föstudagur, apríl 20, 2007

Vaya conmigo! Heja Norge.



Keypti þennan forláta leðursófa fyrir krónur 500 danskar á loppemarked fyrir viku. Og svo nýja stofustássið, hvíta standöskubakkann. Maður býr eins og kóngur í dag og yfir fáu að kvarta. Ég fór með Hönnu, Guggu og Björgvin á staðinn eins og myndin sýnir(Björgvin á bakvið myndavélina). Var ekki alveg á því að panta flutningabíl undir sófann enda dýrt um helgar þannig við BJÖ ákváðum að bera hann bara heim á kollegi. Mar er nú ekki kallaður Arnór Massi fyrir ekki neitt.

Það er skemst frá því að segja að við gáfumst upp út á bílastæði fyrir utan markaðinn! Hanna var ekki lengi að bregðast við og vatt sér upp að næsta manni á skúffubíl og dílaði við hann að skutla mér og sófagarminum heim fyrir væga þóknun. Írakinn sá notaði líka tækifærið á leiðinni heim að bjóða mér hina ýmsustu heimilismuni og mublur og hafði ég ekki undan við að þakka öll gyllinboðin einungis vegna plássleysis.

En garmurinn er kominn heim í hús og prýðir sér vel innan um ikea draslið sem annars er að éta upp allt laust rými. Ikea er snilld en þessar mublur eru karakterlausar með öllu.

Vill ekki einhver fara að koma í heimsókn og taka út pleisið? Hér er serveraður frokost og aftensmad að miklum áhugakokki sem dreymir að fá michelindekk á hurðina!

...tek fram að í seinustu færslu var ég að reyna posta myndinni sem hér fylgir en e-ð fór úrskeiðis. Örvæntið eigi, ég hef ekki gengist á vit bláu handarinnar.

fimmtudagur, apríl 19, 2007


fimmtudagur, apríl 12, 2007

Busy miss Lizzy!


Er á haus í verkefni með krítík í fyrramálið og því er tilvalið að eyða tíma í að blogga.
Gleðifregnir eru þær helstar að ég er fluttur úr helvíti og til himnaríkis, eða því sem næst. Sem er bara gleði. Ætlaði reyndar að flytja fyrir páska en öfl úr öðrum heimi komu í veg fyrir það.
En það gjörði það að verkum að í staðinn fyrir að eyða páskunum í að koma sér fyrir og læra þá fór ég með Önnu minni dönsku út á Jótland í nokkra daga. Sem vægast sagt var barasta snilld.
Kom til baka í bæinn á sunnudag og fór þá beinustu leið í purusteik a la Gugga með brúnuðum jarðeplum og læti. Ég veit ekki hvort var brenndari puran eða andlitið á Björgvin. Þau ektaparið voru senst að koma úr ölpunum deginum áður.
Og til að toppa góða páska komu Jakob og Sollan úr Berlín og gistu eina nótt. Þessir 24 tímar sem þau stoppuðu voru nýttir vel að okkar sið.
En nú er sem sagt eymd og volæði í 25 tíma í viðbót og svo kærkomið helgarfrí.
Lét fylgja með mynd tekna af heimasætunni, í noregi hér í feb. Ef þessi fer ekki í jólakortið í ár þá veit ég ekki hvað!

mánudagur, apríl 02, 2007

Jahérna hér!

Það er búið að sjá í gegnum mann. Loksins einhver sem þorir að segja sannleikann. Það er sárt hvað þetta á vel við ekki satt!?

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.

Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.

Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.

Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.

Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.

Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.