mánudagur, september 24, 2007

Aldarfjórðungur liðinn.


Jæja kæra fólk. Hér hefur ekki verið ritað í hálft ár þannig það er við hæfi að þegar ritstjórinn er tekinn við skriftir aftur beri það upp á þennan fína dag sem 24 september er.
Það var á þessu degi fyrir 25 árum sem móður mín rifnaði á milli við að únga út gleðigjafanum sem ég er og sér varla eftir því.
Þó hún hafi fundið til þann daginn var gleðin nú önnur 9 mánuðum áður eða í jólaboði 24 des hjá ömmu og afa. Enda hef ég alltaf verið mikið jólabarn og er nú farið að styttast í hátíðina miklu.
En í dag þegar ég er hálffullorðinn hálfungur ( I´m not a girl, not yet a woman!) á að vera njóta tímamótanna ligg ég með hita og beinverki uppí rúmi, ekki viss um hvort ég eigi að hafa hægðir eða kasta upp, liggja fyrir eða sitja uppréttur, vaka eða sofa.
Þannig fagnar lífið með mér fyrsta deginum sem ég á eftir ólifað.
Ég fann engar hrukkur nýjar í morgun eins og allir tala um þegar þeir verða 25 en það verður bara að bíða betru tíma.
En ég reikna með að vera bara heima á rúmstokk það sem eftir lifir dags og vorkenna mér eilítið yfir því að komast ekki út í blíðuna en get huggað mig við það að eftir akkúrat eina viku er ég að fljúga yfir eyjuna köldu á leið til Nýju Jórvíkur þar sem er 33 stiga hiti í dag.
Yfir og út og vonandi bloggar maður eitthvað örar núna.
mvh Arnór Brynjar