er farinn að halda að veðrið sé betra heima heldur en hér. Hér snjóar og er ÓGISLEGA kalt, alltaf!)
2. Næsti bar og Prikið. It´s like home!
3.Nammið þar er engu líkt og mun ódýrara en hér.
4. Vinir og fjölskyldan. (ekki nema við tökum okkur saman og flytjum í hlýrra lofstlag)
5.Það er ekki hægt að hjóla:) (Mar breytist í letihaug dauðans um leið og maður lendir í Keflavík og getur ekki hreyft sig 10 m án þess að vera á bíl)
6.Ég get bara hitt Röggu þegar ég kíki til Hauks enda býr hún á efri hæðinni.
7.Get unnið hjá LÍN og pínt og drullað yfir námsmenn og þá aðallega þá sem búa erlendis, mua ha aha ha ha....!
8.Geng í framsókn og þá eru 1 á móti 4 að ég verði forsætisráðherra. Kúl!!!
9.Falleg náttúra sem á engan sinn líka í heiminum.
10.Íslenskur matur og þá sérstaklega, soðin ýsa frá múttu eða pönnukökur frá ömmu. Ég get ekki haldið lengur út en 6 mán í einu án þess að fá annaðhvort og mun sjá til þess að það gerist ekki.

Er ég að gleyma einhverju?

Ísland-Útlönd hvort vilt þú?