mánudagur, október 23, 2006

Hættað senda mér sms....

Var að fara yfir sms in í símanum mínum og ákvað að skella nokkrum vel völdum hérna inn ykkur til skemmtunar. Þetta eru náttla bara ljóð nútímans.

-- Kattadjéra --

-- Hei...Hei...Bara
vaknaður....Sko..
helduru ekki ad tu
komir bara i tívoli
med okkur i dag...
Tad ma sleppa
tæki en borga með
einu öli..Pr/tæki --

--Ther finnst bjor
godur.. Ther finnst
tæki skemmtileg...
Ther finnst vid
skemmtileg... Thu
og vid nidra
o´learys að horfa a
fotbolta i allan
dag!--

--Uuuu...
Verarjumæfrend --

--Blomaleik?--

--heyrdu eg var ad
greinast með svona
blussandi klamydiu,
lattu thad berast!--

--Me so hooorny, i
love you looong
time...Fucky Fucky!
Ertu kominn aftur i
borgina? Ættum við
ad skypa i kvöld?--

--Wake up for crying
out laod, mer leidist--

--Thynnkan er
horfinn, erum ad
runka okkur. kíkja
vid?--

--What´s up dog? er
ad læra heima.."úr
sveit í borg-saga
20.aldarinnar"..
eee er ad fá
unglingaveikina--

--Ok, erud tid búin að
fjárfesta í Uno
maskinu? :) Ég er
bara heima ad
horfa á seinfeld og
rúnka mér--

Ég leyfi ykkur svo bara að geta hver sendi mér þessi skilaboð.

föstudagur, október 20, 2006

Aarhus....:)



Ég er fyrst núna að gera upp seinustu helgi því vikan hefur verið busy vegna krítíkur og almennu skóla stressi.

Skellti mér á seinasta föstudag til Önnu dönsku í Aarhus og það var hreint út sagt ógeðslega gaman. Fyrir ykkur sem eru óviss hver Anna er þá kynntumst við Heiðrún henni í frægðarför okkar til Guatemala hér um árið og höfum haldið sambandi síðan. Sérstaklega eftir að ég flutti hingað út og einnig að þá er Anna að læra arkitektúr í Árósum þannig að við höfum um nóg að tala.

Fékk að sjá fredagsbar í skólanum hennar, sem gengur út á það sama og hér, bara drekka nógu mikinn bjór. Svo var matarboð kvöldið eftir með vinum hennar úr skólanum og þaðan haldið í svaka partý fram eftir morgni. Þetta var hreint út sagt mjög gaman og fallegur bær Árósar.

En nú mun ég lifa við hungurmörk það sem eftir lifir mánaðar því þið getið ekki ímyndað ykkur hvað efniskostnaður hér í skóla er mikill. Er búinn að eyða svona minnst 20 þúsund ísl. þennan mánuðinn. Þetta náttla gengur ekki. Og annað eins eftir að kaupa!

Væruð þið kæru vinir til í að starta söfnun: Barnið heim. Svo ég geti komið heim um jólin?!?!


Stálum graskerjum á leiðinni heim og Anna ákvað að setjast ofan í ruslatunnu, svona rétt til að hvíla lappirnar. Sækjast sér um líkir!

laugardagur, október 07, 2006

Fu fu fu fullorðinn....!?!?!



Já það hefur gerst. Mér vex skegg. Allavega þegar þú blandar saman 5 daga gömlum hýjung, hárlit, bjór og plenty af time á föstudagskvöldi með Hönnu þá are things bound to happen.

Ég var að velta því fyrir mér hvað maður ætti að skrifa inn á síðu sem þessa og þar sem hún er mín, fjallar hún einvörðungu um mig og það sem gerist í mínu sjálfhverfa lífi. Ég meina er það ekki annars tilgangurinn með þessum bloggum? Ég meina allar myndir sem ég set inn eru af sjálfum mér en er það ekki það sem fólk vill? Það fær engin nóg af mér, hóst hóst! (ég meina Kolla Gunn er að skrifa um niðurganginn sinn inni á sinni síðu.)

Og nýjasta yfirborðslega trendið mitt er sem sagt skegg. Mér langar í það því ég hef það ekki. Nema með hjálp nýjustu tækni. Reyndar vaknaði ég í morgun með donut eins og Georg vinur minn Michael en hann var ekki alveg að gera sig. Þannig maður trimmaði þetta aðeins niður en ég er ekki svo viss um útkomuna. En ætla mér að þrauka helgina á mottunni minni, bara svona til að sjá hvort ég verð barinn út á götu eður ei. Og þar sem ég er nú þekktur fyrir að láta vini mína skammast sín fyrir mig þá ætla ég að draga liðið á kaffihús og láta þau sitja mér til samlætis á fjölmennum stað. (can´t wait!) Það hefur sína kosti að búa í borg þar sem enginn þekkir þig, og engin man eftir manni. Maður kemst upp með margar góðar hugmyndir án þess að þurfa vera á bömmer yfir því.

En nú er sem sagt komið að því að frumsýna el motto fyrir liðið og verð því að þjóta. Hvað finnst ykkur um hana, deal og no deal?!

p.s. Jóhanna Ósk, láttu mig vita þegar þið Gunni komið til Köben. Verðum að hittast. Ég lofa að skafa mottuna af fyrir hitting!;)

þriðjudagur, október 03, 2006

Frá fjalli til fjöru.

Jæja kæru vinir. Afsaka bloggleysið. Var að flytja (endanlega) um helgina inn á Grænujarðastúdentagarðana og er sem sagt kominn með fastlínutengingu við Ísland, mér að kostnaðarlausu.

Nú er veðrið aldeilis búið að skipta um ham. Á sunnudaginn var sól og hiti og allir á útikaffihúsum eða í garðinum. Nú er bara þrumur og rigning og kreisí vindur. Þannig að sumarið er ofissíallý búið og komið haust. Vona samt að það kólni ekki strax því það verður f***in kalt hér á veturna.

Öfunda Majuna sem er að fara í "singles" ferð til Thailands, þar sem er sól, hiti og strendur. Vonandi að hún komi með einhverja almennilega minjagripi tilbaka handa manni. Heiðrún bað um ladyboy, eeeeeh.... altså meðhjálpara.
Ég sætti mig alveg við leirker!