mánudagur, ágúst 07, 2006

Lazy bastard...

Hef ekki nennt að blogga þetta sumarið enda ekkert markvert að frétta nema fólk hafi áhuga á þrifum herbergja eða niðurröðun hópa í sal. Maður er líka andlaus eftir svo frjóan vetur og liggur því í dvala yfir sumartímann til að eiga orku í veturinn.

Svo er maður náttúrulega bundinn þagnarskyldu yfir því fá góða slúðri sem á sér stað hér á hótelinu þannig ekki er frá mörgu að segja.

En var bara að fá smá sjokk þegar ég uppgötvaði hvað það er stutt í að maður fari aftur út og rútínan hefjist aftur. Sambland af kvíða og tilhlökkun og maður á svo margt ógert áður en maður heldur af landi brott.

Er t.d. einhver sem á herbergi á laus i Köben í vetur. Ég virðist ekkert þokast upp biðlistann fyrir stúdentagarðana.

Ég fer kannski bara í fóstur til Guggu og Björgvins?!?